Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Meyjarhóll íbúðarlóð - 2111016  | 
|
| 
 Máni Guðmundsson og Hólmfríður Freysdóttir sækja um samþykki sveitarstjórnar fyrir byggingarreit fyrir einbýlishús á lóðinni Meyjarhóll 3.  | 
||
| 
 Máni Guðmundsson óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir einbýlishús á lóðinni Meyjarhóli 3. Erindinu fylgir uppdráttur unninn af Guðmundi Helga Gunnarssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2022-01-06.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Vaðlareitur L 152972 - 2110007  | 
|
| 
 Bréf landeigenda dagsett 12. desember lagt fram  | 
||
| 
 Sveitarstjórn tekur undir með landeigendum að lagfæra megi misræmi í skráningu landeignarinnar Vaðlareits L152972 t.a.m. með að skráð sé landspilda úr hverri jörð fyrir sig til samræmis við hnitsettan uppdrátt sem fyldi erindi eigenda Halllands, Veigastaða 1 og Veigastaða 2 til Þjóðskrár dags. 5. október 2021 og að samhliða því sé skráning landeignarinnar Vaðlareits L152972 felld niður. Nýja landspildan getur verið afmörkuð í heilu lagi eins og fyrrgreindur uppdráttur sýnir eða verið skipt niður í aðskildar landeignir með viðeigandi hnitsetningu. Samhliða skráningunni sé einnig afmörkuð landeign fyrir göngu- og hjólastíg gegnum svæðið sem sveitarfélagið hefur samið um við landeigendur.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Húsbygging við Bakkatún 2022 - 2201008  | 
|
| 
 Gengið hefur verið frá sölu íbúða í Bakkatúni 18a og 18b ásamt íbúðum í Bakkatúni 20a og 20b. Sveitarstjórn fjallar um næstu skref.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirbúa útboð vegna byggingu tveggja parhúsa í Tjarnartúni á lóðum Tjarnartún 8 og 10 í ljósi þess að allar íbúðir sem sveitarfélagið er með í byggingu eru seldar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 Gestir  | 
||
| 
 Björn Davíðsson - 15:00  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Bakkatún 18a - 2009007  | 
|
| 
 Leiðrétting á númeri íbúðar í Bakkatúni 18a og bókun á 77. fundi sveitarstjórnar vegna sölu fasteignar.  | 
||
| 
 Bókun sveitarstjórnar vegna máls nr. 2009001 á fundi nr. 77 er hér með leiðrétt og seld íbúð er Bakkatún 18A (102) með fastanúmer 251-1658. Fyrri bókun leiðréttist hér með og heiti máls lagfært.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Bakkatún 18b - 2201011  | 
|
| 
 Sala fasteigna  | 
||
| 
 Fyrir sveitarstjórn liggur tilboð í fasteignina Bakkatún 18b. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið. Áréttað er að seldur hluti er Bakkatún 18B (101) með fastanúmer 251-4520.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 Bakkatún 20b - 2201009  | 
|
| 
 Sala fasteigna  | 
||
| 
 Fyrir sveitarstjórn liggur tilboð í fasteignina Bakkatún 20b. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 Bakkatún 21 - 2009004  | 
|
| 
 Úthlutun lóðar: Bakkatún 21   | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatún 21 til umsækjenda: Ingunn Sigurrós Bragadóttir kt. 280169-5449 og Magnúsi Ragnari Kristjánssyni kt. 060667-4389.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 2021 undirbúningur göngu og hjólastígs - 2012015  | 
|
| 
 Farið yfir stöðu framkvæmda  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 Lóðir á Svalbarðseyri, hafnarsvæði - 2110005  | 
|
| 
 Lóðir á hafnarsvæðinu á Svalbarðseyri.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn ræðir ráðstöfun lóðanna Svalbarðseyrarvegur 17A og 17B en eigandi skúrs sem stendur á lóð 17B hefur lýst áhuga á að fá báðar lóðirnar til umráða.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 Farsældarfrumvarp - 2112003  | 
|
| 
 Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna kallar á innleiðingu nýrra verkferla og breyttar áherslur í þjónustu.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skila tillögum að útfærslum á innleiðingu nýrra laga.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 11.  | 
 Reglur um fjárhagsáætlunarferli Svalbarðsstrandarhrepps - 2201010  | 
|
| 
 Reglur um fjárhagsáætlunarferli Svalbarðsstrandarhrepps lagðar fram til samþykktar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 12.  | 
 Trúnaðarmál - starfsmannamál - 2106010  | 
|
| 
 Trúnaðarmál  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 15.  | 
 Fundargerðir stjórnar Norðurorku árið 2021 - 2101002  | 
|
| 
 Fundargerð stjórnr Norðurorku nr. 269 lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 13.  | 
 Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2022 - 2201007  | 
|
| 
 Fundargerð stjórnar SSNE nr. 33 lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 14.  | 
 Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013  | 
|
| 
 Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 905 lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45.