Sveitarstjórn

109. fundur 07. mars 2023 kl. 13:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra HNE - eftirlitsaðili með dýrahaldi og frumframleiðslu - 2010002

 

Leifur Þorkelsson Heilbrigðisfulltrúi/framkvæmdastjóri HNE, kynnir starfsemi Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar.

 

Málinu frestað vegna forfalla.

 

   

2.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra HNE - eftirlitsaðili með dýrahaldi og frumframleiðslu - 2010002

 

Uppfærður samstarfssamningur sveitarfélaganna vegna Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra til umfjöllunar og samþykktar.

 

Sveitarstjórn samþykkir uppfærðan samstarfssamning.

 

   

3.

Samningur um barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar - 2303001

 

Lagður fram samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

 

   

4.

Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007

 

Sveitarstjórn tekur til fyrri umræðu samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps vegna breytinga á lagaumhverfi barnaverndar.

 

Í 40 gr. undir liðnum stjórnir og starfshættir er eftirfarandi töluliður um barnaverndarnefnd felldur úr samþykktinni.

5. Barnaverndarnefnd. Sveitarstjórn skipar einn aðalmann af fimm og jafnmarga til vara í samvinnu við Grýtubakkahrepp, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, skv. III. kafla barnaverndarlaga, nr. 80/2002.

Við liðinn stjórnir og starfshættir bætast svo við tveir nýir töluliðir.

5. Umdæmisráð barnaverndar. Samkvæmt samningi um rekstur umdæmisráðs landsbyggða skipa aðildarsveitarfélögin fimm manna valnefnd sem fer með umboð sveitarfélaganna til skipunar í umdæmisráð barnaverndar. Skipunartími umdæmisráðs er fimm ár.
6. Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndar-þjónustu Eyjafjarðar, sbr. auglýsingu (samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar), fer Akureyrarbær með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 sem ekki eru falin öðrum.

40. gr. liður stjórnir og starfshættir mun þá vera eftir breytingu:

