Sveitarstjórn

103. fundur 29. nóvember 2022 kl. 13:00 - 16:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson byggingarfulltrúi
  • Sigríður Pálsdóttir. skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Rammahluti aðalskipulags - 2211008

 

Skipulagsnefnd ræðir stefnumótun við þróun byggðar í suðurhluta Svalbarðsstrandarhrepps.
Lagt fram og kynnt.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

2.

Geldingsárhlíð - 2106009

 

Athugasemdafrestur vegna auglýsingar deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði ÍB23 og ÍB 24 í Geldingsárhlíð lauk 5. ágúst 2022 og bárust fjögur erindi vegna málsins. Sveitarstjórn fjallaði um innkomin erindi vegna deiliskipulagsins á 95. fundi sínum 16. ágúst 2022 en frestaði afgreiðslu málsins. Í kjölfar fundarins hefur farið fram samráð við Vegagerðina og Norðurorku um úrlausn þeirra athugasemda sem að þeim snúa og fyrir fundinum nú liggur fyrir uppfærð deiliskipulagstillaga dags. 30. október 2022. Sveitarstjórn heldur nú áfram umfjöllun sinni um athugasemdir sem bárust við auglýsingu skipulagstillögunnar og fjallar um innkomin erindi í þeirri röð sem á eftir fer.

 

1.erindi, sendandi Guðmundur Gunnarsson og Heiðrún Guðmundsdóttir, eigendur Meyjarhóls 2.
Athugasemd a)Í auglýstri deiliskipulagstillögu er aftur hnykkt á að ný aðkomaað Meyjarhóli 2 hafi verið gerð í gegnum land Halllands að jörðinni en þessi vegur sem þarna er vísað til er okkur algerlega óviðkomandi og á engan hátt aðkoma fyrir okkur að húsi okkar og landi. Þessi vegur er einkavegur og getur honum verið lokað án þess að við höfum nokkuð um það að segja.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Komið hefur verið til móts við sjónarmið sem sendandi teflir fram með að breyta auglýstri skipulagstillögu á þá leið að ótvírætt sé að aðkoma að Meyjarhóli 2 verði áfram heimil um gömlu heimreiðina, sbr. uppfærða skipulagstillögu dags. 30. október 2022.

Athugasemd b)Varðandi hlið það sem skipulagshöfundar hanga ennþá á að setja á heimreiðina þar sem hún er bröttust og þess heldur í krappri U-beygju þá skal aftur á það bent að hliðið hefur engan tilgang og verður ekki til annars en að eyða fé þess sem stendur fyrir uppsetningu þess og rekur það; hvort sem það er frá landeiganda eða það sem verra væri ef eytt væri opinberu skattfé í hliðið lendi það á Vegagerðinni að fjármagna það. Þetta hlið kemur ekki til með að hafa nein áhrif á öryggi þeirra fáu vegfaranda sem fara um gatnamótin á degi hverjum því ætla má að íreynd standi hliðið opið á hverjum tíma. Varla mun landeigandi eða Vegagerðin vera með aðila hjá sér til að loka hliðinu (né að opna það) eða leggja í þann mikla kostnað að útbúa það með þeim hætti að það sé sjálfvirkt. Sendandi mótmælir því að sett verði hlið á heimreiðina að Meyjarhóli 2.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Komið hefur verið til móts við sjónarmið sem sendandi teflir fram með að breyta auglýstri skipulagstillögu á þá leið að umrætt hlið á gömlu heimreiðina að Meyjarhóli er fellt út af skipulaginu, sbr. uppfærða skipulagstillögu dags. 30. október 2022.

Athugasemd c) Þá þarf einnig að upplýsa hver verður ábyrgðaraðili á hliðinu þ.e. að hafa rekstur þess með þeim hætti að ekki stafi hætta af hliðinu og umbúnaði þess og beri skaðabótaábyrgð vegna óhappa sem rekja má til þess.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Umrætt hlið verður fellt úr deiliskipulaginu sbr. afgreiðslu á athugasemd 1 b) og því gefur athugasemdin sem hér um ræðir ekki tilefni til frekari breytinga á auglýstri skipulagstillögu.

