Sveitarstjórn

95. fundur 16. ágúst 2022 kl. 13:00 - 15:45 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Frístundasvæði í landi Meyjarhóls og Halllands - 2204004

 

Kallað var eftir nýjum gögnum á 93. fundi sveitarstjórnar 15. júní sl. Fulltrúi Halllands ehf hefur skilað ítarlegri gögnum.

 

Málinu er frestað. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að skoða málið frekar og draga upp heildstæða mynd af núverandi byggð og fyrirhuguðum framkvæmdum.

 

   

2.

Geldingsárhlíð - 2106009

 

Erindi hefur borist frá Guðmundi Gunnarssyni og Hólmfríði Guðmundsdóttur vegna skipulags tillögu sem var samþykkt á fundi sveitarstjórnar nr. 92 þann 1. júní sl.

 

Athugasemdafrestur vegna deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarlóðir á svæðum ÍB23 og ÍB24 í Geldingsárhlíð rann út 5. ágúst sl. og bárust fjögur erindi vegna málsins. Sveitarstjórn fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer:
1.erindi, sendandi Guðmundur Gunnarsson og Heiðrún Guðmundsdóttir, eigendur Meyjarhóls 2.
Athugasemd a)Í auglýstri deiliskipulagstillögu er aftur hnykkt á að ný aðkomaað Meyjarhóli 2 hafi verið gerð í gegnum land Halllands að jörðinni en þessi vegur sem þarna er vísað til er okkur algerlega óviðkomandi og á engan hátt aðkoma fyrir okkur að húsi okkar og landi. Þessi vegur er einkavegur og getur honum verið lokað án þess að við höfum nokkuð um það að segja.Afgreiðsla sveitarstjórnar: Meðan á vinnslu skipulagstillögunnar stóð var rætt við eiganda umrædds einkavegar í landi Halllands og tjáði hann fulltrúa sveitarfélagsins að eigendum Meyjarhóls 2 væri heimil umferð um umræddan veg. Ennfremur bendir sveitastjórn á að eldri heimreið að Meyjarhóli hefur verið felld út af vegaskrá. Við þá aðgerð rann eignarhald vegarins til landeiganda og er vegurinn því að því leyti háður sama annmarka og fyrrnefndur vegur í landi Halllands eins og sakir standa. Loks bendir sveitarstjórn á að í auglýstri deiliskipulagstillögu er kveðið skýrt á um að umferð að Meyjarhóli 2 sé heimil um eldri heimreið að húsinu.
Athugasemd b)Varðandi hlið það sem skipulagshöfundar hanga ennþá á að setja á heimreiðina þar sem hún er bröttust og þess heldur í krappri U-beygju þá skal aftur á það bent að hliðið hefur engan tilgang og verður ekki til annars en að eyða fé þess sem stendur fyrir uppsetningu þess og rekur það; hvort sem það er frá landeiganda eða það sem verra væri ef eytt væri opinberu skattfé í hliðið lendi það á Vegagerðinni að fjármagna það. Þetta hlið kemur ekki til með að hafa nein áhrif á öryggi þeirra fáu vegfaranda sem fara um gatnamótin á degi hverjum því ætla má að íreynd standi hliðið opið á hverjum tíma. Varla mun landeigandi eða Vegagerðin vera með aðila hjá sér til að loka hliðinu (né að opna það) eða leggja í þann mikla kostnað að útbúa það með þeim hætti að það sé sjálfvirkt. Sendandi mótmælir því að sett verði hlið á heimreiðina að Meyjarhóli 2. Afgreiðsla sveitarstjórnar: Afgreiðsla athugasemdar frestað.
Athugasemd c)Þá þarf einnig að upplýsa hver verður ábyrgðaraðili á hliðinu þ.e. að hafa rekstur þess með þeim hætti að ekki stafi hætta af hliðinu og umbúnaði þess og beri skaðabótaábyrgð vegna óhappa sem rekja má til þess.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Afgreiðsla athugasemdar frestað.
Athugasemd d)Ekki verður séð að skipulagshöfundar hafi hugsað út í það að staðsetning hliðsins á heimreiðinni þar sem hún er bröttust og þar að auki í krappri U-beygju býður upp á óhöpp t.d. vegna hálku né hvernig fara á með hliðið á veturna þegar snjóar eru miklir þannig að sorphreinsun geti farið fram og að viðbragðsaðilar, lögregla, sjúkrabifreiðar og slökkvilið geti farið óhindrað um. Þá er Rarik með spennistöð fyrir hluta sveitarinnar á hlaðinu á Meyjarhóli 2.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Afgreiðsla athugasemdar frestað.
Athugasemd e)Sendandi bendir á að hægt væri að bregðast við áhættu af krossvegamótum með þar til gerðum umferðarmerkjum.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn mun leita álits Vegagerðarinnar hvort merking af því tagi sem lögð er til í erindi sendanda geti gagnast sem viðbrögð við áhættu af krossvegamótum í stað umrædds hliðs.Ef svo reynist vera samþykkir sveitarstjórn að auglýstri deiliskipulagstillögu sé breytt þannig að viðeigandi viðbrögð við áhættu af krossvegamótum séu færð inn á skipulagið í stað umrædds hliðs.
Athugasemd f) Á fundi með Skipulags-og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans þann 2. maí 2022 var upplýst að byggingarréttur á lóð nr. 2 hefði verið færður á lóð nr. 3 og þar mætti því byggja tvö hús en ekki yrði byggt á lóð 2. Ekki er hægt að sjá það í greinargerðinni með deiliskipulaginu að ekki megi byggja á lóð 2 og því er vandséður tilgangur með því að stofna þessa lóð sem er merkt sem íbúðarhúsalóð á sama hátt og aðrar lóðir. Tryggja verður að ekki verði byggt á þessari lóð. Niðurfelling á afmörkun byggingarreits á skipulagsuppdrættinum breytir þar engu um.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að skv.auglýstri deiliskipulagstillögu sé enginn byggingarreitur á lóð 2 í Geldingsárhlíð og þar með sé ekki heimilt að byggja byggingarleyfisskylt mannvirki á lóðinni. Í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að heimilt sé að byggja alls fimm ný einbýlishús á íbúðarsvæðunum ÍB23 og ÍB24 í landi Geldingsár, til viðbótar við íbúðarhúsið Árholt sem fyrir stendur á svæðinu. Skv. auglýstri deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir einu einbýlishúsi á lóðum nr. 1, 4 og 5 og tveimur einbýlishúsum á lóðnr. 3 við Geldingsárhlíð. Byggingarheimildum aðalskipulags á umræddum íbúðarsvæðum er því að fullu ráðstafað með auglýstri deiliskipulagstillögu.
Athugasemd g) Skipulagstillagan sem nú er auglýst er síðan að mestu samhljóða áður auglýstum tillögum þannig að við ítrekum og vísum til þeirra athugasemda sem við gerðum við skipulagstillöguna á vinnslustigi með bréfi okkar dags. 30. desember 2021 og eru ennþá í fullu gildi. Ítrekuð eru mótmæli við uppsetningu hliðs á heimreiðina að Meyjarhóli 2.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn vísar til afgreiðslu á erindi sem sendandi vísar til á fundi sveitarstjórnar þann 1. júní 2022.

