Sveitarstjórn

86. fundur 07. mars 2022 kl. 14:00 - 16:00 R
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björn Erlingsdóttir Sveitarstjóri
  • Þórunn Sif Harðardóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Þórunn Sif Harðardóttir verkefnastjóri

Dagskrá:

1.

Bakkatún 13 - 2203002

 

Umsókn um lóðina Bakkatún 13

 

Umsókn hefur borist frá Mislav Delic kt. 160487-4539 og Lelena Sinok kt. 280689-4599 vegna lóðar í Bakkatúni 13. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatún 13 til umsækjenda: Mislav Delic kt. 160487-4539 og Lelena Sinok kt. 280689-4599

 

   

2.

Vaðlabrekka 1 - beiðni um frávik frá deiliskipulagi - 2112008

 

Vaðlabrekka 1: grenndarkynning vegna óverulegrar deiliskipulagsbreytingar

 

Grenndarkynningu vegna óverulegrar deiliskipulagsbreytingar vegna einbýlishúss á lóðinni Vaðlabrekku 1 er lokið og bárust andmæli frá tveimur aðilum.
Sveitarstjórn frestar málinu til næsta fundar.

 

   

3.

Sólberg - Deiliskipulag 2021 - 2111003

 

Sólberg: kynning á nýju íbúðarsvæði ÍB26

 

Kynningartímabili aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir nýtt íbúðarsvæði (ÍB26) í landi Sólbergs lauk 14. febrúar sl. erindi frá Vegagerðinni barst á kynningartímabilinu en ekki frá öðrum aðilum.
Sveitarstjórn samþykkir að breyta vegtengingu á deiliskipulagstillögu í samræmi við athugasemd Vegagerðarinnar og að auglýsa aðal- og deiliskipulagstillögur skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Anna Karen vék af fundi undir þessum lið.

 

   

4.

Valsárskóli loftræsting - 2102011

 

Niðurstöður verðkönnunar lagðar fram

 

Tveir aðilar skiluðu kostnaðartölum, Blikkrás (79,8% kostnaðaráætlunar) og Blikk og tækniþjónustan (98,7% kostnaðaráætlunar).
Sveitarstjórn samþykkir tilboð Blikkrásar og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Blikkrás.
Sveitarstjórn þakkar þeim sem tóku þátt í verðkönnuninni fyrir þátttökuna.

 

   

5.

Húsbygging við Bakkatún 2022 - 2201008

 

Tillögur að húsbyggingu við Bakkatún lagðar fram til kynningar

 

Teikningar lagðar fram. Málinu frestað.

 

   

6.

Innrás Pútín í Úkraínu fordæmd - 2203003

 

Innrás Pútín, forseta Rússlands í Úkraínu fordæmd

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps fordæmir harðlega innrás Pútín, forseta Rússlands í Úkraínu og broti á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og lýsir sveitarfélagið sig reiðubúið til aðstoðar við móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að styðja hjálparsamtök með fjárframlagi að upphæð 1.000.000 krónur og skorar á önnur sveitarfélög að leggja þörfu verkefni lið.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga https://www.ccre.org/en/actualites/view/4268

 

   

7.

Göngu- og hjólastígur áfangi 2 - 2201005

 

Göngu- og hjólastígur frá Vaðlaheiðargöngum að hreppsmörkum

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 907 lögð fram til kynningar

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.

 

 

Gestur J. Jensson

 

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

 

Ólafur Rúnar Ólafsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

 

Björg Erlingsdóttir

Þórunn Sif Harðardóttir

 

Vigfús Björnsson