Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Ársreikningur Svalbarðsstrandahrepps 2021 - 2204007  | 
|
| 
 Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2021 lagður fram til samþykktar. Fyrri umræða  | 
||
| 
 Á fundinn mætti Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi frá KPMG og fór yfir reikninginn.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Kjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps - 2204008  | 
|
| 
 Framboðsfrestur til sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí 2022 rann út sunnudaginn 10. apríl 2022.  | 
||
| 
 Tveimur framboðslistum var skilað til kjörstjórnar fyrir tilskilinn frest. Samkvæmt kosningalögum, 18. gr. nr. 112/2021 urðu tveir af þremur aðalmönnum kjörstjórnar vanhæfir og þrír af þremur varamönnum kjörstjórnar. Sveitarstjórn samþykkti með tölvupósti tilnefningu kjörstjórnar um að aðalmenn í kjörstjórn yrðu:   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Frístundasvæði í landi Meyjarhóls og Halllands - 2204004  | 
|
| 
 Ósk um breyting á aðalskipulagi vegna afmörkunar á nýjum íbúðarsvæðum í landi jarðarinnar Halllands og nýjum íbúðar- og frístundasvæði í landi jarðarinnar Meyjarhóls.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn frestar málinu og óskar eftir greinilegri gögnum frá umsækjanda og felur sveitarstjóra að ræða við umsækjanda og útlista nánari kröfur sveitarstjórnar um frekari gögn. Jafnframt felur hún skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna frá Norðurorku og Vegagerðinni um aðalskipulagsbreytinguna.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Rekstrarleyfi Halllandsnes - 2204001  | 
|
| 
 Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn Svalbarðsstrandahrepps vegna rekstrarleyfis gististaðar á Halllandsnesi  | 
||
| 
 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Smáratún 3 gisting - 2204003  | 
|
| 
 Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi  | 
||
| 
 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 Réttarhvammur - 2204005  | 
|
| 
 Ósk Veigastaða ehf. um stofnun lóðar í landi Veigastaða 1M (landnúmer 211135)  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir skráningu lóðar samkvæmt hnitsettu lóðarblaði. Sveitarstjórn vísar umsókn um byggingarreit í grenndarkynningu á grundvelli 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því skriflega yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin sem um ræðir. Ef ekki koma fram andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 Starfsmannamál - 2204011  | 
|
| 
 Trúnaðarmál - fært í trúnaðarbók  | 
||
| 
 Fært í trúnaðarbók.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 Hallland - breyting á götuheiti - 2204013  | 
|
| 
 Óskað er eftir breytingu á götuheiti úr Hallland í Hulduheimar  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir einróma.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 Göngu- og hjólastígur áfangi 2 - 2201005  | 
|
| 
 Farið yfir verkefnið og næstu skref  | 
||
| 
 Hönnun er hafin á legu stígs frá Vaðlaheiðargöngum og að hreppsmörkum við Garðsvík. Gert er ráð fyrir að yfirstandandi framkvæmdir í Vaðlareit og áfangi tvö verði kynntar á Umhverfisviku þann 19. maí næstkomandi.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 Göngustígur milli Smáratúns og Laugartúns - 2203004  | 
|
| 
 Magntölur og kostnaðaráætlun vegna stígagerðar milli Smáratúns og Laugartúns lagðar fram  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að hefja gerð göngu- og hjólastígs milli Laugartúns og Smáratúns. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita verðtilboða í verkið.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 11.  | 
 Staða fjármála 2022 - 2204012  | 
|
| 
 Staða fjármála eftir fyrsta ársfjórðung.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 12.  | 
 2022 Vinnuskóli - 2203007  | 
|
| 
 Launakjör starfsmanna vinnuskóla lögð fram til samþykktar  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi tillögu umhverfisnefndar.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 13.  | 
 Gatnagerð á Svalbarðseyri 2022 - 2204014  | 
|
| 
 Magntölur og verkáætlun vegna malbikunar gatna í Valsárhverfi lögð fram  | 
||
| 
 Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita eftir tilboðum í malbikun Borgartúns, Tjarnartúns og Bakkatúns.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 14.  | 
 Sjóvarnargarður á Svalbarðseyri - 2109004  | 
|
| 
 Framkvæmdir við lagfæringu og lengingu sjóvarnargarðs á Svalbarðseyri  | 
||
| 
 Vegna óviðráðanlegra aðstæðna varð frestun á afhendingu efnis, sem olli því að vinna við sjóvarnargarð hefur tafist. Vinna mun hefjast í vikunni og búist er við að henni ljúki fyrir miðjan maí.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 15.  | 
 Sorpmál í Svalbarðsstrandarhreppi - 1407215  | 
|
| 
 Umhverfis- og atvinnumálanefnd vísaði málinu til sveitarstjórnar  | 
||
| 
 Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og umsjónarmanni fasteigna að skila fjárhagsáætlun um framkvæmdir á gámasvæði. Sveitarstjóra er falið hefja samtal við félög húseigenda í Vaðlabyggð, Heiðarbyggð og Kotabyggð um breytt fyrirkomulag.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 16.  | 
 Römpum upp Ísland - 2204015  | 
|
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 17.  | 
 Flugklasinn 66N - 1407092  | 
|
| 
 Lagt fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 18.  | 
 Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir 2022 - 2204002  | 
|
| 
 Fundur skólanefndar nr. 139  | 
||
| 
 Fundargerð lögð fram til kynningar.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 20.  | 
 Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 24 - 2204002F  | 
|
| 
 Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.  | 
||
| 
 20.1  | 
 2203007 - 2022 Vinnuskóli  | 
|
| 
 20.2  | 
 2202010 - Umhverfisdagur 2022  | 
|
| 
 20.3  | 
 2108007 - Loftlagsstefna Svalbarðsstrandarhrepps  | 
|
| 
 20.4  | 
 1610103 - Gámasvæðið og umgengni um það  | 
|
| 
 20.5  | 
 2204009 - Verkefni sumarsins 2022 - opin svæði  | 
|
| 
 20.6  | 
 2005002 - Matjurtargarðar til leigu að sumri  | 
|
| 
 20.7  | 
 1905010 - Hundagerði á Svalbarðseyri  | 
|
| 
 20.8  | 
 2201005 - Göngu- og hjólastígur áfangi 2  | 
|
| 
 20.9  | 
 2204010 - Umhverfis- og atvinnumál í lok tímabils  | 
|
| 
 
  | 
||
| 
 19.  | 
 2022 Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008  | 
|
| 
 Fundargerð stjórnar Hafnasamlag Norðurlands nr. 270 lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40.