2.erindi, sendandi Norðurorka.
Athugasemd a)Sendandi bendir á að veitulagnir heits og kalds vatns skarist við bæði lóðir og byggingarreiti skv. auglýstri skipulagstillögu. Sendandi bendir á að hann þurfi að hafa aðgengi að lögnum sínum þegar til viðhalds kemur, það er ekki boðlegt að hafa lagnir inni á lóðum fólks og þá sérstaklega inni á byggingarreitum þar sem óhjákvæmilegt er að til framkvæmda kemur fyrr en síðar. Samkvæmt fyrrgreindu er ljóst að sendandi getur ekki fallist á tillöguna eins og hún hefur verið birt. Þá er rétt að árétta að ef færa þarf veitulagnir vegna úthlutunar nýrra lóða til húsbygginga, fellur kostnaður á þann er óskar breytinganna.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að skv. skilmálum auglýstrar deiliskipulagstillögu beri framkvæmdaraðilar allan kostnað af breytingum sem kunna að verða nauðsynlegar á vatnslögnum á skipulagssvæðinu og að af erindi sendanda um sama efni dags. 24. mars 2022 megi ráða að það þyki fullnægjandi fyrirvari við framkvæmdir á skipulagssvæðinu. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu athugasemdarinnar og felur skipulagsfulltrúa að funda með sendanda vegna málsins.
3.erindi, sendandi Vegagerðin.
Athugasemd a)Sendandi telur umsögn sína sem veitt var á fyrri stigum skipulagstillögunar á röngum forsendum byggða. Sendandi telur ljóst að enn sé um krossvegamót að ræða með tilkomu nýs vegar að Heiðarbyggð. Sendandi gerði athugasemdir varðandi tiltekin vegamót í umsögn dags. 16.09.2021. Sendandi óskar eftir því að deiliskipulagi verði breytt eða að upplýsingar um samþykki eiganda Meyjarhóls komi fram skriflega.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn frestar afgreiðslu athugasemdarinnar og felur skipulagsfulltrúa að funda með aðilum sem eiga hlut að máli varðandi umrædd krossvegamót.Ekki eru settar fram athugasemdir við auglýsta deiliskipulagstillögu í erindi frá Minjastofnun.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar þangað til ágreiningur vegna frestaðra athugasemda hefur verið leiddur til lykta.

