Sveitarstjórn

91. fundur 23. maí 2022 kl. 14:00 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Lóðir á Svalbarðseyri, hafnarsvæði - 2110005

 

Ósk lóðarhafa Svalbarðseyrarvegar 17a (lóð 110) um gerð lóðarleigusamnings í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir lóðir sem áður voru Svalbarðseyrarvegur 17a (lóð 110) og 17b (lóð 109) og eru nú Svalbarðseyrarvegur nr. 17 (lóð 110)

 

Umsókn hefur borist frá Stefáni Sveinbjörnssonar kt. 050850-2189 og Sigríði S. Jónsdóttur kt. 190853-2419 vegna lóðar á Svalbarðseyrarvegi 17.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Svalbarðseyrarvegur 17 til umsækjenda: Stefáns Sveinbjörnssonar kt. 0508502189 og Sigríði S. Jónsdóttur kt. 190853-2419. Sveitarstjórn áréttar að í lóðaleigusamningi skuli vera ákvæði um frágang lausamuna.

 

   

2.

Húsbygging við Bakkatún 2022 - 2201008

 

Sveitarstjórn skoðar framkvæmdir í Bakkatúni 18 og 20

 

Sveitarstjórn mætti á framkvæmdarstað til að skoða íbúðirnar í Bakkatúni 18 og Bakkatúni 20. Framkvæmdar eru vel á veg komnar og íbúðirnar verða afhentar kaupendum í júní. Sveitarstjórn býður nýja íbúa Svalbarðsstrandahrepps velkomna auka þess sem það þakkar verktökum fyrir gott samstarf.

 

   

3.

2022 fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð afgreiðslufundar nr. 40 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

Eftirfarandi 4 mál komu fram á fundinum sem snerta Svalbarðsstrandarhrepp og voru þau öll samþykkt.

1. Kotabyggð 44 - Íbúðarhús og samstæð bílgeymsla 2022 - 2205005

BB byggingar ehf. kt.550501-2280, Jaðarstúni 13 600 Akureyri, sækja um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 205,8 fm einbýlishúss á lóðinni Kotabyggð 44, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valbirni Vilhjálmssyni dags. 2022-05-02.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2. Kotabyggð 45 - Íbúðarhús og samstæð bílgeymsla 2022 - 2205004

BB byggingar ehf. kt.550501-2280, Jaðarstúni 13 600 Akureyri, sækja um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 205,8 fm einbýlishúss á lóðinni Kotabyggð 45, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valbirni Vilhjálmssyni dags. 2022-05-02.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3. Kotabyggð 47 - Íbúðarhús og samstæð bílgeymsla 2022 - 2205003

BB byggingar ehf. kt.550501-2280, Jaðarstúni 13 600 Akureyri, sækja um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 205,8 fm einbýlishúss á lóðinni Kotabyggð 47, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valbirni Vilhjálmssyni dags. 2022-05-02.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4. Tjarnartún 12 - Einbýlishús 2022 - 2204011

Kristján Axel Gunnarsson kt. 251281-4599, Lækjarvegi 5 680 Þórhöfn, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 288,3 fm einbýlishúss á lóðinni Tjarnartúni 12 á Svalbarðseyri. Erindinu fylgja uppdrættir frá Birni Sveinsyni hjá Verkís, dags. 2022-05-18.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

Á síðasti fundi sveitarstjórnar 2018-22 er Guðfinnu Stengrímsdóttur þakkað fyrir setu sína í sveitarstjórn síðustu átta ár. Þökkum við Guðfinnu fyrir létta lund, staðfestu og gott samstarf. Skörp framtíðarsýn Guðfinnu hefur komið að góðum notum við skipulag og uppbyggingu nýs hverfis á Svalbarðseyri auk fleiri verkefna.

Oddviti vill þakka sveitarstjórn og sveitarstjóra fyrir gott og árangursríkt starf í þágu sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár.

Sveitarstjórn vill jafnframt þakka öllu nefndar- og starfsfólki Svalbarðsstrandarhrepps fyrir vel unnin störf á liðnu kjörtímabili.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.