Sveitarstjórn

92. fundur 01. júní 2022 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022. Niðurstöður - 2205007

 

Fundargerðir og skýrsla kjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga 14.maí 2022 síðastliðinn lagðar fram.

Á kjörskrá voru 338 einstaklingar, atkvæði greiddu á kjörstað 225 og 25 utan kjörfundar eða 250 einstaklingar, auðir seðlar voru 7 og engir seðlar voru ógildir.

Alls kusu því 250 eða 74,0% þeirra sem voru á kjörskrá, 124 karlar og 126 konur.

Atkvæðin skiptust þannig:
A-listi fékk 128 atkvæði og 3 menn kjörna
Ö-listi fékk 115 atkvæði og 2 menn kjörna

Í nýrri sveitarstjórn eiga því sæti:
Gestur Jónmundur Jensson A-lista (128)
Bjarni Þór Guðmundsson Ö-lista (115)
Anna Karen Úlfarsdóttir A-lista (64)
Hanna Sigurjónsdóttir Ö-lista (57,5)
Ólafur Rúnar Ólafsson A-lista (42,67)

 

   

2.

Verkaskipting sveitarstjórnar - 1806007

 

Sveitarstjórn skiptir með sér verkum.

 

Ólafur Rúnar Ólafsson stýrði kjöri oddvita og varaoddvita.

Gestur Jónmundur Jensson var kjörinn oddviti með 5 samhljóða atkvæðum
Anna Karen Úlfarsdóttir var kjörin varaoddviti með 5 samhljóða atkvæðum

Að lokinni kosningu tók Gestur Jensson oddviti við fundarstjórn af Ólafi Rúnari Ólafssyni.

 

   

3.

Skipan í nefndir á kjörtímabilinu 2022-2026 - 2205008

 

Skipan í nefndir, stjórnir og ráð Svalbarðsstrandarhrepps samkvæmt 40. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps

 

Sveitarstjórn hefur skipað eftirfarandi nefndir.

Skólanefnd:
Formaður: Árný Þóra Ágústsdóttir
Vilhjálmur Rósantsson
Hanna Sigurjónsdóttir
Varamenn:
1. Anna Karen Úlfarsdóttir
2. Arnar Þór Björnsson
3. Ólafur Rúnar Ólafsson

Umhverfis- og atvinnumálanefnd:
Formaður: Elísabet Ásgrímsdóttir
Inga Árnadóttir
Andri Már Þórhallsson
Varamenn:
1. Sigurður Halldórsson
2. Íris Axelsdóttir
3. Ingþór Björnsson

Félagsmálanefnd
Formaður: Svava Hrund Friðriksdóttir
Bjarni Þór Guðmundsson
Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir
Varamenn
1. Sindri Már Mánason
2. Bergþóra Aradóttir
3. Trausti Guðmundsson

Kjörstjórn:
Formaður: Edda Aradóttir
Starri Heiðmarsson
Bryndís Hafþórsdóttir
Varamenn:
1. Vignir Sveinsson
2. Inga Jóhannesdóttir
3. Heiðdís Lóa Ben Pálsdóttir

Skipun í bókasafnsnefnd frestað.

Fjallskilastjóri: Máni Guðmundsson

Fulltrúi á fundum Hafnarsamlag Norðurlands:
Ólafur Rúnar Ólafsson
Varafulltrúi: Sveitarstjóri

Fulltrúar í svæðisskipulagsnefnd:
Gestur J. Jensson oddviti
Varafulltrúi: Sveitarstjóri

 

   

4.

Fundartími sveitarstjórnar - 1407004

 

Fundartími fyrir fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepp ákveðinn

 

Sveitarstjórn mun framvegis funda annan hvern miðvikudag kl 13:00, fundardagatal sveitarstjórnar verður uppfært og verður hægt að sjá á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

   

5.

Laun sveitarstjórnar - 1806010

 

Laun sveitastjórnar

 

Sveitarstjórn frestar málinu til næsta fundar.

 

   

6.

Ráðning sveitarstjóra - 1806009

 

Tillaga sveitarstjórnar lögð fram

 

Tillaga kom fram um að auglýsa eftir sveitarstjóra og var sú tillaga samþykkt samhljóma. Ráðningar- og ráðgjafafyrirtækið Hagvangur mun halda utan um ráðningarferlið.

 

   

7.

Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga - 2001012

 

Tilnefning fulltrúa á landsþing

 

Sveitarstjórn útnefnir Gest Jensson oddvita sem fulltrúa Svalbarðsstrandarhrepps á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti er útnefnd sem varafulltrúi.

 

   

8.

Upprekstur á afrétt - 2105003

 

Upprekstur á afrétt

 

Heimilt verður að sleppa sauðfé í Vaðlaheiði frá og með 17. júní 2022 og stórgripum frá og með 1. júlí 2022. Tilkynning verður sett á heimasíðu sveitarfélagsins og póstur sendur á heimili í sveitarfélaginu

 

   

9.

Geldingsárhlíð - 2106009

 

Endurupptaka máls í kjölfar mistaka við meðferð athugasemda sem bárust á auglýsingartímabili deiliskipulagstillögu vegna Geldingsárhlíðar.
Sveitarstjórn fjallar um erindi frá Guðmundi Gunnarssyni og Heiðrúnu Guðmundsdóttur sem barst við kynningu skipulagstillögu fyrir Geldingsárhlíð, þar sem fram koma athugasemdir í 11 liðum. Sveitarsstjórn afgreiðir framkomnar athugasemdir í þeirri röð sem á eftir fer.

 


Athugasemd 1: Í kaflanum um Jarðrask í greinargerðinni kemur fram að núverandi heimreið að
Meyjarhóli hafi verið „aflögð að hálfu Vegagerðarinnar og verður lokuð með hliði, en verður áfram
nýtt sem aðkoma að jörðinni vegna búrekstrar“. Hér er horft fram hjá því að heimreiðin er einnig
aðkoman að íbúðarhúsi okkar að Meyjarhóli 2 sem einnig má sjá á merkingu á jörðinni við
gatnamótin við Grenivíkurveg þar sem póstkassi fyrir okkur er staðsettur. Því er hér með mótmælt að
heimreiðin sé aflögð að okkur forspurðum og lokað með hliði án þess að það sé rökstutt frekar.
Venjuleg hlið mynda einnig verulega hindrun fyrir alla umferð og snjómokstur. Þá skal minnt á að
þessi heimreið er einnig aðkoma að sumarhúsi í landi Meyjarhóls á landnúmeri L152917.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að þegar heimreiðin að Meyjarhóli var felld út úr
vegaskrá fyrir nokkrum árum þá rann eignarhald vegarins til eiganda jarðanna sem hann stendur á,
sem eru annarsvegar Geldingsá og hinsvegar Meyjarhóll. Deiliskipulagið sem hér um ræðir er unnið á
vegum eiganda Geldingsár og samráð var haft við eiganda Meyjarhóls við vinnslu skipulagsins.
Sveitarstjórn bendir ennfremur á að hliðið verði ólæst og að eigendum Meyjarhóls II geti því notað
veginn eftir sem áður. Sveitarstjórn telur að athugasemdin gefi ekki tilefni til breytingar á
skipulagstillögunni.
Athugsemd 2: Með því að afleggja veginn verður sveitarfélagið veghaldari í stað Vegagerðarinnar og
tekur þar með ábyrgð á rekstri hans og viðhaldi þ.m.t. snjómokstri allt upp að 50 m frá húsi.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að þegar vegir eru felldir af vegaskrá falli eignarhald
þeirra öllu jöfnu til eiganda landsins sem þeir standa á og svo er tilfellið varðandi heimreiðina að
Meyjarhóli II. Vegurinn er því ekki á forræði sveitarfélagsins.
Athugsemd 3: Á deiliskipulagsuppdrættinum kemur fram ný vegtenging að frístundasvæði
Heiðarbyggð sem lagður var sl. haust án þess að sú veglagning kæmi til umsagnar hjá okkur eða hjá
eiganda að sumarhúsi á landnúmeri L152917 en vegurinn er við lóðamörk þeirrar lóðar. Þessi nýja
vegtenging myndar krossgatnamót við heimreið að Meyjarhóli 2 og ef ætlunin er að bæta
umferðaröryggi með því að loka heimreiðinni að Meyjarhóli 2 hefði verið nær að setja umrætt hlið á
nýju tenginguna eða forma hana á þann hátt að ekki myndist krossgatnamót.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að ný vegtenging að Heiðarbyggð var færð inn á
aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 með breytingu sem gildi tók 3. maí 2021. Þegar
veitt var framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni seinna það sama ár setti Vegagerðin skilyrði um
að brugðist yrði við hættu af krossvegamótum með að setja hlið á heimreiðina að Meyjarhóli II. Haft
var samráð við eigendur vegarins vegna þessarar ákvörðunar.
Athugasemd 4: Í kaflanum kemur fram að ný aðkoma hafi verið gerð að jörðinni í gegnum
land Halllands. Þessi vegur, gerð hans og viðhald, er okkur óviðkomandi og er mjög óeðlilegt að
opinber aðili afleggi núverandi heimreið og loki með hliði og vísi okkur á að keyra veg sem er í
einkaeigu. Þessi vegur er gerður fyrir umferð landbúnaðartækja en ekki einkabifreiða og má ætla að
yfirborðsfrágangur hans taki mið af því.
2106009-S-MPK-01
Bls. 2 af 3
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að vegurinn um land Halllands sem vísað er til sé
engu lakari en eldri heimreið að Meyjarhóli II í tæknilegu tilliti. Syðsti hluti vegarins er í raun
