Sveitarstjórn

84. fundur 10. febrúar 2022 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • GesturJ. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags og byggingafulltrúí
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Smáratún 11 - 2201016

 

Lóðamörk Smáratúns 11

 

Verið er að vinna að teikningum og lóðamörkum Smáratúns 11.

Málinu frestað.

 

   

2.

Tjarnartún 12 - 2110011

 

Tjarnartún 12 deiliskipulagsbreyting

 

Hugrún Birna Bjarnadóttir og Kristján Axel Gunnarsson fara fram á breytingu á deiliskipulagi Valsárhverfis vegna einbýlishúss sem þau hyggjast reisa á lóðinni Tjarnartún 12. Húsið er 286,3 fm að stærð og nær 5,2 m út fyrir skilgreindan byggingarreit þar sem útskot er aftan á húsinu. Erindinu fylgja tillöguteikningar frá Verkís dags. 2022-02-01.

Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

 

   

3.

Leifshús CLT hús - 2202002

 

Leifshús íbúðarhús 2022
Stefán Tryggvason sækir um samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir einbýlishús á bújörðinni Leifshúsum. Erindinu fylgja uppdrættir frá Þóri Guðmundssyni dags. 2021-12-16.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

   

4.

Húsbygging við Bakkatún 2022 - 2201008

 

Á fundi nr 83 ákvað sveitarstjórn að hefja undirbúning byggingar parhúsa á lóðum við Tjarnartún 8 og 10.

 

Sveitarstjórn ákveður að falla frá hugmyndum um byggingu parhúsa á lóðum í Tjarnartúni 8 og 10 og felur sveitarstjóra að undirbúa útboð vegna byggingu parhúsa við Bakkatún.

 

   

5.

Bakkatún 11 - 2110004

 

Úthlutun lóðar: Lóðarhafar lóðar í Bakkatúni 11 óska eftir því af afsala sér lóðinni Bakkatún 11 og sækja um lóðina Tjarnartún 10.

 

Sveitarstjórn samþykkir að taka til baka lóðina Bakkatún 11 og jafnframt úthluta lóðinni Tjarnartúni 10 til umsækjenda: Gunnar Örn Arnarson kt.030281-4119 og Elísabet Sif Haraldsdóttir kt.030475-5189.

 

   

6.

Málefni fatlaðra - 2202003

 

Samningur við Akureyrarbæ

 

Samning frá árinu 2011 þarf að endurskoða og endurnýja. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að hefja undirbúning við endurskoðun og endurnýjun samnings.

 

   

7.

Götulýsing Borgartún - 2202004

 

Götulýsing í Borgartúni

 

Tilboð frá Eflu um götulýsingu í Borgartúni og Tjarnartúni lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

 

   

8.

Trúnaðarmál - starfsmannamál - 2106010

 

Trúnaðarmál

 

Bókað í trúnaðarbók.

 

   

9.

Áhaldahús Svalbarðsstrandarhrepps - 2109006

 

Starfsemi í Áhaldahúsi

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fer fram á umsögn sveitarstjórnar um byggingarleyfisumsókn sem borist hefur frá Guðmundi Emilssyni vegna áforma um innréttingu í húsnæði áhaldahússins við Svalbarðseyrarveg 8.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

   

10.

Forkaupsréttur Molta ehf. - 2202005

 

Samkvæmt 2.mgr. 7.gr. samþykkta Moltu ehf. á stjórn og eftir atvikum hluthafar félagsins forkaupsrétt á eignarhlut.

 

Sem hluthafi mun sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps ekki nýta sér forkaupsrétt sinn.

 

   

11.

Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2022 - 2201007

 

Fundargerð 34. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.