Sveitarstjórn

100. fundur 25. október 2022 kl. 13:00 - 16:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Fundargerð

  1. 100. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 25. október 2022 13:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Bjarni Þór Guðmundsson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Hanna Sigurjónsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Fannar Freyr Magnússon, Þórunn Sif Harðardóttir og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Geldingsárhlíð - 2106009

 

Deiliskipulagstillaga fyrir íbúðarlóðir á svæðum ÍB23 og ÍB24 í Geldingsárhlíð lögð fram til kynningar.

 

Borist hefur umsögn frá Vegagerðinni varðandi fyrirkomulag vegtenginga Meyjarhólsvegar, Árholtsvegar og tengivegar upp í Heiðarbyggð. Vegagerðin kallar í umsögninni eftir uppfærðum skipulagsgögnum til umsagnar frá landeiganda. Þessi gögn hafa ekki borist enn.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins.

 

   

2.

Velferðarsvið Akureyrarbæjar - 2210005

 

Reglur velferðarsviðs um notendasamninga.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

Fjárhagsáætlun 2023-2026 - 2208014

 

Farið yfir fyrstu drög fjárhagsáætlunar og verður fyrri umræða fjárhagsáætlunar tekinn fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

   

4.

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - 1809014

 

Fjárhagsáætlun svæðisskipulags Eyjafjarðar lögð fram til staðfestingar.

 

Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun svæðiskipulagsnefndar Eyjafjarðar fyrir árið 2023.

 

   

Elísabet Inga Ásgrímsdóttir formaður umhverfis- og atvinnumálanefndar og Inga Margrét Árnadóttir nefndarmaður komu inn á fundinn undir þennan lið.

5.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 26 - 2210002F

 

Fundargerð lögð fram til staðfestingar.

Sveitastjórn staðfestir fundargerðina.

 

5.1

2208014 - Fjárhagsáætlun 2023-2026

   
 

5.2

2210004 - Sorphirða

   
 

5.3

2202009 - Umhverfisviðurkenning 2021

   
 

5.4

2210003 - Ársfundur náttúruverndanefnda 2022

   

 

   

6.

2022 fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 47 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

7.

2022 Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 273 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

8.

2022 fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr.279 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

9.

Svæðisskipulagsnefnd - fundargerð 10. fundar - 1806004

 

Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar nr. 10 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi mál var tekið fyrir á fundi tengt Svalbarðsstrandarhreppi.

3. Sólberg, Svalbarðsstrandarhreppi, Aðalskipulags-og deiliskipulagstillaga.
Lagt fram til kynningar, fjölga á lóðum í landi Sólbergs í Svalbarðsstrandarhreppi.
Bókun: Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
Bókun samþykkt samhljóða.

 

   

10.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

914. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.

 

 

Gestur J. Jensson

 

Bjarni Þór Guðmundsson

Anna Karen Úlfarsdóttir

 

Hanna Sigurjónsdóttir

Ólafur Rúnar Ólafsson

 

Fannar Freyr Magnússon

Þórunn Sif Harðardóttir

 

Vigfús Björnsson