Sveitarstjórn

89. fundur 26. apríl 2022 kl. 14:00 - 17:40 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur j. Jensson oddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Elísabet Ásgrímsdóttir
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Sigurður Halldórsson
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Ársreikningur Svalbarðsstrandahrepps 2021 - 2204007

 

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2021 lagður fram til samþykktar. Fyrri umræða

 

Á fundinn mætti Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi frá KPMG og fór yfir reikninginn.

Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til seinni umræðu.

 

   

2.

Kjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps - 2204008

 

Framboðsfrestur til sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí 2022 rann út sunnudaginn 10. apríl 2022.

 

Tveimur framboðslistum var skilað til kjörstjórnar fyrir tilskilinn frest. Samkvæmt kosningalögum, 18. gr. nr. 112/2021 urðu tveir af þremur aðalmönnum kjörstjórnar vanhæfir og þrír af þremur varamönnum kjörstjórnar. Sveitarstjórn samþykkti með tölvupósti tilnefningu kjörstjórnar um að aðalmenn í kjörstjórn yrðu:

Árni Geirhjörtur Jónsson formaður
Starri Heiðmarsson
Bryndís Hafþórsdóttir

og varamenn í kjörstjórn yrðu:

Eiríkur Haukur Hauksson
Þóra Hjaltadóttir
Heiðdís Lóa Ben Pálsdóttir

Kjörskrá hefur nú verið yfirfarin og staðfest af sveitarstjóra og oddvita og hún verið lögð fram. Hún verður opin til skoðunar á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps fram að kosningadegi, 14. maí 2022.

Upplýsingar um framkvæmd kosninga er að finna á kosningar.is, á erlendum tungumálum á mcc.is og heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps.

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hvetur Alþingi til að yfirfara og breyta nú þegar ákvæðum um hæfi kjörstjórnarmanna í kosningalögum, þannig að öllum vafa um framkvæmd og lögmæti sveitarstjórnarkosninga sé eytt.


 

   

3.

Frístundasvæði í landi Meyjarhóls og Halllands - 2204004

 

Ósk um breyting á aðalskipulagi vegna afmörkunar á nýjum íbúðarsvæðum í landi jarðarinnar Halllands og nýjum íbúðar- og frístundasvæði í landi jarðarinnar Meyjarhóls.

 

Sveitarstjórn frestar málinu og óskar eftir greinilegri gögnum frá umsækjanda og felur sveitarstjóra að ræða við umsækjanda og útlista nánari kröfur sveitarstjórnar um frekari gögn. Jafnframt felur hún skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna frá Norðurorku og Vegagerðinni um aðalskipulagsbreytinguna.

 

   

4.

Rekstrarleyfi Halllandsnes - 2204001

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn Svalbarðsstrandahrepps vegna rekstrarleyfis gististaðar á Halllandsnesi

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

 

   

5.

Smáratún 3 gisting - 2204003

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

 

   

6.

Réttarhvammur - 2204005

 

Ósk Veigastaða ehf. um stofnun lóðar í landi Veigastaða 1M (landnúmer 211135)

 

Sveitarstjórn samþykkir skráningu lóðar samkvæmt hnitsettu lóðarblaði. Sveitarstjórn vísar umsókn um byggingarreit í grenndarkynningu á grundvelli 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabil ef allir hagsmunaaðilar lýsa því skriflega yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin sem um ræðir. Ef ekki koma fram andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.

 

   

7.

Starfsmannamál - 2204011

 

Trúnaðarmál - fært í trúnaðarbók

 

Fært í trúnaðarbók.

 

   

8.

Hallland - breyting á götuheiti - 2204013

 

Óskað er eftir breytingu á götuheiti úr Hallland í Hulduheimar

 

Sveitarstjórn samþykkir einróma.

 

   

9.

