Sveitarstjórn

106. fundur 24. janúar 2023 kl. 13:00 - 15:15 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Geldingsárhlíð - 2106009

 

Svalbarðsstrandarhreppur sendi Skipulagsstofnun deiliskipulag Geldingsárhlíðar til yfirferðar samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og var málsmeðferð skv. 41. gr. laganna. Deiliskipulagið var samþykkt með breytingum í sveitarstjórn, þann 29. nóvember 2022.
Skipulagsstofnun hefur yfirfarið framlögð gögn og hefur sent til baka athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um auglýsingu samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Sveitarstjórn fjallar um athugasemdir sem fram koma í erindinu.

 

Sveitarstjórn fjallar um athugasemdir Skipulagsstofnunnar við afgreiðslu Svalbarðsstrandarhrepps á deiliskipulagi Geldingsárhlíðar.

Athugasemd 1 frá Skipulagsstofnun er eftirfarandi:
Staðsetning byggingarreits á lóð nr.1 í 10 m fjarlægð frá jörðinni Sólbergi er í ósamræmi við ákvæði aðalskipulags. Í aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið kemur fram að ekki sé hemilt að byggja nær jarðarmörkum en 30 m og sama ákvæði kemur fram í almennum ákvæðum fyrir íbúðarbyggð (kafli 4.4.2). Þótt samkomulag liggi fyrir varðandi þetta atriði getur það ekki gengið gegn ákvæðum aðalskipulags.
Afgreiðsla Sveitarstjórnar: Á 17. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014 var samþykkt óveruleg breyting á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020. Breytingin er á þann veg að setningunni "Að jafaði skulu vera a.m.k. 20 m á milli byggingarreita og byggingarreitir a.m.k. 30 m frá mörkum lögbýli og mörkum landnotkunarreita" á bls. 26 í kafla 4.4.2 Íbúðarbyggð í sveitinni og á bls. 27 í kafla 4.5.1 Frístundabyggð F1-F7.
Athugasemdin sem hér um ræðir gefur því ekki tilefni til frekari breytinga á auglýstri skipulagstillögu.

Athugasemd 2
Auk þess þarf að gera grein fyrir heildarbyggingarmagni á lóð nr. 3. Fram kemur að heimilt sé að byggja tvö íbúðarhús á lóðinni en ekki er ljóst hvert heildarbyggingarmagn og fjöldi húsa er.

Afgreiðsla sveitarstjórnar:
Á 103. Fundur Sveitarstjórnar Svalbarðsstrandahrepps þann 29. nóvember 2022.

Á fundi með Skipulags-og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans þann 2. maí 2022 var upplýst að byggingarréttur á lóð nr. 2 hefði verið færður á lóð nr. 3 og þar mætti því byggja tvö hús en ekki yrði byggt á lóð 2. Ekki er hægt að sjá það í greinargerðinni með deiliskipulaginu að ekki megi byggja á lóð 2 og því er vandséður tilgangur með því að stofna þessa lóð sem er merkt sem íbúðarhúsalóð á sama hátt og aðrar lóðir. Tryggja verður að ekki verði byggt á þessari lóð. Niðurfelling á afmörkun byggingarreits á skipulagsuppdrættinum breytir þar engu um.

Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að skv.auglýstri deiliskipulagstillögu sé enginn byggingarreitur á lóð 2 í Geldingsárhlíð og þar með sé ekki heimilt að byggja byggingarleyfisskylt mannvirki á lóðinni. Í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að heimilt sé að byggja alls fimm ný einbýlishús á íbúðarsvæðunum ÍB23 og ÍB24 í landi Geldingsár, til viðbótar við íbúðarhúsið Árholt sem fyrir stendur á svæðinu. Skv. auglýstri deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir einu einbýlishúsi á lóðum nr. 1, 4 og 5 og tveimur einbýlishúsum á lóðnr. 3 við Geldingsárhlíð. Byggingarheimildum aðalskipulags á umræddum íbúðarsvæðum er því að fullu ráðstafað með auglýstri deiliskipulagstillögu.

Á lóð númer 3, er gert ráð fyrir tveimur húsum, annað er allt að 700 fm einbýlishúsi og hitt er allt að 162 fm og 44 fm gestahúsi.

Skipulagsfulltrúa falið að uppfæra auglýsta skipulagstillögu þar sem bygginarreiturinn á lóð nr. 2 er felldur út og jafnframt að setja inn upplýsingar um byggingarmagn á lóð nr. 3.

 

   

Bjarni Þór Guðmundsson vék af fundi þegar mál 2110005 var tekið fyrir af sveitarstjórn.

2.

Lóðir á Svalbarðseyri, hafnarsvæði - 2110005

 

Erindi frá Stefáni Sveinbjörnssyni og Sigríði Jónsdóttur, vegna lóðarleigusamnings lóðar á Svalbarðseyrarvegi 17.
Einnig ósk um leigu á geymsluhúsnæði sveitarfélagsins til eins árs.

 

Tvö erindi bárust sveitarstjórn.

1. erindi vegna lóðarleigusamnigns lóðar á Svalbarðseyrarvegi 17 er frestað á meðan aflað er frekari gagna.

2. erindi um ósk á leigu geymsluhúsnæðis sveitarfélagsins. Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu þar sem sveitarfélagið ætlar að nýta húsnæðið.

 

   

3.

Siðareglur - 1807001

 

Siðareglur - 1807001

 

Sveitarstjórn hefur farið yfir siðareglur sveitarfélagsins og samþykkir þær óbreyttar. Þær halda því gildi sínu og ráðuneytinu verður tilkynnt sú niðurstaða. Siðareglurnar má finna á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps undir samþykktir.

 

   

4.

Verkefnastyrkur - 2301004

 

Erindi frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Vaðlaskógi, Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að boða Skógræktarfélagi Eyfirðinga á fund. Málinu frestað.

 

   

5.

Afreksstyrkir - 2205002

 

Mál sem var frestað á 105. fundi sveitarstjórnar. Tillaga að reglum um styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða ungmenna og afreksfólks.

 

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar.

 

   

6.

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020

 

Endurskoðuð húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps lögð fram til samþykktar.

 

Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða húsnæðisáætlun.

 

   

7.

Afreksstyrkir - 2205002

 

Styrkbeiðni.

 

Afgreiðslu málsins er vísað til sveitarstjóra.

 

   

9.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 28 - 2301002F

 

Fundargerð 28. fundar umhverfis- og atvinnumálanefndar lögð fram til kynningar.

 

9.1

2301002 - Umhverfisviðurkenning Svalbarðsstrandarhrepps

   
 

9.2

2210004 - Sorphirða

   
 

9.3

2301003 - Samráðsfundur um atvinnumál

   

 

   

8.

Fundargerð stjórnar SSNE 2022 - 2208013

 

Fundargerðir stjórnar SSNE nr. 45 og 46 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15.