Sveitarstjórn

82. fundur 10. janúar 2022 kl. 14:00 - 16:45 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jónmundur Jensson oddviti
  • Anna Karen Oddsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skirfstofustjóri
  • Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Kjör oddvita til eins árs. - 1706014

 

Oddviti er kjörinn til eins árs samkvæmt samþykktum Svalbarðsstrandarhrepps

 

Samþykkt að Gestur Jónmundur Jensson verði oddviti og Anna Karen Úlfarsdóttir verði varaoddviti út kjörtímabilið.

 

   

2.

Vaðlabrekka 1 - beiðni um frávik frá deiliskipulagi - 2112008

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Margréti Harðardóttur arkitekt sem fyrir hönd S2 fjárfestingar ehf. fer fram á samþykki sveitarstjórnar við fráviki frá deiliskipulagi Vaðlabrekku. Frávikið felst í því að hús sem reist verður á lóðinni Vaðlabrekku 1 yrði með vegghæð 9 m mælt frá landi vestan húss að þakskeggi, en samkvæmt deiliskipulagi má vegghæðin mest vera 6,0 m. Landhalli á lóðinni er með þeim hætti að ef húsið væri byggt samkvæmt skilmálum væri þakflötur um það bil í hæð við götu frama við húsið.

 

Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því skriflega yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin sem um ræðir. Ef ekki koma fram andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.

 

   

3.

Geldingsárhlíð - 2106009

 

Kynningartímabili skipulagstillögu á vinnslustigi fyrir íbúðarsvæði í landi Geldingsár lauk þann 7. janúar sl. og bárust engin erindi vegna málsins.

 

Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagstillagan sé auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

4.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar - 2112004

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tilnefnir fulltrúa í stjórn Tónlistarskóla Eyjafjarðar

 

Sveitarstjórn tilnefnir skólastjóra Valsárskóla, Maríu Aðalsteinsdóttur sem fulltrúa Svalbarðsstrandarhrepps í stjórn Tónlistarskóla Eyjafjarðar.

 

   

5.

Bakkatún 6 - 2112006

 

Úthlutun lóðar Bakkatún 6

 

Umsókn hefur borist frá Gauta Hallssyni kt. 210172-3279 og Þóru Guðnýju Baldursdóttur kt. 280172-3839 vegna lóðar á Bakkatúni 6.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatún 6 til umsækjenda: Gauti Hallsson kt. 210172-3279 og Þóra Guðný Baldursdóttir kt. 280172-3839.

 

   

6.

Bakkatún 17 - 2112005

 

Úthlutun lóðar Bakkatún 17

 

Umsókn hefur borist frá Janaka L Bohaha Arawe kt. 251082-3249 og Chamila Manel Salgedo kt. 090977-2459 vegna lóðar á Bakkatúni 17.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatún 17 til umsækjenda:
Janaka L Bohaha Arawe kt. 251082-3249 og Chamila Manel Salgedo kt. 090977-2459

 

   

7.

Viðaukar - fjárhagsáætlun 2021 - 2201002

 

Viðaukar nr. 5-10 fyrir árið 2021 lagðir fram til samþykktar.

 

Viðaukar 5-10 við fjárhagsáætlun 2021 lagðir fram.

Viðauki 5:
Óskað er eftir viðauka vegna hækkunar útsvars um 35.000.000 kr. (liður 0001-0010) og hækkunar framlags jöfnunarsjóðs um 25.900.000 kr. Skv. sundurliðun (Deild 0010). Lagt er til að sveitarstjórn samþykki viðaukann sem hækkar áætlaðar skatttekjur fjárhagsáætlunar 2021 að upphæð 60.900.000 kr. Upphæð kemur til hækkunar á handbæru fé.

Viðauki 6:
Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 á málaflokk 04 Fræðslu-og uppeldismál að fjárhæð að upphæð 12.255.556 kr. skv. framlagðri sundurliðun. Lagt er til með að viðaukinn sé fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Viðauki 7: Eignfærð fjárfesting á árinu 2021

Óskað er eftir viðauka á fjárfestingaráætlun ársins 2021 sem skiptist svo:
Framkvæmdir við hafnargarð lækkað um 1.500.000 kr. (gert var ráð fyrir kostnaði við lagfæringar á fjárhagsáætlun 2022). Áætlun um fjárfestingu í hjólreiðarstíg hækkar úr 30.000.000 í 68.300.000 kr. Áætlun um styrki vegna fjármögnunar hjólastígs hækkar úr 0 kr. í 56.959.800 kr. Kostnaður vegna framkvæmda í Valsárskóla hækkar um 1.150.000 kr. Framkvæmdir á 1. hluta endurbóta leikskólalóðar hækka um 1.500.000 kr þar sem farið var í hluta af framkvæmdum 2. hluta. Framkvæmd vegna forstofu í leikskóla hækkar um 1.200.000 kr. Áætlaður kostnaður v. bygginga Bakkatúns 18 og 20 verði lækkaður úr 240.000.000 í 130.000.000. Mismunur byggingakostnaðar mun flytjast á árið 2022.

