Sveitarstjórn

87. fundur 22. mars 2022 kl. 15:00 - 17:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Siguðrur Halldórsson
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Kotabyggð 46 - 1907007

 

Skráning frístundahúss sem heilsárshús

 

Með vísan til markmiðs um þróun Kotabyggðar úr frístundabyggð í íbúðarbyggð í kafla 4.4.2. greinargerðar gildandi aðalskipulags samþykkir sveitarstjórn að fram fari breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 44. gr. sömu laga.

 

   

2.

Tímabundið stöðuleyfi fyrir gáma vestan hússins að Halllandsnesi - 1407278

 

Ósk um endurnýjun stöðuleyfis fyrir gáma í landi Halllandsnes. Afstaða sveitarstjórnar

 

Sveitarstjórn frestar málinu og óskar eftir umsögn landeiganda aðliggjandi lands.

 

   

3.

Umsókn um starfsleyfi ökutækjaleigu - 2203005

 

Samgöngustofa óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna staðsetningar ökutækjaleigu að Þórsmörk 3

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og veitir jákvæða umsögn.

 

   

4.

Losun ruslagáma og umhirða á gámasvæði í Kotabyggð. - 1106013

 

Fyrirspurn sumarhúsaeiganda í Heiðarbyggð um fyrirkomulag sorphirðu

 

Sorphirðumál í frístundabyggðum Svalbarðsstrandarhrepps rædd af sveitarstjórn. Eigendum frístundahúsa stendur til boða aðgangur að gámasvæði á Svalbarðseyri þar sem bæði eru grenndarstöðvar og fjöldi annarra flokkunarmöguleika. Hægt er að sækja um aðgang að gámasvæðinu á heimasíða Svalbarðsstrandarhrepps og auk þess nálgast fræðsluefni um flokkun og sorphirðu sveitarfélagsins.

 

   

5.

Göngustígur milli Smáratúns og Laugartúns - 2203004

 

Teikningar göngu- og hjólastígs milli Smáratúns og Laugartúns lagðar fram

 

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna að kostnaðaráætlun.

 

   

6.

2022 Vinnuskóli - 2203007

 

Búið er ganga frá ráðningu flokksstjóra og flokksstjórar síðasta árs halda áfram. Á næstu dögum verður auglýst eftir starfsfólki á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Málinu frestað til næsta fundar

 

   

7.

Kosning í nefndir Svalbarðsstrandarhrepps - 2104010

 

Varanleg breyting á skipan umhverfis- og atvinnumálanefndar.

 

Vegna brottflutnings aðalmanns í umhverfis- og atvinnumálanefnd, Hilmars Dúa Björgvinssonar tekur fyrsti varamaður, Eva Sandra Bentsdóttir fast sæti í nefndinni. Áður hafði nefndarmaður óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum nefndarinnar.
Umhverfis- og atvinnumálanefnd skipa:
Elísabet Ásgrímsdóttir (formaður)
Harpa Barkardóttir
Eva Sandra Bentsdóttir
Varamenn
1. Guðmundur Emilsson
2. Jakob Björnsson

 

   

8.

Innrás Pútín í Úkraínu fordæmd - 2203003

 

Á fundi nr. 86 ákvað sveitarstjórn að styðja hjálparsamtök um 1.000.000 krónur.

 

Sveitarstjórn samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2022 vegna stuðnings við hjálparsamtök, tengt innrás Rússa í Úkraínu.

Viðaukinn er upp á 1.000.000 kr. og er fjármagnaður af handbæru fé. Viðaukinn skiptist jafnt á milli SOS barnaþorpa og söfnun Ljósmæðrafélags Íslands.

 

   

9.

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - 1809014

 

Tillaga að breytingu á starfsreglum svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar lögð fram til samþykkar. Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar verði uppfærðar þannig að í stað tveggja manna eigi hvert sveitarfélag einn mann í nefndinni. Laun formanns verði hálf laun formanns í stórri nefnd / ráði hjá Akureyarbæ.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir tillöguna.

 

   

10.

Vaðlabrekka 1 - beiðni um frávik frá deiliskipulagi - 2112008

 

Málinu var frestað á 86. fundi sveitarstjórnar.

