Sveitarstjórn

81. fundur 13. desember 2021 kl. 14:00 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingafulltrúi (fjarbúnaður)
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Fjárhagsáætlun 2022 og fjögurra ára áætlun - 2108008

 

Seinni umræða fjárhagsáætlunar 2022-2025

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-25 til seinni umræðu.

Útsvarshlutfall fyrir árið 2021 er óbreytt 14,52%.
Fasteignaskattur, A stofn 0,420 % (hækkar úr 0,400 %)
Fasteignaskattur, B stofn 1,320 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,26 % (hækkar úr 1,20 %)
Fráveitugjald 0,190 % (óbreytt)
Lóðarleiga 1,500 % ( óbreytt )

Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega óbreyttar.

Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.

Sorpgjald (óbreytt).
Íbúðarhús 47.040 kr.
Frístundahús 19.184 kr.
Stærri býli 89.114 kr.
Minni býli og aðrir 30.324 kr.
Afsláttur -23.520 kr.
Fyrirtæki A 47.040 kr.
Fyrirtæki B 89.114 kr.
Fyrirtæki C 191.226 kr.

Gripagjald hækkar um 20 %
Naut 756 kr.
Hross 378 kr.
Sauðfé 138,6 kr.
Hænur 24,6 kr.


Gjaldskrá rotþróatæminga hækkar um 10 %
0-1800 L 7900 kr.
1801-3600 L 9500 kr
3601-6000 L 12000 kr.
6001-9000 L 13500 kr.
9001-20000 L 14800 kr.
20.000 L 17.200 kr.

Gjaldskrá leiksskóla og skólavistunar hækkar um 5%.

Skólavistun
Dvalartími 365 kr.
Hressing 120 kr.

Leikskóli
Dvalartími 3.465 kr.
Hressing 2.100 kr.

Niðurstöðuliðir úr fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2022 í þús. kr.

Tekjur 539.267
Gjöld án fjármagnsliða 521.067
Fjármagnsgjöld (6.509)
Rekstrarniðurstaða 11.691
Veltufé frá rekstri 51.643
Afborganir lána 453
Hækkun á handbæru fé (34.853)

Handbært í ársbyrjun 86.748

Handbært fé í árslok 51.895

Engar lántökur eru áætlaðar.
Fjárfestingar áætlaðar 2022 296.500.

Stærstur hluti af áætlaðri fjárfestingar er frágangur parhúsa við Bakkatún.

Helstu fjárfestingar:

Hjóla og göngustígur kláraður

Parhús í Bakkatúni 18 og 20 kláraðar

Malbikun Valsárhverfis

Loftræstikerfi sett up í Valsárskóla

2. Áfangi leiksskólalóðar kláraður

Fjárhagsáætlun 2022 er samþykkt samhljóða

Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2023-2025 er samþykkt samhljóða

Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum í fjárhagsáætlun 2023-2025 en áfram verður leitað leiða til hagræðingar í rekstri. Þriggja ára áætlun fjárfestinga er samtals 138.000.000 kr. Vinna við hönnun göngustígs norður með Svalbarðsströnd frá Vaðlaheiðargöngum, hefst árið 2022 og áætlað er að framkvæmd við göngustíginn hefjist 2024. Afborganir á láni teknu árið 2021 hefjast árið 2025 og eru afborganir af því láni fjórar og greiðast á hálfs árs fresti. Skuldaviðmið Svalbarðstrandahrepps er stöðugt og er langt undir viðmiðum sveitarstjórnarlaga. Hæst fer það í 31,6% 2022 en lækkar strax í 23,8% 2025.

 

   

2.

Lóðir í landi Sólbergs - 2105002

 

Deiliskipulag lagt fram til samþykktar

 

Sólberg ? aðal- og deiliskipulag vegna íbúðarsvæðis
Kynningu skipulagslýsingar vegna aðal- og deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Sólbergs lauk 13. desember og bárust tvær umsagnir vegna málsins. Einnig liggja fyrir fundinum drög að deiliskipulagi fyrir fjögur íbúðarhús á lóðinni, unnin af AVH dags. desember 2021.
Sveitarstjórn samþykkir að aðal- og deiliskipulagstillögur skuli fullmótaðar með hliðsjón af innkomnum erindum og að tillögunum skuli að því búnu vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

3.

Geldingsárhlíð - 2106009

 

Deiliskipulag lagt fram til samþykktar

 

Geldingsárhlíð ? deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð
Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir fimm íbúðarlóðir í Geldingsárhlíð, unnin af Guðmundi H. Gunnarssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 27. nóvember 2021.
Sveitarstjórn samþykkir að tillögunni sé vísað í kynningarferli skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

4.

Gámasvæði og leiga fyrir gáma - 2110001

 

Samkomulag um geymslu bíla á Gámasvæði á Svalbarðseyri lagt fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir samkomulag um geymslu bíla á gámasvæði á Svalbarðseyri. Sveitarstjóra falið að undirrita samning.

 

   

5.

Áhaldahús Svalbarðsstrandarhrepps - 2109006

 

Leigusamningur vegna hluta Áhaldahúss lagður fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir leigusamning vegna hluta áhaldahúss. Sveitarstjóra falið að undirrita samning.

 

   

8.

Skólanefnd - 20 - 2111003F

 

Sveitarstjórn samþykkir fundargerð skólanefndar með fyrirvara um lið nr. 3.
Sveitarstjórn áréttar að fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2022 er lokið. Málinu er frestað og verður tekið fyrir þegar sýnt er fram á þörf á auknu starfshlutfalli í leikskóla.

 

8.1

2109014 - Starfsáætlun Álfabrog 2021-22

   
 

8.2

2111013 - Sumarlokun leikskólans Álfaborgar sumarið 2022

   
 

8.3

2111014 - Starfsmannamál 2022

   

 

   

6.

2021 Fundargerðir stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra - 2102008

 

Fundargerð stjórnar Heilbrigðiseftirlits nr. 222 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

 

   

7.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku árið 2021 - 2101002

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 268 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102002

 

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 903 lögð fram til kynningar

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.

Lagt fram til kynningar

 

   

10.

Fundargerðir Hafnasamlags Norðurlands 2021 - 2102019

 

Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Noðurlands nr. 267 lögð fram til kynningar

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.

Lagt fram til kynningar