Lagt er til í viðaukanum að heildar fjárfesting verði lækkuð um 126.309.800 kr.

Viðauki 8: Söluverð seldrar rekstrarfjármuna hækkað.

Óskað er eftir viðauka á fjárhagsáætlun 2021 vegna söluverðs seldra rekstrarfjármuna að fjárhæð 39.829.871 kr. skv. framlagðri sundurliðun. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með hækkun á handbæru fé.

Viðauki 9: Lántaka

Óskað er eftir að lántaka á fjárhagsáætlun 2021 verði lækkuð úr 170.000.000 kr. í 100.000.000 kr. Lántaka kemur fram í lækkun á handbæru fé.

Viðauki 10:

Óskað er eftir viðauka vegna sölu fasteigna í Laugartúni 5 um 10.806.479 kr. Vegna mistaka á bókfærðu verðmæti fasteignar 2019 þegar íbúðir úr Laugartún 5-7 voru seldar er bókfært tap sölu síðustu íbúðar í Laugartún 5-7 10.806.479 kr. Upphæð kemur niður á rekstrarniðurstöðu en hefur ekki áhrif á handbært fé. Söluhagnaður var ofmetinn vegna sölu íbúða í sama húsi 2019.

Eftirtaldir viðaukar 5-10 við fjárhagsáætlun 2021 voru samþykktir samhljóða:

 

   

8.

Viðaukar - Fjárhagsáætlun 2022 - 2201004

 

Viðauki nr. 1 vegna ársins 2022 lagður fram til samþykktar

 

Lagður er fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022 fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

Lögð er fram beiðni um viðauka að fjárhæð 88.941.300 kr. við fjárfestingu í verkefni göngu og hjólreiðarstígs fyrir árið 2022. Fjármögnun viðaukans 88.941.300 kr. er styrkur frá Vegagerðinni.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðaukann.

 

   

9.

Göngu- og hjólastígur framkvæmd - 2109005

 

Farið yfir framkvæmd við 1. áfanga

 

Þórunn Sif Harðardóttir verkefnastjóri mætti undir þessum lið og kynnti stöðu framkvæmda við 1. áfanga göngu- og hjólastígs.

 

   

10.

Göngu- og hjólastígur áfangi 2 - 2201005

 

Göngu- og hjólastígur, áfangi 2

 

Sveitarstjóra falið að hefja undirbúning hönnunar göngu- og hjólastígs frá Vaðlaheiðargöngum að hreppsmörkum í Víkurskarði. Sveitarstjórn samþykkir að setja áfanga 2 (Vaðlaheiðargöng - Svalbarðseyri) og áfanga 3 (Svalbarðseyri - Víkurskarð) sem einn áfanga (Vaðlaheiðargöng - Víkurskarð). Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að framlengja ráðningu verkefnastjóra fram til 31. maí 2022.

 

   

11.

Innkaupareglur og innkaupastefna - 2201001

 

Endurnýjun á reglum vegna innkaupa og innkaupastefnu Svalbarðsstrandarhrepps

 

Lögð fram ný innkaupastefna Svalbarðsstrandarhrepps og nýjar innkaupareglur
Svalbarðsstrandarhrepps.

Sveitarstjórn samþykkir nýja innkaupastefnu og innkaupareglur fyrir Svalbarðsstrandarhrepp samhljóða.

 

   

12.

Samstarf 11 sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 - 2201003

 

Erindi frá N4 lagt fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að koma með nánari útlistun á kostnaði og fjölda sveitarfélaga sem vilja taka þátt í því með Svalbarðsstrandarhreppi að halda N4 á norðurlandi. Málinu frestað til næsta fundar.

 

   

13.

Trúnaðarmál - starfsmannamál - 2106010

 

Trúnaðarmál

 

Sveitarstjórn frestar málinu til næsta fundar.

 

   

17.

Bakkatún 19 - 2201006

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna. Úthlutun lóðar Bakkatún 19

 

Umsókn hefur borist frá Friðriki Svavarssyni kt. 210293-3299 og Steinunni Erlu Davíðsdóttur kt. 061293-3619 vegna lóðar á Bakkatúni 19.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatún 19 til umsækjenda:
Friðrik Svavarsson kt. 210293-3299 og Steinunn Erla Davíðsdóttir kt. 061293-3619.

 

   

14.

Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2021 - 2101006

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 32 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar SBE - 2108010

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar nr. 34 lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

16.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102002

 

Fundargerð nr. 904, fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45.