Athugasemd d) Ekki verður séð að skipulagshöfundar hafi hugsað út í það að staðsetning hliðsins á heimreiðinni þar sem hún er bröttust og þar að auki í krappri U-beygju býður upp á óhöpp t.d. vegna hálku né hvernig fara á með hliðið á veturna þegar snjóar eru miklir þannig að sorphreinsun geti farið fram og að viðbragðsaðilar, lögregla, sjúkrabifreiðar og slökkvilið geti farið óhindrað um. Þá er Rarik með spennistöð fyrir hluta sveitarinnar á hlaðinu á Meyjarhóli 2.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Umrætt hlið verður fellt úr deiliskipulaginu sbr. afgreiðslu á athugasemd 1 b) og því gefur athugasemdin sem hér um ræðir ekki tilefni til frekari breytinga á auglýstri skipulagstillögu.

Athugasemd e)Sendandi bendir á að hægt væri að bregðast við áhættu af krossvegamótum með þar til gerðum umferðarmerkjum.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Í kjölfar athugasemda sem bárust vegna krossvegamóta fór fram samráð við Vegagerðina um útfærslu vegamótanna. Nú liggur fyrir uppfærð skipulagstillaga dags. 30. október 2022 sem gerir grein fyrir útfærslu sem Vegagerðin hefur samþykkt.

Athugasemd f) Á fundi með Skipulags-og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans þann 2. maí 2022 var upplýst að byggingarréttur á lóð nr. 2 hefði verið færður á lóð nr. 3 og þar mætti því byggja tvö hús en ekki yrði byggt á lóð 2. Ekki er hægt að sjá það í greinargerðinni með deiliskipulaginu að ekki megi byggja á lóð 2 og því er vandséður tilgangur með því að stofna þessa lóð sem er merkt sem íbúðarhúsalóð á sama hátt og aðrar lóðir. Tryggja verður að ekki verði byggt á þessari lóð. Niðurfelling á afmörkun byggingarreits á skipulagsuppdrættinum breytir þar engu um.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að skv.auglýstri deiliskipulagstillögu sé enginn byggingarreitur á lóð 2 í Geldingsárhlíð og þar með sé ekki heimilt að byggja byggingarleyfisskylt mannvirki á lóðinni. Í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að heimilt sé að byggja alls fimm ný einbýlishús á íbúðarsvæðunum ÍB23 og ÍB24 í landi Geldingsár, til viðbótar við íbúðarhúsið Árholt sem fyrir stendur á svæðinu. Skv. auglýstri deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir einu einbýlishúsi á lóðum nr. 1, 4 og 5 og tveimur einbýlishúsum á lóðnr. 3 við Geldingsárhlíð. Byggingarheimildum aðalskipulags á umræddum íbúðarsvæðum er því að fullu ráðstafað með auglýstri deiliskipulagstillögu.

Athugasemd g) Skipulagstillagan sem nú er auglýst er síðan að mestu samhljóða áður auglýstum tillögum þannig að við ítrekum og vísum til þeirra athugasemda sem við gerðum við skipulagstillöguna á vinnslustigi með bréfi okkar dags. 30. desember 2021 og eru ennþá í fullu gildi. Ítrekuð eru mótmæli við uppsetningu hliðs á heimreiðina að Meyjarhóli 2.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn vísar til afgreiðslu á erindi sem sendandi vísar til á fundi sveitarstjórnar þann 1. júní 2022.

