Sveitarstjórn

83. fundur 25. janúar 2022 kl. 14:00 - 17:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Meyjarhóll íbúðarlóð - 2111016

 

Máni Guðmundsson og Hólmfríður Freysdóttir sækja um samþykki sveitarstjórnar fyrir byggingarreit fyrir einbýlishús á lóðinni Meyjarhóll 3.

 

Máni Guðmundsson óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir einbýlishús á lóðinni Meyjarhóli 3. Erindinu fylgir uppdráttur unninn af Guðmundi Helga Gunnarssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2022-01-06.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

   

2.

Vaðlareitur L 152972 - 2110007

 

Bréf landeigenda dagsett 12. desember lagt fram

 

Sveitarstjórn tekur undir með landeigendum að lagfæra megi misræmi í skráningu landeignarinnar Vaðlareits L152972 t.a.m. með að skráð sé landspilda úr hverri jörð fyrir sig til samræmis við hnitsettan uppdrátt sem fyldi erindi eigenda Halllands, Veigastaða 1 og Veigastaða 2 til Þjóðskrár dags. 5. október 2021 og að samhliða því sé skráning landeignarinnar Vaðlareits L152972 felld niður. Nýja landspildan getur verið afmörkuð í heilu lagi eins og fyrrgreindur uppdráttur sýnir eða verið skipt niður í aðskildar landeignir með viðeigandi hnitsetningu. Samhliða skráningunni sé einnig afmörkuð landeign fyrir göngu- og hjólastíg gegnum svæðið sem sveitarfélagið hefur samið um við landeigendur.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með landeigendum. Afgreiðslu máls frestað.

 

   

3.

Húsbygging við Bakkatún 2022 - 2201008

 

Gengið hefur verið frá sölu íbúða í Bakkatúni 18a og 18b ásamt íbúðum í Bakkatúni 20a og 20b. Sveitarstjórn fjallar um næstu skref.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirbúa útboð vegna byggingu tveggja parhúsa í Tjarnartúni á lóðum Tjarnartún 8 og 10 í ljósi þess að allar íbúðir sem sveitarfélagið er með í byggingu eru seldar.

 

 

Gestir

 

Björn Davíðsson - 15:00

 

   

4.

Bakkatún 18a - 2009007

 

Leiðrétting á númeri íbúðar í Bakkatúni 18a og bókun á 77. fundi sveitarstjórnar vegna sölu fasteignar.

 

Bókun sveitarstjórnar vegna máls nr. 2009001 á fundi nr. 77 er hér með leiðrétt og seld íbúð er Bakkatún 18A (102) með fastanúmer 251-1658. Fyrri bókun leiðréttist hér með og heiti máls lagfært.

 

   

5.

Bakkatún 18b - 2201011

 

Sala fasteigna

 

Fyrir sveitarstjórn liggur tilboð í fasteignina Bakkatún 18b. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið. Áréttað er að seldur hluti er Bakkatún 18B (101) með fastanúmer 251-4520.

 

   

6.

Bakkatún 20b - 2201009

 

Sala fasteigna

 

Fyrir sveitarstjórn liggur tilboð í fasteignina Bakkatún 20b. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið.

 

   

7.

Bakkatún 21 - 2009004

 

Úthlutun lóðar: Bakkatún 21

Umsókn hefur borist frá Ingunni Sigurrós Bragadóttur kt. 280169-5449 og Magnúsi Ragnari Kristjánssyni kt. 060667-4389 vegna lóðar á Bakkatúni 21.

 

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatún 21 til umsækjenda: Ingunn Sigurrós Bragadóttir kt. 280169-5449 og Magnúsi Ragnari Kristjánssyni kt. 060667-4389.

 

   

8.

2021 undirbúningur göngu og hjólastígs - 2012015

 

Farið yfir stöðu framkvæmda

 

Lagt fram til kynningar

 

   

9.

Lóðir á Svalbarðseyri, hafnarsvæði - 2110005

 

Lóðir á hafnarsvæðinu á Svalbarðseyri.

 

Sveitarstjórn ræðir ráðstöfun lóðanna Svalbarðseyrarvegur 17A og 17B en eigandi skúrs sem stendur á lóð 17B hefur lýst áhuga á að fá báðar lóðirnar til umráða.
Sveitarstjórn ákveður að unnin skulu drög að breytingaruppdrætti fyrir deiliskipulag Svalbarðseyrar þar sem lóðirnar Svalbarðseyrarvegur 17A og 17B eru sameinaðar í eina lóð, flötur sem samkvæmt núverandi deiliskipulagi gengur til norðurs úr lóð 17B sé skilinn frá lóðinni og sameinaður gámasvæðinu og gámasvæðið stækkað til norðurs að mön við þvottaplanið. Málinu frestað að sinni en verður tekið aftur fyrir sveitarstjórn þegar drög að breytingaruppdrætti liggja fyrir.

 

   

10.

Farsældarfrumvarp - 2112003

 

Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna kallar á innleiðingu nýrra verkferla og breyttar áherslur í þjónustu.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skila tillögum að útfærslum á innleiðingu nýrra laga.

 

   

11.

Reglur um fjárhagsáætlunarferli Svalbarðsstrandarhrepps - 2201010

 

Reglur um fjárhagsáætlunarferli Svalbarðsstrandarhrepps lagðar fram til samþykktar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.

Trúnaðarmál - starfsmannamál - 2106010

 

Trúnaðarmál

 

   

15.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku árið 2021 - 2101002

 

Fundargerð stjórnr Norðurorku nr. 269 lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.

Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2022 - 2201007

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 33 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

14.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 905 lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45.