Sveitarstjórn

90. fundur 09. maí 2022 kl. 14:00 - 17:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson Oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Tímabundið stöðuleyfi fyrir gáma vestan hússins að Halllandsnesi - 1407278

 

Óskað er eftir endurnýjun stöðuleyfis fyrir gáma í landi Halllandsness. Sveitarstjórn frestaði málinu á 87. og á 88. fundi og óskaði eftir umsögn landeigenda aðliggjandi lands.

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Nesbygg ehf. þar sem óskað er eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni Halllandsnes land L193029. Afgreiðslu erindisins var frestað á 87. og 88. fundi sveitarstjórnar. Haft hefur verið samráð við landeiganda aðliggjandi lands.
Stöðuleyfi vegna tveggja gáma var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 18. október 2016 en í bókun fundarins kemur fram að um tímabundið úrræði sé að ræða. Sveitarstjórn telur að ekki séu forsendur fyrir endurnýjun stöðuleyfisins og beinir því til málshefjanda að annað hvort afla sér varanlegrar heimildar fyrir gámunum eða að fjarlægja þá af lóðinni.

 

   

2.

Lóðir á Svalbarðseyri, hafnarsvæði - 2110005

 

Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri - breytingar á baklóðum við Svalbarðseyrarveg 17, merktar 109 og 110

 

Sveitarstjórn samþykkir að fram fari óveruleg breyting á deiliskipulagi Svalbarðseyrar skv. fyrirliggjandi breytingarblaði. Sveitarstjórn telur að breytingin varði einungis hagsmuni málshefjanda og sveitarfélagsins og því skuli fallið frá grenndarkynningu. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fullnusta skipulagsbreytinguna.

 

   

3.

Þórisstaðir íbúðarhús - 2205003

 

Sótt er um skráningu lóðar undir íbúðarhús á Þórisstöðum

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Stefáni Tryggvasyni þar sem óskað er eftir skráningu lóðar undir hótelið á Þórisstöðum. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni á Búgarði dags. 4. maí 2022.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

   

4.

Bakkatún 6 - 2112006

 

Lóðarhafi óskar eftir að byggingarreitur á Bakkatúni nr. 6 verði stækkaður úr 250m2 í 330 m2 og sambærilegur byggingarreitum lóða Bakkatúns 8, 10, 12 og 14. Teikningar lóðarhafa lagðar fram.

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Gauta Hallssyni þar sem sótt er um breytingu á byggingarreit lóðarinnar Bakkatúns 6. Erindinu fylgir ódagsettur uppdráttur.
Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.
Sveitarstjórn áréttar að Minjastofnun skuli sent grenndarkynningarbréf vegna hugsanlegra fornminja á lóðinni.

 

   

Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

5.

Afreksstyrkir - 2205002

 

Sveitarstjórn samþykkir styrktarbeiðnina og ákveður að veita kr. 40.000 í styrk til keppnisferðalags U18 landsliði stúlkna á heimsmeistaramótið í íshokkí. Þetta er í fyrsta sinn sem landslið stúlkna undir 18 ára tekur þátt í slíku móti fyrir Íslands hönd. Styrkbeiðnin rúmast innan fjárhagsáætlunar 2022.

Sveitarstjórn óskar stúlkunum góðs gengis í Tyrklandi.

 

   

6.

Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum - 1811011

 

Endurskoðuð umhverfisstefna og stefnumótun í loftlagsmálum lagt fram til samþykktar. Umhverfis- og atvinnumálanefnd hefur endurskoðað Umhverfisstefnu Svalbarðsstrandahrepps 2018-2020 og unnið Loftlagsstefnu sveitarfélagsins 2022-2030.

 

Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða umhverfisstefnu Svalbarðsstrandarhrepps og framlagða loflagsstefnu Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2030. Stefnunar eru birtar í einu skjali á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps.

 

   

7.