2.erindi, sendandi Norðurorka.
Athugasemd a)Sendandi bendir á að veitulagnir heits og kalds vatns skarist við bæði lóðir og byggingarreiti skv. auglýstri skipulagstillögu. Sendandi bendir á að hann þurfi að hafa aðgengi að lögnum sínum þegar til viðhalds kemur, það er ekki boðlegt að hafa lagnir inni á lóðum fólks og þá sérstaklega inni á byggingarreitum þar sem óhjákvæmilegt er að til framkvæmda kemur fyrr en síðar. Samkvæmt fyrrgreindu er ljóst að sendandi getur ekki fallist á tillöguna eins og hún hefur verið birt. Þá er rétt að árétta að ef færa þarf veitulagnir vegna úthlutunar nýrra lóða til húsbygginga, fellur kostnaður á þann er óskar breytinganna.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Samráð hefur verið haft við sendanda um úrlauns málsins og liggur nú fyrir uppfærð skipulagstillaga dags. 30. október 2022 sem sendandi hefur samþykkt.
3.erindi, sendandi Vegagerðin.
Athugasemd a)Sendandi telur umsögn sína sem veitt var á fyrri stigum skipulagstillögunar á röngum forsendum byggða. Sendandi telur ljóst að enn sé um krossvegamót að ræða með tilkomu nýs vegar að Heiðarbyggð. Sendandi gerði athugasemdir varðandi tiltekin vegamót í umsögn dags. 16.09.2021. Sendandi óskar eftir því að deiliskipulagi verði breytt eða að upplýsingar um samþykki eiganda Meyjarhóls komi fram skriflega.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Samráð hefur verið haft við sendanda um úrlauns málsins og liggur nú fyrir uppfærð skipulagstillaga dags. 30. október 2022 sem sendandi hefur samþykkt.

Við úrvinnslu athugasemda sem bárust vegna auglýsingar deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði ÍB23 og ÍB24 í Geldingsárhlíð hefur auglýstri deiliskipulagstillögu verið breytt eins og fram kemur í afgreiðslu á athugasemdum 1 a), 1b), 2 a) og 3 a) hér að ofan og liggur uppfærð skipulagstillaga dags. 30. október 2022 fyrir fundinum nú. Sveitarstjórn samþykkir hina uppfærðu skipulagstillögu skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.

 

   

3.

Áramótabrenna og sala - 2211009

 

Björgunarsveitin Týr óskar eftir leyfi til flugeldasölu og áramótabrennu.

 

Umsókn Björgunarsveitar samþykkt og leyfi veitt.

 

   

4.

Afreksstyrkir - 2205002

 

Styrkbeiðni

 

Sveitarstjórn synjar styrkbeiðninni. Sveitarstjóra falið að svara umsækjendum.

 

   

5.

Stafræn þróun sveitarfélaga - 2012014

 

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kynning á verkefninu spjallmenni í stafrænni umbreytingu. Í ljósi þess að spjallmenni er eitt af þeim stafrænu verkefnum sem sveitarfélögin hafa þegar kosið að taka þátt í, er stefnt að því að ljúka greiningu og undirbúningsvinnu á þessu ári og hefja innleiðingu verkefnisins í janúar 2023.

 

Sveitarstjórn ætlar ekki að taka þátt í verkefninu að svo stöddu.

 

   

6.

Valsárskóli loftræsting - 2102011

 

Umsjónamaður fasteigna kynnir stöðu framkvæmda í Valsárskóla.

 

Verkstaða kynnt fyrir sveitarstjórn.

Umsjónarmanni fasteigna og sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.

 

   

7.

Fjallsgirðing - 1407157

 

Farið yfir verkstöðu fjallsgirðinga.

 

Sveitarstjóra og Bjarna Þór Guðmundssyni falið að kortleggja fjallsgirðingu hreppsins og ástand.

 

   

8.

Fjárhagsáætlun 2023-2026 - 2208014

 

Lögð fram tillaga til seinni umræðu að fjárhagsáætlun 2023 - 2026.

 

Álagning gjalda 2023:

Útsvarshlutfall 14,52% (óbreytt).
Fasteignaskattur, A stofn 0,42 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,26 % (óbreytt)
Fráveitugjald 0,19 % (óbreytt)
Lóðarleiga 1,5 % (óbreytt)



Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.

