Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Tímabundið stöðuleyfi fyrir gáma vestan hússins að Halllandsnesi - 1407278  | 
|
| 
 Óskað er eftir endurnýjun stöðuleyfis fyrir gáma í landi Halllandsness. Sveitarstjórn frestaði málinu á 87. og á 88. fundi og óskaði eftir umsögn landeigenda aðliggjandi lands.  | 
||
| 
 Fyrir fundinum liggur erindi frá Nesbygg ehf. þar sem óskað er eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir gáma á lóðinni Halllandsnes land L193029. Afgreiðslu erindisins var frestað á 87. og 88. fundi sveitarstjórnar. Haft hefur verið samráð við landeiganda aðliggjandi lands.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Lóðir á Svalbarðseyri, hafnarsvæði - 2110005  | 
|
| 
 Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri - breytingar á baklóðum við Svalbarðseyrarveg 17, merktar 109 og 110  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að fram fari óveruleg breyting á deiliskipulagi Svalbarðseyrar skv. fyrirliggjandi breytingarblaði. Sveitarstjórn telur að breytingin varði einungis hagsmuni málshefjanda og sveitarfélagsins og því skuli fallið frá grenndarkynningu. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fullnusta skipulagsbreytinguna.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Þórisstaðir íbúðarhús - 2205003  | 
|
| 
 Sótt er um skráningu lóðar undir íbúðarhús á Þórisstöðum  | 
||
| 
 Fyrir fundinum liggur erindi frá Stefáni Tryggvasyni þar sem óskað er eftir skráningu lóðar undir hótelið á Þórisstöðum. Erindinu fylgir uppdráttur frá Hákoni Jenssyni á Búgarði dags. 4. maí 2022.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Bakkatún 6 - 2112006  | 
|
| 
 Lóðarhafi óskar eftir að byggingarreitur á Bakkatúni nr. 6 verði stækkaður úr 250m2 í 330 m2 og sambærilegur byggingarreitum lóða Bakkatúns 8, 10, 12 og 14. Teikningar lóðarhafa lagðar fram.  | 
||
| 
 Fyrir fundinum liggur erindi frá Gauta Hallssyni þar sem sótt er um breytingu á byggingarreit lóðarinnar Bakkatúns 6. Erindinu fylgir ódagsettur uppdráttur.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 Guðfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið.  | 
||
| 
 5.  | 
 Afreksstyrkir - 2205002  | 
|
| 
 Sveitarstjórn samþykkir styrktarbeiðnina og ákveður að veita kr. 40.000 í styrk til keppnisferðalags U18 landsliði stúlkna á heimsmeistaramótið í íshokkí. Þetta er í fyrsta sinn sem landslið stúlkna undir 18 ára tekur þátt í slíku móti fyrir Íslands hönd. Styrkbeiðnin rúmast innan fjárhagsáætlunar 2022.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 Umhverfisstefna - stefnumótun sveitarfélagsins í umhverfismálum - 1811011  | 
|
| 
 Endurskoðuð umhverfisstefna og stefnumótun í loftlagsmálum lagt fram til samþykktar. Umhverfis- og atvinnumálanefnd hefur endurskoðað Umhverfisstefnu Svalbarðsstrandahrepps 2018-2020 og unnið Loftlagsstefnu sveitarfélagsins 2022-2030.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða umhverfisstefnu Svalbarðsstrandarhrepps og framlagða loflagsstefnu Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2030. Stefnunar eru birtar í einu skjali á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 Ársreikningur Svalbarðsstrandahrepps 2021 - 2204007  | 
|
| 
 Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2021 lagður fram til samþykktar. Seinni umræða  | 
||
| 
 Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps lagður fram til samþykktar sveitarstjórnar, seinni umræða.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 Samstarf 11 sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 - 2201003  | 
|
| 
 Erindi frá N4 lagt fram  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir erindi N4 og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við N4.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - 1906012  | 
|
| 
 Óskráð ökutæki í landi Svalbarðsstrandarhrepps  | 
||
| 
 Heilbrigðiseftirlit límdi á númeralausa bíla í Svalbarðsstrandarhreppi í vikunni. Bílarnir verða fjarlægðir á næstu dögum og sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020  | 
|
| 
 Endurskoðuð húsnæðisáætlun lögð fram til samþykktar  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða húsnæðisáætlun.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 11.  | 
 Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - 1809014  | 
|
| 
 Endurskoðaðar starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar lagðar fram til samþykktar  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaðar starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 12.  | 
 2022 fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006  | 
|
| 
 Fundargerð afgreiðslufundar embættis skipulags- og byggingfulltrúa Eyjafjarðar nr. 39 lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 13.  | 
 2022 fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007  | 
|
| 
 Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 273 lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 14.  | 
 Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Fundargerðir - 2105001  | 
|
| 
 Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar nr. 9 lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 15.  | 
 Sveitarstjórnarkosningar 2022 - 2203008  | 
|
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna. Tillaga sveitarstjóra um stuðning við framboð lögð fram.  | 
||
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 16.  | 
 Tjarnartún 12 - 2110011  | 
|
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna. Lóðarhafi óskar eftir samþykki sveitarstjórnar vegna lagfæringar lóðar og að lagfæringar fari yfir lóðamörk til austurs.  | 
||
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 17.  | 
 Hallland 15 - 2205004  | 
|
| 
 Fyrir fundinum liggur erindi frá Rögnvaldi Harðarsyni sem fyrir hönd lóðarhafa Halllands 15 sækir um breytingu á byggingarreit lóðarinnar. Erindinu fylgir uppdráttur frá Rögnvaldi dags. 26.01.2022.  | 
||
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.   | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.