Göngu- og hjólastígur áfangi 2 - 2201005

 

Farið yfir verkefnið og næstu skref

 

Hönnun er hafin á legu stígs frá Vaðlaheiðargöngum og að hreppsmörkum við Garðsvík. Gert er ráð fyrir að yfirstandandi framkvæmdir í Vaðlareit og áfangi tvö verði kynntar á Umhverfisviku þann 19. maí næstkomandi.
Vegagerðin hefur samþykkt að styrkja lagningu göngu- og hjólastígs frá Vaðlaheiðargöngum að Garðsvík í síðasta lagi árið 2026-2027. Jafnframt hefur Vegagerðin samþykkti að fresta lokagreiðslu styrks vegna lagningar malbiks á göngu-og hjólastígs í Vaðlareit til 2023 ef þess þarf.

 

   

10.

Göngustígur milli Smáratúns og Laugartúns - 2203004

 

Magntölur og kostnaðaráætlun vegna stígagerðar milli Smáratúns og Laugartúns lagðar fram

 

Sveitarstjórn samþykkir að hefja gerð göngu- og hjólastígs milli Laugartúns og Smáratúns. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita verðtilboða í verkið.

 

   

11.

Staða fjármála 2022 - 2204012

 

Staða fjármála eftir fyrsta ársfjórðung.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.

2022 Vinnuskóli - 2203007

 

Launakjör starfsmanna vinnuskóla lögð fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi tillögu umhverfisnefndar.

Hlutfall af launafl. 117 og Laun með orl.

7. bekkur 27.5% 760 kr.
8. bekkur 40.0% 1.106 kr.
9. bekkur 52.5% 1.451 kr.
10. bekkur 65.0% 1.796 kr.

 

   

13.

Gatnagerð á Svalbarðseyri 2022 - 2204014

 

Magntölur og verkáætlun vegna malbikunar gatna í Valsárhverfi lögð fram

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita eftir tilboðum í malbikun Borgartúns, Tjarnartúns og Bakkatúns.

Málinu frestað til næsta fundar.

 

   

14.

Sjóvarnargarður á Svalbarðseyri - 2109004

 

Framkvæmdir við lagfæringu og lengingu sjóvarnargarðs á Svalbarðseyri

 

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna varð frestun á afhendingu efnis, sem olli því að vinna við sjóvarnargarð hefur tafist. Vinna mun hefjast í vikunni og búist er við að henni ljúki fyrir miðjan maí.

Bátalagið verður áfram til staðar og tryggt að gott aðgengi verði einnig að fjörunni.

 

   

15.

Sorpmál í Svalbarðsstrandarhreppi - 1407215

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd vísaði málinu til sveitarstjórnar

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og umsjónarmanni fasteigna að skila fjárhagsáætlun um framkvæmdir á gámasvæði. Sveitarstjóra er falið hefja samtal við félög húseigenda í Vaðlabyggð, Heiðarbyggð og Kotabyggð um breytt fyrirkomulag.

 

   

16.

Römpum upp Ísland - 2204015

 

Lagt fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

 

   

17.

Flugklasinn 66N - 1407092

 

Lagt fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

18.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir 2022 - 2204002

 

Fundur skólanefndar nr. 139

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Sveitarstjórn staðfestir skóladagatal TE fyrir skólaárið 2022-2023.

 

   

20.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 24 - 2204002F

 

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

 

20.1

2203007 - 2022 Vinnuskóli

   
 

20.2

2202010 - Umhverfisdagur 2022

   
 

20.3

2108007 - Loftlagsstefna Svalbarðsstrandarhrepps

   
 

20.4

1610103 - Gámasvæðið og umgengni um það

   
 

20.5

2204009 - Verkefni sumarsins 2022 - opin svæði

   
 

20.6

2005002 - Matjurtargarðar til leigu að sumri

   
 

20.7

1905010 - Hundagerði á Svalbarðseyri

   
 

20.8

2201005 - Göngu- og hjólastígur áfangi 2

   
 

20.9

2204010 - Umhverfis- og atvinnumál í lok tímabils

   

 

   

19.

2022 Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð stjórnar Hafnasamlag Norðurlands nr. 270 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40.