íbúðargata og áform sem landeigandi hefur kynnt sveitarstjórn benda til að frekari uppbygging muni
verða við veginn þannig að ætla má að gerð hans, viðhald og vetrarþjónusta miðist við þá notkun.
Sveitarstjórn bendir ennfremur á að gamla heimreiðin að Meyjarhóli II er einnig í einkaeigu síðan
vegurinn var felldur úr vegaskrá.
Athugasemd 5: Enginn samningur liggur fyrir við eigendur vegarins um afnot af þessum vegi né
greiðslum fyrir það eða rekstri s.s. viðhaldi hans eða snjómokstri.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.
Athugasemd 6: Benda má á að þessi nýi einkavegur er um 1.9 km frá tengingu inn á veg 828 og að
Meyjarhóli í stað um 320 m sem heimreiðin er frá veginum að Geldingsá. Að öðru jöfnu má ætla að
kostnaður sveitarfélagsins við snjómokstur á þessum nýja vegi verði sexfaldur á við það sem væri við
mokstur á núverandi heimreið.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að sveitarfélagið annist almennt ekki snjómokstur á þessu
svæði og mun ekki annast snjómokstur á veginum í landi Halllands. Sveitarstjórn bendir ennfremur á að fyrirhugað hlið á heimreið að Meyjarhóli II verður ekki
læst og að eigendur hússins geti því nýtt gömlu heimreiðina áfram.
Athugasemd 7: Með því að loka fyrir núverandi heimreið þá lokast fyrir aðkomu slökkviliðs og
sjúkrabifreiða að Meyjarhóli 2.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að fyrirhugað hlið á gömlu heimreiðinni að
Meyjarhóli II verði ólæst og muni því ekki loka fyrir aðkomu slökkviliðs og sjúkrabifreiða að
Meyjarhóli II.
Athugasemd 8: Með því að loka fyrir núverandi heimreið þá lokast fyrir aðkomu sorpbifreiða að
íbúðarhúsinu en minnt skal á að sveitarfélagið innheimtir fullt gjald fyrir sorphreinsun á Meyjarhól 2.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að fyrirhugað hlið á gömlu heimreiðinni að
Meyjarhóli II verði ólæst og muni því ekki hindra sorphirðu á staðnum.
Athugasemd 9: Í kaflanum um jarðrask kemur einnig fram að „Jarðraski og landmótun á lóðum nr. 2
og 3 verði því hagað þannig að það valdi sem minnstum neikvæðum áhrifum á þessa vara
aðkomuleið“. Hér er vísvitandi verið að draga úr þeirri staðreynd að heimreiðin er aðkoma að
Meyjarhóli 2 og áður nefndu sumarhúsi. Mjög mikilvægt er að ekkert sem viðkemur þessum atriðum
eða mögulegum gróðri á þeim verði til þess að meiri snjósöfnun leggist á heimreiðina hvorki á
framkvæmdatíma né eftir hann.. Það eru líka hagsmunir sveitarfélagsins sem veghaldari
heimreiðarinnar.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að gamla heimreiðin að Meyjarhóli II er einkavegur
og að sveitarfélagið er ekki veghaldari vegarins.
Athugasemd 10: Í greinargerðinni eru mjög gildishlaðin ákvæði sem ekki eiga heima í svona
greinargerð t.d. segir í kaflanum um umhverfisáhrif að framkvæmdirnar hafi ekki neikvæð áhrif á
umhverfið því húsin munu falla vel inn í landslag svæðisins. Þegar horft er til þess til samanburðar að
húsið á Heiði sem er byggt í landi Meyjarhóls er 401.9 m2 með mænishæð 7.34 m og að nýju húsin
geta verið tvöfalt stærri eða allt að 815 m2 og 12 m að hæð verður ekki séð hvernig þetta verður
uppfyllt. Engar kvaðir eru á þessari umhverfishönnun í greinargerðinni. Fjöldi þessara stóru húsa
getur síðan verið allt að 6 á þessum fimm lóðum. Þá eru engin takmarkanir á því að í þessum húsum
verið gerðar aukaíbúðir.
2106009-S-MPK-01
Bls. 3 af 3
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn telur ekki að orðalag skipulagsgreinargerðarinnar í umfjöllun
um umhverfsiáhrif framkvæmdanna sé óviðeigandi. Sveitarstjórn bendir á að heimilt sé að byggja alls
fimm einbýlishús á lóðunum fimm sem skipulagstillagan tekur til. Sveitarstjórn bendir einnig á að
lóðirnar sem um ræðir séu á bilinu 10.461 fm til 16.049 fm og því sé nýtingarhlutfall miðað við 815 fm
byggingarmagn um 0,076 þar sem mest er og að það geti talist viðeigandi þéttleiki miðað við byggð í
sveit.
Athugasemd 11: Minnt skal á að í gegnum syðstu lóðirnar liggja lagnir frá einkavatnsveitu með
uppsprettu ofan gamla Vaðlaheiðarvegs og niður að sumarhúsum niður við þjóðveg 1. Skilyrða verður
að allar framkvæmdir og byggingar á lóðunum hafi ekki áhrif á þær lagnir og verður sérstaklega að
gæta að frosthættu á framkvæmdatíma og eftir hann. Verði skemmdir á þessum lögnum þarf að
koma skýrt fram að framkvæmdaaðilar lagfæri þær á sinn kostnað þannig að þær verði jafn góðar á
eftir.
Afgfreiðsla sveitarstjórnar: Gefur ekki tilefni til bókunar.