Ársreikningur Svalbarðsstrandahrepps 2021 - 2204007

 

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2021 lagður fram til samþykktar. Seinni umræða

 

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps lagður fram til samþykktar sveitarstjórnar, seinni umræða.
Ársreikningur samþykktur samhljóma og undirritaður, skuldbindingayfirlit einnig undirritað.
Rekstrarreikningur (tölur í þúsundum kr.)
Sveitarsjóður................................................A hluti--------A og B hluti saman
Rekstrartekjur alls..................................524.693 ----------------------529.849
Rekstrargjöld alls....................................464.327 ----------------------476.886
Afskriftir..........................................................29.274-------------------------27.026
Fjám.tekjur og (fjármagnsgjöld)..........4.086 ------------------------(2.631)
Rekstrarniðurstaða...................................35.178 ------------------------18.261
Eigið fé í árslok.........................................784.673 ----------------------779.813

Helstu verkefni sem ráðist var í á árinu 2021 voru:
Hjóla- og göngustígur
Bygging tveggja parhúsa í Bakkatúni
Byrjað á 1.áfanga nýrrar leikskólalóðar
Síðustu íbúðirnar í Laugartúni 5-7 og Tjarnartúni 4-6 seldar sem voru í eigu Svalbarðsstrandarhrepps.

Nettó fjárfestingahreyfingar á árinu voru 57,77 milljónir
Í ársreikningi ársins 2021 kemur fram að veltufé frá rekstri A og B hluta er 63,297 mkr. eða 11,9 % af rekstrartekjum. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 52,962mkr. eða sem nemur um 10,0 % af heildartekjum A og B hluta.
Langtímaskuldir A og B hluta eru 114,25 millj. Nýtt 100 milljón króna lán var tekið til að fjármagna byggingu tveggja parhús í Valsárhverfi sem stefnt er að því að greiða niður þegar kaupendur hafa greitt fyrir Bakkatún 18a, 18b og Bakkatún 20a og 20b. Íbúðirnar fjórar eru allar seldar og verða afhentar í sumar.
Handbært fé í árslok var 128,86 millj.
Undirritaður ársreikningur 2021 verður birtur á heimasíðu að loknum fundi.

 

   

8.

Samstarf 11 sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 - 2201003

 

Erindi frá N4 lagt fram

 

Sveitarstjórn samþykkir erindi N4 og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við N4.

 

   

9.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - 1906012

 

Óskráð ökutæki í landi Svalbarðsstrandarhrepps

 

Heilbrigðiseftirlit límdi á númeralausa bíla í Svalbarðsstrandarhreppi í vikunni. Bílarnir verða fjarlægðir á næstu dögum og sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

 

   

10.

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020

 

Endurskoðuð húsnæðisáætlun lögð fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða húsnæðisáætlun.

 

   

11.

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - 1809014

 

Endurskoðaðar starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar lagðar fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaðar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar.

 

   

12.

2022 fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð afgreiðslufundar embættis skipulags- og byggingfulltrúa Eyjafjarðar nr. 39 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

Ekkert mál tengt Svalbarðsstrandarhreppi var tekið fyrir á fundinum.

 

   

13.

2022 fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 273 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

14.

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Fundargerðir - 2105001

 

Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar nr. 9 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

Ekkert mál tengt skipulagi Svalbarðsstrandarhrepps var lagt fram á fundinum.

 

   

15.

Sveitarstjórnarkosningar 2022 - 2203008

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna. Tillaga sveitarstjóra um stuðning við framboð lögð fram.

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu sveitarstjóra um að styðja við þau tvö framboð sem boðið hafa fram fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022. Framboðum er veittur aðgangur að matsal Valsárskóla 2x hvoru og stuðningur allt að upphæð 100.000 kr fyrir hvort framboð. Framboðin skulu skila inn reikningum fyrir útlögðum kostnaði og fá hann endurgreiddan.

 

   

16.

Tjarnartún 12 - 2110011

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna. Lóðarhafi óskar eftir samþykki sveitarstjórnar vegna lagfæringar lóðar og að lagfæringar fari yfir lóðamörk til austurs.

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

Sveitarstjórn kallar eftir því að lóðarhafi geri tillögu að landmótun á aðaluppdráttum.

 

   

17.

Hallland 15 - 2205004

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Rögnvaldi Harðarsyni sem fyrir hönd lóðarhafa Halllands 15 sækir um breytingu á byggingarreit lóðarinnar. Erindinu fylgir uppdráttur frá Rögnvaldi dags. 26.01.2022.

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

Hallland 15 - óveruleg deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.