Sveitarstjórn

108. fundur 21. febrúar 2023 kl. 13:00 - 15:15 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Stefán Ari Sigurðsson
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson byggingarfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Verkefnastyrkur - 2301004

 

Erindi sem frestað var á fundi sveitarstjórnar 24.01.2023 frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga um styrk til umhirðu og uppbyggingar á skógræktar- og útivistarsvæði í Vaðlaskógi, Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Fulltrúar skógræktarfélagsins mættu á fundinn og kynntu hugmynd sína að samstarfssamningi fyrir sveitarstjórn.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við Skógræktarfélag Eyfirðinga og leggja fyrir sveitarstjórn í kjölfarið.

 

   

2.

Heiðarbyggð 35 - 2211003

 

Máli frestað á fundi sveitarstjórnar 7. febrúar 2023. Grendarkynningartímabili vegna deiliskipulagsbreytingar á lóð Heiðarbyggðar 35 er lokið og barst eitt erindi vegna málsins. Sveitarstjórn fjallar um athugasemdir sem fram koma í erindinu.

 

Grenndarkynningartímabili vegna grenndarkynningar á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Heiðarbyggð 35 lauk 23. desember 2022 og barst eitt erindi vegna málsins. Erindið sendi Garðar K. Vilhjálmsson f.h. 520 ehf. eiganda lóðarinnar Heiðarbyggðar 31. Sveitarstjórn fjallar um þær athugasemdir sem fram koma í erindinu.
Athugasemd a) Helstu gæði lóðar 520 ehf. sem er nr. 31, felast í útsýninu af lóðinni. Húsbygging sú sem kynnt er mun rýra þau gæði fasteignar félagsins verulega umfram það sem við mátti búast miðað við núverandi skipulag. Í skipulaginu er gert ráð fyrir litlum byggingarreit á lóðinni, með nettu húsi sem myndi lítil áhrif hafa á útsýni af lóð nr. 31. Þau áform sem nú eru kynnt fela hins vegar í sér ígildi þess að reistur yrði fjögurra metra hár, 25 metra langur veggur skammt frá lóð félagsins, sem myndi útiloka nánast allt útsýni til suðvesturs yfir fallegasta hluta Akureyrar. Eftir sæti útsýnið yfir verksmiðjusvæðið nyrst í bænum. Það segir sig sjálft að þetta eitt og sér rýrir verulega þau gæði sem felast í því að eiga sumarhús á lóð nr. 31 í Heiðarbyggð. Leiða má að því sterkar líkur að verðmæti fasteignar félagins á lóð nr. 31 verði mun lægra en ella þegar útsýnið hefur verið skert með þessum hætti.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn hefur kallað eftir ítarlegri upplýsingum um áhrif deiliskipulagsbreytingarinnar á útsýni af lóð nr. 31 við Heiðarbyggð og fyrir fundinum liggur greinargerð um málið dags. janúar 2023 unnin af Arkþing nordic. Fulltrúar sveitarstjórnar hafa ennfremur farið á vettvang og metið aðstæður. Deiliskipulagsbreytingin sem um ræðir myndi hafa í för með sér að byggingarreitur á lóðinni yrði lengdur í norður-suður stefnu úr 17 m í 25 m en vegna þess að stefna sjóngeisla frá lóð nr. 31 er í um 30 gráðu horni á norður-suður stefnu þá skerðist sjóngeiri mun minna en sem nemur 8 m. lengingu á byggingarreit. Við mat á áhrifum skipulagsbreytingarinnar á útsýni ber einnig að líta til þess samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja 5,5 m hátt hús á lóðinni, en að hæsti punktur á þakvirki húss á lóðinni skv. grenndarkynntri skipulagstillögu er um 1,5 m neðar en það og er útsýnisskerðing sem af húsi á lóðinni hlýst minni sem því nemur. Að teknu tilliti til þessara aðstæðna telur sveitarstjórn að deiliskipulagsbreytingin hefði óveruleg áhrif af útsýni af lóð 31.
Athugasemd b) Þó vissulega sé um glæsilegt hús að ræða skv. kynntum teikningum, þá er rétt að benda á að þetta hús hefur öll einkenni heilsárs einbýlishúss og er algerlega úr öllu samhengi við þau sumarhús sem standa í Heiðarbyggð. Enda er það svo að húsið er miklu stærra en ráð er fyrir gert í deiliskipulagi og allt annarar tegundar en þau hús sem gert er ráð fyrir að séu á svæðinu. Húsið yrði því eins og skrattinn úr sauðarleggnum innan um lítil og litrík sumarhúsin í hverfinu.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að skv. gildandi deiliskipulagi megi byggja 110 fm frístundahús auk 15 fm aðstöðuhúss á lóðum á skipulagssvæðinu. Mjög misjafnt er að hve miklu leyti lóðarhafar á svæðinu hafa fullnýtt þessa byggingarheimild og auk þess sem húsin eru ólík að gerð og útliti. Sveitarstjórn telur frávikin frá fyrri skipulagsskilmálum sem felast í hinni grenndarkynntu skiupulagsbreytingu því ekki spilla gæðum á borð við heilstæðri eða samræmdri götumynd byggðar á svæðinu.
Athugasemd c) Aðstæður á lóðinni nr. 35 eru með þeim hætti að á henni er mikil og brött hlíð. Byggingarreiturinn er því ákaflega takmarkaður frá náttúrunnar hendi. Það ætti því að blasa við hverjum þeim sem kemur á lóðina að þau byggingaráform sem þarna eru kynnt eru eiginlega alveg út í hött. Þar sem á teikningum er sýnd verönd og í framhaldi grösugur bali, er í raun og veru þverhnípt brekka. Á meðfylgjandi mynd er helgunarreitur hússins skv. teikningunum (28,5m x 13,5m) settur inn á myndina m.v. að húsið standi á bjargbrún lóðarinnar. Þar sést glöggt hversu mikið á skjön við aðrar byggingar hús þetta yrði á þessum stað. Þá má gera sér í hugarlund hversu mikið útsýni væri skert af lóð nr. 31, svo ekki sé talað um lóð nr. 38.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að hlutast til um hönnun hússins á lóð nr. 35 þó lóðarhafi vilji staðsetja það nærri brekkubrún, enda getur það falið í sér ákveðin gæði. Varðandi áhrif hinar grenndarkynntu deiliskipulagsbreytingar á útsýni af lóð nr. 31 vísar sveitarstjórn til afgreiðslu á athugasemd a).
Sveitarstjórn telur athugasemdir sendanda ekki gefa tilefni til breytinga á grenndarkynntri skipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku hennar.

