Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Kotabyggð 46 - 1907007  | 
|
| 
 Skráning frístundahúss sem heilsárshús  | 
||
| 
 Með vísan til markmiðs um þróun Kotabyggðar úr frístundabyggð í íbúðarbyggð í kafla 4.4.2. greinargerðar gildandi aðalskipulags samþykkir sveitarstjórn að fram fari breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 44. gr. sömu laga.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Tímabundið stöðuleyfi fyrir gáma vestan hússins að Halllandsnesi - 1407278  | 
|
| 
 Ósk um endurnýjun stöðuleyfis fyrir gáma í landi Halllandsnes. Afstaða sveitarstjórnar  | 
||
| 
 Sveitarstjórn frestar málinu og óskar eftir umsögn landeiganda aðliggjandi lands.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Umsókn um starfsleyfi ökutækjaleigu - 2203005  | 
|
| 
 Samgöngustofa óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna staðsetningar ökutækjaleigu að Þórsmörk 3  | 
||
| 
 Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og veitir jákvæða umsögn.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Losun ruslagáma og umhirða á gámasvæði í Kotabyggð. - 1106013  | 
|
| 
 Fyrirspurn sumarhúsaeiganda í Heiðarbyggð um fyrirkomulag sorphirðu  | 
||
| 
 Sorphirðumál í frístundabyggðum Svalbarðsstrandarhrepps rædd af sveitarstjórn. Eigendum frístundahúsa stendur til boða aðgangur að gámasvæði á Svalbarðseyri þar sem bæði eru grenndarstöðvar og fjöldi annarra flokkunarmöguleika. Hægt er að sækja um aðgang að gámasvæðinu á heimasíða Svalbarðsstrandarhrepps og auk þess nálgast fræðsluefni um flokkun og sorphirðu sveitarfélagsins.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Göngustígur milli Smáratúns og Laugartúns - 2203004  | 
|
| 
 Teikningar göngu- og hjólastígs milli Smáratúns og Laugartúns lagðar fram  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna að kostnaðaráætlun.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 2022 Vinnuskóli - 2203007  | 
|
| 
 Búið er ganga frá ráðningu flokksstjóra og flokksstjórar síðasta árs halda áfram. Á næstu dögum verður auglýst eftir starfsfólki á heimasíðu sveitarfélagsins.  | 
||
| 
 Málinu frestað til næsta fundar  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 Kosning í nefndir Svalbarðsstrandarhrepps - 2104010  | 
|
| 
 Varanleg breyting á skipan umhverfis- og atvinnumálanefndar.  | 
||
| 
 Vegna brottflutnings aðalmanns í umhverfis- og atvinnumálanefnd, Hilmars Dúa Björgvinssonar tekur fyrsti varamaður, Eva Sandra Bentsdóttir fast sæti í nefndinni. Áður hafði nefndarmaður óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum nefndarinnar.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 Innrás Pútín í Úkraínu fordæmd - 2203003  | 
|
| 
 Á fundi nr. 86 ákvað sveitarstjórn að styðja hjálparsamtök um 1.000.000 krónur.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2022 vegna stuðnings við hjálparsamtök, tengt innrás Rússa í Úkraínu.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - 1809014  | 
|
| 
 Tillaga að breytingu á starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar lögð fram til samþykkar. Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar verði uppfærðar þannig að í stað tveggja manna eigi hvert sveitarfélag einn mann í nefndinni. Laun formanns verði hálf laun formanns í stórri nefnd / ráði hjá Akureyarbæ.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir tillöguna.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 Vaðlabrekka 1 - beiðni um frávik frá deiliskipulagi - 2112008  | 
|
| 
 Málinu var frestað á 86. fundi sveitarstjórnar.  | 
||
| 
 Á grenndarkynningartímabilinu bárust erindi frá lóðarhafa lóðanna Vaðlabrekku 2 og 4, sem andmælti mikilli hækkun á húsinu, og lóðarhafa Vaðlabrekku 3, sem fór fram á að sambærilegt frávik frá deiliskipulagi væri heimilað á sinni lóð.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 11.  | 
 Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Fundargerðir - 2105001  | 
|
| 
 Fundargerð 8. fundar svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 12.  | 
 2022 fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007  | 
|
| 
 Fundargerð frá 271. fundi stjórnar Norðurorku, lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 13.  | 
 2022 fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006  | 
|
| 
 Fundargerð 36. afgreiðslufundar Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar (SBE) lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 14.  | 
 Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2022 - 2201007  | 
|
| 
 36. fundargerð stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.   | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.