Sveitarstjórn

85. fundur 21. febrúar 2022 kl. 14:00 - 16:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Sigurður Halldórsson
Starfsmenn
  • Björg Erlingdóttir sveitarstjórn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Húsbygging við Bakkatún - 2005005

 

Vettvangsferð: Sveitarstjórn skoðar framkvæmdir við Bakkatún 18 og Bakkatún 20

 

Sveitarstjórn skoðaði Bakkatún 18 og 20. Stefnt er að afhendingu íbúða í júní 2022.

 

   

2.

Deiliskipulag Svalbarðseyri, Eyrin 2013 - 2006001

 

Eignarhald lands á Eyrinni, lóðir á landspildu 153007

 

Skrifað var undir samning við landeigendur á Svalbarði 26.05.2016 um kaup Svalbarðsstrandarhrepps á landsspildu Svalbarð lóð. Skipulags- og byggingafulltrúa falið að ganga frá skráningu lóða á réttan aðila.

 

   

3.

Húsnæðissjálfseignarstofnun sem þjónar sveitarfélögum á landsbyggðinni - 2202012

 

Boðað hefur verið til stofnfundar húsnæðissjálfseignastofnunar sem starfar að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfðborgarsvæðisins.

 

Sveitarstjórn samþykkir einróma að vera stofnaðili í húsnæðissjálfseignastofnun sem þjónar sveitarfélögum á landsbyggðinni..

 

   

4.

SSNE almenn mál og erindi - 2104012

 

Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa sveitarstjórnar í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu fjórðungsins.

 

Sveitarstjórn tilnefnir sveitarstjóra sem fulltrúa Svalbarðsstrandarhrepps í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu fjórðungsins.

 

   

5.

Göngu- og hjólastígur framkvæmd - 2109005

 

Farið yfir stöðu verkefnis

 

Farið yfir stöðu mála.

Vatni var hleypt á lagnir fyrir helgi og gert er ráð fyrir að fullt rennsli verði komið á vatnið í lok vikunnar.

Gert er ráð fyrir að undirlag og malbik verði sett á síðla sumars 2022. Fólki er frjálst að ganga eftir stígnum en þjónusta í kringum stíginn mun ekki hefjast fyrr en næsta vetur.

 

   

6.

Tjarnartún 8 - 2202006

 

Tjarnartún 8

 

Sveitarstjórn samþykkir tilboð Magna Harðarsonar kt. 051095-3899 og Elísabetar Baldursdóttur kt. 270498-4189 vegna lóðarinnar Tjarnartún 8 F2500648. Sala lóðarinnar fór fram í gegnum Fasteignasöluna Hvamm.

 

   

7.

Reglur um fjárhagsáætlunarferli Svalbarðsstrandarhrepps - 2201010

 

Reglur um fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps lagðar fram til samþykktar.

 

Sveitarstjórn samþykkir reglur um fjárhagsáætlunarferli Svalbarðsstrandarhrepps.

 

   

8.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 23 - 2202002F

 

Fundargerð Umhverfis- og atvinnumálanefndar nr. 23 lögð fram til samþykktar.

Sveitarstjórn samþykkir 23. fundargerð umhverfis- og atvinnumálanefndar.

Sveitarstjórn fagnar framtaki nefndarinnar með veitingu umhverfisviðurkenningar og óskar handhöfum til hamingju með viðurkenninguna.

 

8.1

2202009 - Umhverfisviðurkenning 2021

 

Samþykkt

 

8.2

2202010 - Umhverfisdagur 2022

 

Samþykkt

 

8.3

2108007 - Loftlagsstefna Svalbarðsstrandarhrepps

 

Samþykkt

 

   

9.

2022 Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands nr. 268 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

 

   

10.

Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2022 - 2201007

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 35 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

 

   

11.

2022 fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 270 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.