 

   

3.

Lóðir á Svalbarðseyri, hafnarsvæði - 2110005

 

Erindi er frestað var á fundi sveitarstjórnar 24. janúar 2023 frá Stefáni Sveinbjörnssyni og Sigríði Jónsdóttur, vegna lóðarleigusamnings lóðar á Svalbarðseyrarvegi 17, einnig barst ósk um að sú lóð sem fyrirhugað er að stofna og gera lóðarleigusamning um við undirrituð verði stækkuð.

 

Erindi vegna lóðarleigusamnings lóðar á Svalbarðseyrarvegi 17 frestað. Erindi um stækkun lóðar hafnað.

 

   

4.

Staða gáma á eyrinni - 2302003

 

Erindi frá Dóru Kristjánsdóttur, varðandi stöðu gáma á eyrinni.

 

Sveitarstjórn felur skrifstofustjóra að svara erindi Dóru Kristjánsdóttur í samræmi við umræður fundarins.

 

   

5.

Líforkuver - 2302006

 

Drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuver í Eyjafirði.

 

Sveitarstjórn samþykkir það að standa að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuver í Eyjafirði.

 

   

6.

Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007

 

Lögð fram til seinni umræðu tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp.Tillagan er óbreytt frá því hún var samþykkt á síðasta fundi sveitarstjórnar 7. febrúar s.l.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögunina og verður hún send til birtingar í Stjórnartíðindum.

 

   

7.

Umsókn um leyfi til reksturs Gististaðir í Flokkur II-C Minna gistiheimili - 2302005

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um leyfi til reksturs Gististaðir í Flokkur II-C Minna gistiheimili. Gistileyfið nær til lóðarinnar Sólberg lóð F2160356.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn BA 2022 ehf, kt. 590822-1080 um gistileyfi en vekur athygli á að fasteignaskattur á eigninni verði færður úr flokk A í C vegna úthlutunar leyfisins.

 

   

8.

Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerðir stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 275 og 276 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15.