 

   

3.

Bakkatún 6 - 2112006

 

Ósk lóðarhafa Bakkatúni 6 um breytingu á stækkun byggingareits í samræmi við svör/viðbrögð við grenndarkynningu og hugmyndir lóðarhafa. Hér er minniháttar frávik frá tillögunni sem send var út í grenndarkynningu.

 

Í kjölfar athugasemda sem bárust í grenndarkynningu frá Minjastofnun vegna minja í jörðu á lóðarmörkum Bakkatúns 4 og 6 fór fundaði skipulags- og byggingarfulltrúi með lóðarhafa og fulltrúa Minjastofnunar. Úr varð að lóðarhafi endurskoðaði tillögu sína á þann hátt að byggingarreitur væri stækkaður um 1 m til vesturs, 1 m til austurs og 3,8 m til suðurs, auk þess sem framhlið hússins hliðraðist til suðurs um 1 m. Fyrir liggur tillöguteikning lóðarhafa af þessu fyrirkomulagi.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku óverulegrar deiliskipulagsbreytingar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

4.

Skipan fulltrúa í stjórn SSNE - 2208005

 

Svalbarðsstrandarhreppur á aðalmann í stjórn SSNE næstu 2. árin. Sveitarstjórn þarf að tilnefna fulltrúa í stjórn SSNE.

 

Sveitarstjórn tilnefnir Þórunni Sif Harðardóttur sveitarstjórn sem fulltrúa Svalbarðsstrandarhrepps í stjórn SSNE.

 

   

Gestur Jensson oddviti vék af fundi undir næsta lið.

5.

Erindi frá Hárinu 1908 fyrir viðburði - 2208007

 

Eigendur að Hárinu 1908 senda inn erindi með ósk um að halda viðburð á bryggunni, þar sem ekki verður að bryggjuhátið í ár. Einnig óska aðilar eftir styrk frá sveitarstjórn vegna viðburðarins.

 

Sveitarstjórn fagnar frumkvæði eigenda Hársins 1908 ehf. og hvetur alla íbúa hreppsins að fjölmenna og eiga góða stund saman.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með eigendum Hársins.

 

   

Hanna Sigurjónsdóttir vék af fundi undir næsta lið.

6.

Umsóknarbeiðni um rekstrarleyfi gistingar - 2208006

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki IV, frá Hótel Natur Akureyri ehf vegna Hótels Natur Þórisstöðum.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

 

   

7.

Valsárskóli loftræsting - 2102011

 

Umsjónamaður fasteigna kynnir stöðu framkvæmda í Valsárskóla.

 

Tómas Ingi Jónsson yfirmaður fasteigna kom á fundinn til að kynna stöðu framkvæmda í Valsárskóla. Vinna við loftræstingu er vel á veg komin og mun ekki hamla kennslu á komandi skólaári.

 

   

8.