Sorpgjald hækkar um 15 % nema sorpgjald frístundahúsa hækkar um 40 %
Gripagjald hækkar um 5 %
Rotþróargjöld hækka um 8 %
Leikskóla- og skólavistunargjöld hækka um 5 %
Sveitarstjórn samþykkir að tekin verði upp gjaldskrá vegna heimaþjónustu og jafnframt reglur um afslátt tekjulágra einstaklinga sem þiggja heimaþjónustu.
Sveitarstjórn samþykkir að tekin verði upp gjaldskrá vegna umsókna tengdum skipulagsbreytingum sem óskað er eftir í Svalbarðsstrandarhreppi.
Salaleiga hækkar á bilinu 7-17% eftir gjaldaliðum
Leiga á sundlaug hækkar um 120 %
Leiga fyrir gámastæði hækkar um 50 %

Breytingar á gjaldskrám taka gildi 1. Janúar 2023 og nýjar gjaldskrár koma inn á vef Svalbarðsstrandarhrepps 15. desember 2022.

Frístundastyrkur barna og unglinga er hækkaður upp í 50.000 kr
Frístundastyrkur aldraðra er 15.000 kr.
Húsaleigubætur krakka á aldrinum 15-17 ára er 20.000 kr. en þó aldrei meira en 2/3 af leiguverðinu.

Breytingar styrkja og bóta tekur gildi 1. janúar 2022

Gjalddagar fasteignagjalda verði 10 frá 1. febrúar til 1. Nóvember í stað 8 líkt og áður var.

Þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2023 upp á 114.000.000 kr. í samræmi við áætlun sveitarstjórnar.

Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Tekjur kr. 601 millj.
Gjöld án fjármagnsliða kr. 589 millj.
Fjármunatekjur og gjöld kr. (602 þús.)
Rekstrarniðurstaða kr. 11,2 millj.
Breyting á handbæru fé kr. (62,7 millj)

Stærstu einstöku framkvæmdirnar 2023:
Hjóla- og göngustígur í Vaðlareit malbikaður
Leikskólalóð kláruð
Gatnagerð í Tjarnartúni og Bakkatúni 1-22.
Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu né sölu eigna.
Fjárhagsáætlunin 2023 er samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlun 2024 - 2026.

Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2024 - 2026 er samþykkt samhljóða. Ekki er í áætluninni gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum, áfram verður leitað leiða til hagræðingar í rekstri. Gert ráð fyrir fjárfestingum á tímabilinu fyrir kr. 150 millj.

Á áætlunartímabilinu er ekki gert ráð fyrir að tekin verði ný lán eða seldar eignir.

Skuldaviðmið Svalbarðsstrandarhrepps skv. reglugerð 502/2012 verður ekki hærra en 5 % á tímabilinu og því vel innan reglugerðarinnar.


Sveitarstjórn þakkar fulltrúum nefnda og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar og sendir þeim öllum, fjölskyldum þeirra svo og öðrum íbúum sveitarfélagsins bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

 

   

Umhverfis- og atvinnumálanefnd mætti á fundinn undir þessum lið.

9.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 27 - 2211001F

 

Fundargerð lögð fram til samþykktar.

 

9.1

2208014 - Fjárhagsáætlun 2023-2026

   
 

9.2

2209006 - Atvinnumál í sveitarfélaginu.

   
 

9.3

2211004 - Nýsköpun í Svalbarðsstrandarhreppi

   
 

9.4

2211005 - Fræðsluefni frá Umhverfis - og atvinnumálanefnd

   
 

9.5

2202009 - Umhverfisviðurkenning 2021

   

 

   

10.

Viðaukar - Fjárhagsáætlun 2022 - 2201004

 

Tekið fyrir með afbrigðum - Viðauki lagður fyrir sveitarstjórn meðfram afgreiðslu síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026

 

Bókun fyrir viðauka

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn er breyting á fjárfestingar áætlun Svalbarðsstrandarhrepps.

Fjárfestingarhreyfingar lækkaðar um 108 milljónir króna og greitt niður langtímalán upp á 100 milljónir króna.

Handbært fé í árslok er áætlað 94 milljónir króna.

Fyrirliggjandi tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022 er samþykkt samhljóða.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.