Sveitarstjórn samþykkir að áréttað skuli í skipulagstillögunni að umferð um aðkomuleið að Meyjarhóli II skuli áfram vera heimil þrátt fyrir öryggisráðstafanir við gatnamót Árholtsvegar, vegar að Heiðarbyggð og vegar að Meyjarhóli II, og að svo breytt skipulagstillaga skuli auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

10.

Tjarnartún 2 - 2203001

 

Úthlutun lóðar Tjarnartún 2: Umsókn hefur borist frá Markaðslausnum athlon ehf, kt. 560109-0140 vegna lóðarinnar Tjarnartún 2 / parhús.

 

Umsókn hefur borist frá Markaðslausnum Athlon kt. 560109-0140 vegna lóðar á Tjarnartúni 2 parhús.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Tjarnartún 2 til umsækjenda: Markaðslausnir Athlon kt. 560109-0140.

 

   

11.

Erindi til sveitarstjórnar sem varða hjólabraut og Æskuvöllinn - 2206001

 

Umf. Æskan hefur sent inn formlegt erindi sem snýr að hjólabrautinni sem hefur verið tekin í notkun á Svalbarðseyri og Æskuvellinum.

 

Eftirfarandi erindi voru lögð fram.

1. Hjólabrautin
- Klára lagfæringar á skemmdun frá því í vor sem urðu á brautinni.
- Fá möl frá sveitarfélaginu til að setja þrifalag af möl á hjólabrautina.
- Athuga hvort það sé vilji frá sveitarfélaginu til að sá grasi í kringum hjólabrautina.

2. Æskuvöllurinn
- Lagfæra sandgryfjuna sem varð illa úti í snjómokstri vetrarins.
- Lagfæringar á hlaupabrautinni, bæði tartan-hluta og malarhluta hlaupabrautarinnar.

Einnig hvatti Æskan sveitarfélagið að taka þátt í að halda góða bæjarhátíð á Æskudeginum 27. ágúst næstkomandi með Æskunni, Kvenfélaginu og Björgunarsveitinni.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindin sem Æskan hefur sent inn og óskar eftir fundi með formanni Umf. Æskunnar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.

 

 

Gestur J. Jensson

 

Bjarni Þór Guðmundsson

Anna Karen Úlfarsdóttir

 

Hanna Sigurjónsdóttir

Ólafur Rúnar Ólafsson

 

Fannar Freyr Magnússon

Vigfús Björnsson