Framkvæmdaleyfi - 2208010

 

Ósk um framkvæmdaleyfi.
Norðurorka hefur hug á að fjarlægja gamlan vatnsgeymi við Sunnuhlíð á Svalbarðsströnd og setja í staðinn plast geyma. Lokahús sem er fyrir framan núverandi geymi yrði skilið eftir og notað áfram.
Tankarnir koma fyrir ofan núverandi tank, innan lóðar Norðurorku og eru sex talsins. Hver tankur er með innanmál 2 m og lengd 12 m (sjá mynd í viðhengi). Tankarnir verða lítillega grafnir niður en síðan fyllt yfir þá þannig að ekkert sést í þá nema mannop. Reiknað er með að tankarnir komi um mánaðarmót september/október en þá þarf jarðvinnu undir þá að vera lokið.
Þegar frágangur verður búin í kringum nýju tankana verður núverandi tankur rifinn í burtu.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd og veitir Norðurorku framkvæmdarleyfi til verskins.

 

   

9.

Ársreikningur 2021 - 2208008

 

Ársreikningur Greiðrar leiðar 2021 lagður fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.

Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032 - 2208003

 

Undirritaður hefur verið rammasamningur milli ríkis og sveitarfélaga sem ætlað er að tryggja stöðuga uppbyggingu íbúða á næstu 10 árum í samræmi við þörf. Í rammasamningnum kemur fram áætlun á landsvísu um byggingu 4.000 íbúða árlega á næstu fimm árum og 3.500 íbúða árlega næstu fimm ár eftir það til að mæta áætlaðri þörf fyrir íbúðarhúsnæði. Rammasamningurinn lagður fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.

Félagsmálanefnd - 21 - 2208001F

 

Sveitarstjórn samþykkir fundargerð félagsmálanefndar.

 

11.1

2208002 - Trúnaðarmál

   
 

11.2

2208001 - Trúnaðarmál

   

 

   

12.

2022 fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerðir Skipulags- og byggingafulltrúa nr, 41. 42. og 43. lagðar fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir á fundum skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar nr. 41, 42 og 43 sem tengjast Svalbarðsstrandarhreppi.

Fundur 41

1. Tjarnartún 10 - Einbýlishús 2022 - 2205012

Elísabet Sif Haraldsdóttir kt. 030281-4119, Lindasmára 41 201 Kópavogi, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 264,0 fm einbýlishús á lóðinni Tjarnatúni 10. Erindinu fylgja uppdrættir frá Þórhalli Sigurðssyni dags. 2022-06-15.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2. Vaðlabrekka 3 - Íbúðarhús 2022 - 2205002

Hildur Björk Kristjánsdóttir kt. 261277-5499, Heiðargerði 21 108 Reykjavík, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 301,0 fm einbýlishúss á lóðinni Vaðlabrekku 3 í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Svövu Björk Jónsdóttur dags. 2022-06-21.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundur 42.

1. Geldingsá - viðbygging 2022 - 2206009

Jóhannes Arason Fossdal kt. 170440-3669, Geldingsá 606 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna 103,1 fm viðbygginar við eldri útihús á Geldingsá. Erindinu fylgja uppdrættir frá Steinmari Rögnvaldssyni dags. 2022-03-02.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2. Vaðlaborgir 16 - Viðbygging sumarhúss 2022 - 2205021

Múlan ehf. kt. 550900-2380, Aðalstæti 66a 600 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna 14,9 fm viðbyggingar við frístundahús á lóðinni Vaðlaborgir 16 í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valþóri Brynjarssyni dags. 2022-05-15.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundur 43.

3. Sólheimar 10 - einbýlishús 2022 - 2207004

Skútaberg ehf. kt. 510108-0350, Sjafnarnesi 2 603 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 303,5 fm einbýlishúss á lóðinni Sólheimum 10, Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Rögnvaldi Harðarsyni hjá Rögg teiknistofu dags. 2022-06-27.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.


 

   

13.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

910. og 911. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

14.

Fundargerð aðalfundar júní 2022 - 2208009

 

Fundargerð aðalfundar sem haldin var 28. júní 2022.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.

Fjárgöngur - gangnadagur - 2108011

 

Dagsetning gangnadags ákveðin en fyrir liggur tillaga gangnastjóra um dagsetningu dagsins. Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

 

Gangnastjóri hefur lagt til að göngur og réttir verði laugardaginn 10. september 2022. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur gangnastjóra að skipuleggja seinni göngur.

 

   

16.

Hulduheimar 11 - 2208011

 

Heiða Kristín Jónsdóttir óskar eftir stækkun á byggingarreit í Hulduheimum 11. Málið tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundaranna.

 

Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45.