Sveitarstjórn

88. fundur 04. apríl 2022 kl. 14:00 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Sigurður Halldórsson
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

 

Dagskrá:

2.

Tímabundið stöðuleyfi fyrir gáma vestan hússins að Halllandsnesi - 1407278

 

Óskað er eftir endurnýjun stöðuleyfis fyrir gáma í landi Halllandsness. Sveitarsjórn frestaði málinu á 87. fundi og óskaði eftir umsögn landeiganda aðliggjandi lands.

 

Sveitarstjórn frestar málinu til næsta fundar.

 

   

3.

Umhverfi Áhaldahúss og bryggjusvæðis - 2005014

 

Farið yfir aðbúnað Vinnuskóla í Áhaldahúsi og tiltekt í umhverfi Áhaldahúss.

 

Skrifstofustjóra og yfirmanni fasteigna falið að setja upp drög að fjárhagsáætlun vegna endurbóta aðstöðu vinnuskóla.

 

   

4.

Gámasvæði og leiga fyrir gáma - 2110001

 

Farið yfir framkvæmd samnings

 

Málinu frestað til næsta fundar.

 

   

5.

Hringrásarhagkerfið - 2203013

 

Lagt fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

Barnaverndarlög - 2203014

 

Innleiðing barnaverndarlaga og frestun á gildistöku þeirra

 

Þann 13. júní sl. samþykkti Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem fela í sér grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Með breytingunni voru barnaverndarnefndir lagðar niður í núverandi mynd og meginábyrgð daglegrar þjónustu barnaverndar falin barnaverndarþjónustu. Þá gera lögin ráð fyrir að settar verði á fót nýjar stjórnsýslunefndir, umdæmisráð barnaverndar, sem fara með úrskurðarvald í ákveðnum barnaverndarnefndum á vettvangi sveitarfélaganna.

Samþykkt hefur verið að fresta gildistöku ákvæða sem snúa að barnaverndarþjónustu og umdæmisráði. Starfandi barnaverndarnefndir haldi umboði sínu þar til breytingarnar taka gildi, án þess að skipa þurfi nýjar nefndir að loknum sveitarstjórnarkosningum til tiltölulega skamms tíma. Einnig þarf þó að gera ráð fyrir því að félagsmála/velferðarnefndir sem skipaðar verða eftir sveitarstjórnarkosningar og fara jafnframt með verkefni barnaverndarmála hafi heimildir til að sinna barnaverndarhlutverki sínu þar til lagabreytingin tekur gildi.

 

   

7.

Styrkbeiðni til að tryggja rekstrargrundvöll Íslandsdeildar Transparency International - 2203015

 

Beiðni Íslandsdeildar Transparency International um styrk til að tryggja rekstrargrundvöll félagsins lögð fram

 

Sveitarstjórn þakkar innsent erindi en hafnar styrkbeiðni.

 

   

8.

Stjórnsýsluskoðun Svalbarðsstrandarhrepps - 1903010

 

Stjórnsýsluúttekt KPMG fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.
Athugasemdum fækkar milli ára sem og brugðist hefur verið við öllum athugasemdum skýrslunnar. Sveitarstjórn hrósar starfsmönnum sveitarstjórnarskrifstofu fyrir vel unnin störf.

 

   

10.

2022 Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð stjórnar Hafnasamlags nr. 269 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.

2022 fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 272 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

1.

Geldingsárhlíð - 2106009

 

Deiliskipulag Geldingsárhlíðar, erindi sem bárust á auglýsingatímabili lögð fram.

 

Auglýsingartímabili deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í landi Geldingsár lauk 2. mars sl. og bárust þrjú erindi vegna málsins. Sveitarstjór fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer:

1.erindi, sendandi Minjastofnun
Sendandi minnir á ákvæði laga um menningarminjar þess efnis að stöðva skuli framkvæmdir og gera stofnuninni viðvart ef ókunnar minjar finnast við framkvæmdina.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til breytingar á auglýstri skipulagstillögu.

2.erindi, sendandi Vegagerðin
Athugasemd a) Sendandi gerir athugasemd við vegtengingu lóða 4 og 5 m.t.t. umferðaröryggis.
Sveitarstjórn samþykkir að skilmála þess efnis, að við veitingu framkvæmdarleyfis skuli útfæra vegtengingu lóða 4 og 5 í samráði við Vegagerðina og skuli bætt við greinargerð deiliskipulagsins.
Athugasemd b) Sendandi gerir athugasemd við staðsetningu aðkomu að lóð nr. 2.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að aðkoma að lóð 2 stenst ekki beint á við veg að Geldingsá og því sé ekki um krossvegamót að ræða heldur frekar hliðruð T-vegamót. Sveitarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúi fundi með Vegagerðinni til að sammælast um nákvæma útfærslu vegtengingar að lóð nr. 2.
Athugasemd c) Sendandi gerir athugasemdi við vegtengingu lóðar nr. 1.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúi fundi með Vegagerðinni til að sammælast um nákvæma útfærslu vegtengingar að lóð nr. 1.
Athugasemd d) Sendandi gerir athugasemd við að veghelgunarsvæði Árholtsvegar sé ekki sýnt að öllu leyti á skipualgsuppdrætti.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn samþykkir að veghelgunarsvæði sé fært inn á skipulagsuppdrátt í samræmi við athugasemd sendanda.

3.erindi, sendandi Norðurorka
Sendandi bendir á að byggingarreitir og götur skv. skipulagstillögu skarist í nokkrum tilteknum tilvikum við stofnlagnir heits og kalds vatns sem um svæðið liggja og tekur fram að ekki sé hægt að fallast á þetta nema að því skilyrtu að framkvæmdaraðili beri allan kostnað af breytingum sem gera þarf á stofnlögnunum vegna mannvirkjagerðar á svæðinu.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn telur að fyrirvari sem fyrir hendi er í greinargerð deiliskipulags sé fullnægjandi í þessu tilliti og telur athugsemd sendanda ekki gefa tilefni til breytingar á auglýstri skipulagstillögu.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýstri skipulagstillögu skuli breytt í samræmi við afgreiðslu á athugasemdum 2a, 2b, 2c og 2d. Sveitarstjórn samþykkir svo breytta skipualgstillögu skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulagsins.

 

   

9.

Skólanefnd - 21 - 2203003F

 

Fundargerð skólanefndar nr. 23 lögð fram til staðfestingar

Sveitarstjórn samþykkir fundargerð sveitarstjórnar.

 

9.1

2004013 - Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar

   
 

9.2

2203011 - Skólanefnd, lög og reglur um starfsemi skólanefndar

   
 

9.3

2104002 - Innra mat - Valsárskóli

   
 

9.4

2111014 - Starfsmannamál 2022

   
 

9.5

2203009 - Álfaborg útisvæði 2. áfangi

   

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.