 

Á grenndarkynningartímabilinu bárust erindi frá lóðarhafa lóðanna Vaðlabrekku 2 og 4, sem andmælti mikilli hækkun á húsinu, og lóðarhafa Vaðlabrekku 3, sem fór fram á að sambærilegt frávik frá deiliskipulagi væri heimilað á sinni lóð.
Sveitarstjórn bendir á að í erindi málshefjenda felist að hæsti punktur þakvirkis einbýlishúss á lóðinni Vaðlabrekku 1 sé 1,5 m hærri en heimilt er skv. gildandi deiliskipulagi, eða að hæsti punktur á þakvirki verði í 91,5 m hæð yfir sjávarmáli í stað 90,0 m.y.s.. Sveitarstjórn telur að það sé sá þáttur framkvæmdarinnar, fremur en hækkun gólfkóta úr 84,0 m.y.s. í 87,0 m.y.s. sem hafi mest áhrif á hagsmuni nágrannalóða. Sveitarstjórn telur að með að heimila að hæsti punktur á þakvirki sé í 91,0 m.y.s. séu neikvæð áhrif á útsýni frá öðrum lóðum óveruleg.
Sveitarstjórn hefur skilning á sjónarmiðum lóðarhafa Vaðlabrekku 3 varðandi það að sambærilegt útfærsla verði heimiluð á lóð þeirra en bendir á að sækja þurfi um slíkt frávik á sambærilegan hátt og gert hefur verið vegna Vaðlabrekku 1.

 

   

11.

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Fundargerðir - 2105001

 

Fundargerð 8. fundar svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

Bókanir tengdar Svalbarðsstrandarhreppi voru eftirfarandi.

4.Sólberg, Svalbarðsstrandarhreppi - skipulagslýsing vegna aðal-og deiliskipulags íbúðabyggðar.

Lagt fram til kynningar og umræðu, Bókun: Engar athugasemdir við skipulagslýsinguna að hálfu svæðisskipulagsnefndar.

 

   

12.

2022 fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð frá 271. fundi stjórnar Norðurorku, lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.

2022 fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð 36. afgreiðslufundar Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar (SBE) lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar

Eftirfarandi mál voru afgreidd tengd Svalbarðsstrandarhreppi.

3. Hallland 5 - Breytingar á mjaltabási 2022 - 2203004

Félagsbúið Halllandi ehf. 630608-1120, Halllandi Svalbarðsstrandarhreppi 606 Akureyri, tilkynnir um breytingu á mjólkurhúsi (mhl. 06) í Halllandi 5 (F2508366) sem felst í að kvistur er byggður á austurvegg og nýjar dyr útbúnar. Erindinu fylgja uppdrættir frá Guðmundi Gunnarssyni verkfræðingi dags. 2022-01-06.

Lagt fram til kynningar.

4. Svalbarðseyrarvegur 8 - Hárgreiðslustofa 2022 - 2201003

Guðmundur Emilsson, kt. 031178-3559, Sveinbjarnargerði 2A Svalbarðsstrandarhreppi 606 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar húsæðis þar sem innrétta á hárgreiðsustofu í húsnæði sem hýst hefur áhaldahús hreppsins að Svalbarseyrarvegi 8. Erindinu fylgja uppdrættir frá Emil Guðmundssyni dags. X.

Skipulags og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5. Hallland 16 - Einbýlishús 2022 - 2201005

Jóhanna Ester Guðmundsdóttir kt. 161089-2499, Húsabrekku Svalbarðsstrandarhreppi 606 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 223,5 fm einbýlishúss á lóðinni Hallland 16, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Ástríði Birnu Árnadóttur dags. 2022-02-22.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6. Leifshús - Íbúðarhús 2022 - 2201007

Stefán Tryggvason, kt. 150457-3359, Þórisstöðum Svalbarðsstrandarhreppi, 606

Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 102,4 fm einbýlishúss í Leifshúsum, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Þóri Guðmundssyni dags. 2021-12-16.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

14.

Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2022 - 2201007

 

36. fundargerð stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

Fulltrúar Svalbarðsstrandarhrepps á Ársþingi SSNE eru Anna Karen Úlfarsdóttir, varaoddviti, og Árný Þóra Ágústsdóttir.

Anna Karen Úlfarsdóttir fer með kjörbréf fyrir hönd Svalbarðsstrandarhrepps.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.