Stjórnir og samstarfsnefndir:
1. Fjallskilastjórn. Sveitarstjórn fer með framkvæmd fjallskilamála sbr. 2. gr. laga um afréttamálefni, fjallskil o.fl., nr. 6/1986 og fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð, nr. 173/2011. Fjallskilastjóri er kosinn sérstaklega, starfar eftir erindisbréfi og kýs sveitarstjórn fjallskilastjóra við upphaf nýs kjörtímabils sveitarstjórnar. Fjallskilastjóri er skipaður til fjögurra ára í senn.
2. Húsnæðisnefnd. Sveitarstjórn ber ábyrgð á og fer með stjórn og samræmingu húsnæðismála á vegum sveitarfélagsins skv. 5. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998. Sveitarstjórn er heimilt að fela sérstakri húsnæðisnefnd stjórn og framkvæmd húsnæðismála skv. 6. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998.
3. Ungmennaráð. Sjö fulltrúar og sjö til vara. Fimm fulltrúar skipaðir af grunnskóla og tveir af sveitarstjórn eins og tilgreint er í samþykktum ungmennaráðs. Ungmennaráð gerir tillögur til fastanefnda og sveitarstjórnar um málefni ungmenna. Ungmennaráð er skipað til árs í senn, hver fulltrúi situr í tvö ár samkvæmt samþykktum ungmennaráðs.
4. Almannavarnanefnd. Sveitarstjórn skipar einn aðalmann og jafnmarga til vara skv. 9. gr. laga um almannavarnir, nr. 82/2008. Samkvæmt samstarfssamningi um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettum 29. janúar 2020, skal aðalmaður sveitarstjórnar vera sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps.
5. Umdæmisráð barnaverndar. Samkvæmt samningi um rekstur umdæmisráðs landsbyggða skipa aðildarsveitarfélögin fimm manna valnefnd sem fer með umboð sveitarfélaganna til skipunar í umdæmisráð barnaverndar. Skipunartími umdæmisráðs er fimm ár.
6. Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar. Samkvæmt samningi um rekstur barnaverndar-þjónustu Eyjafjarðar, sbr. auglýsingu (samningur Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar), fer Akureyrarbær með verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 sem ekki eru falin öðrum.
7. Heilbrigðisnefnd. Með vísan til laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, gera sveitarfélög á Norðurlandi eystra, þ.m.t. Svalbarðsstrandarhreppur, með sér samstarfssamning um skipan heilbrigðisnefndar og rekstur heilbrigðiseftirlits. Heilbrigðisnefnd skal skipuð til fjögurra ára á aðalfundi SSNE, áður Eyþings, að afloknum sveitarstjórnarkosningum, sbr. 2. gr. samstarfssamnings sveitarfélaga á Norðurlandi eystra um skipan heilbrigðisnefndar og rekstur heilbrigðiseftirlits, sbr. samþykkt frá aðalfundi Eyþings 4. september 1998, sbr. einnig lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Sveitarstjórnir í héraðsnefnd Eyjafjarðar, aðrar en bæjarstjórn Akureyrarbæjar, tilnefna einn aðalmann og einn varamann í heilbrigðisnefnd.
8. Hafnasamlag Norðurlands. Sveitarstjórn skipar einn aðalmann af sjö og jafnmarga til vara í Hafnasamlagi Norðurlands samkvæmt hafnalögum, nr. 61/2003.
9. Molta ehf. Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í stjórn Moltu ehf. Nr. 125 25. janúar 2021
10. Flokkun ehf. Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í stjórn Flokkunar ehf.
11. Gróðurverndarnefnd. Búnaðarsamband Eyjafjarðar tilnefnir þrjá fulltrúa og þrjá til vara í sameiginlega gróðurverndarnefnd fyrir Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp skv. 19. gr. laga um landgræðslu, nr. 17/1965.
12. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt samþykktum Sambands íslenskra sveitarfélaga kýs sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa á landsþing sambandsins.
13. Minjasafnið á Akureyri. Skv. stofnskrá um Minjasafnið á Akureyri frá 9. desember 1998 skulu sveitarfélögin, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur skipa sameiginlega tvo fulltrúa í stjórn safnsins og jafnmarga til vara. Kjörtímabil stjórnar er fjögur ár og er hið sama og sveitarstjórna.
14. Minjasafnið á Akureyri. Sveitarstjórn skipar einn aðalmann og annan til vara á aðalfund.
15. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppur skulu kjósa sameiginlegan einn fulltrúa í stjórn SSNE. Stjórnarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára, í upphafi nýs kjörtímabils sveitarstjórnar.
16. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps skipar tvo þingfulltrúa á þing SSNE og jafnmarga til vara. Kjörgengir eru kjörnir sveitarstjórnarmenn aðildarsveitarfélaga, varamenn þeirra og framkvæmdastjórar. Þingfulltrúar eru skipaðir til fjögurra ára, í upphafi nýs kjörtímabils sveitarstjórnar.
17. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Stjórn Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar skal skipuð sjö mönnum til eins árs í senn. Sveitarfélög í Eyjafirði tilnefna tvo fulltrúa, sbr. 4. gr. skipulagsskrár Símenntunarmiðstöðvarinnar frá 29. mars 2000. Akureyrarbær tilnefnir annan fulltrúann og hin sveitarfélögin tilnefna sameiginlega hinn fulltrúann. Varamenn skulu tilnefndir með sama hætti.
18. Skólanefnd Menntaskólans á Akureyri. Sveitarfélög í Eyjafirði, önnur en Akureyrarbær, skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í skólanefnd Menntaskólans á Akureyri og annan til vara, sbr. 5. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
19. Skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga. Sveitarfélög í Eyjafirði, önnur en Fjallabyggð, skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga og annan til vara, sbr. 5. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
20. Skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri. Sveitarfélög í Eyjafirði, önnur en Akureyrarbær, skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri og annan til vara, sbr. 5. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008.
21. Skólanefnd tónlistarskóla. Einn aðalmann af fjórum og jafn margir til vara í samvinnu við Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og Grýtubakkahrepp í skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar skv. 2. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985.
22. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps skipar tvo aðalmenn og jafnmarga til vara til að annast svæðisskipulag Eyjafjarðar.
23. Þjónustuhópur aldraðra. Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur skulu kjósa sameiginlega einn fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra, sbr. 7. gr. laga, nr. 125/1999 um málefni aldraðra og reglugerð nr. 466/2012, um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma.
24. Þjónusturáð um þjónustu við fatlaða. Sveitarstjórn kýs einn aðalmann í þjónusturáð á sameiginlegu þjónustusvæði um þjónustu við fatlaða í Eyjafirði, sbr. gr. 3.2. í samningi fimm sveitarfélaga við Eyjafjörð frá 22. desember 2010.
25. Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands. Sveitarstjórn kýs aðal- og varafulltrúa í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, sbr. 9. gr. laga um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, nr. 68/1994.
26. Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðar bs. Byggðasamlagið annast lögbundin verkefni skipulags- og byggingarfulltrúa Svalbarðsstrandarhrepps, sbr. 5. mgr. 7. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010 og 4. mgr. 6. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, sbr. einnig 93. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 og sveitarstjórn kýs einn af fjórum aðalmönnum og einn til vara í stjórn byggðasamlagsins. Nr. 125 25. janúar 2021 41. gr. Verkefnabundnar nefndir. Sveitarstjórn getur skipað nefndir til að vinna að afmörkuðum verkefnum. Umboð slíkra nefnda fellur sjálfkrafa niður við lok kjörtímabils sveitarstjórnar eða fyrr ef verki nefndarinnar er lokið. Sveitarstjórn getur afturkallað umboð slíkrar nefndar hvenær sem er.
Sveitarstjórn setur nefndum erindisbréf eftir því sem við á.


Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða og vísað til síðari umræðu.

 

   

Anna Karen Úlfarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

5.

Sólberg - Deiliskipulag 2021 - 2111003

 

Endurupptaka málsins vegna misritunar í bókun á 101. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 8. nóvember 2022

 

Eftirfarandi athugasemd barst frá Innviðaráðuneytinu:

Í erindi Svalbarðstrandarhrepps þar sem óskað er eftir undanþágu frá skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar frá Grenivíkurvegi er misræmi vegna númers íbúðasvæðis. Í bókun sveitarfélags er talað um ÍB27 og í gögnum sem fylgdu beiðninni er þetta ÍB26.

Afgreiðsla sveitarstjórnar:

Hið rétta er þetta er ÍB26 sem verið er að fjalla um. Rétt afgreiðsla málsins er því eftirfarandi.

Skipulagsstofnun óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar á ákvörðun um að undanþága verði veitt frá gr. 5.3.2.5, lið d. í skipulagsgerð nr 90/2013 um fjarlægð bygginga frá stofn- og tengivegum, vegna byggingar íbúðarhúsnæðis við Grenivíkurveg.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að fyrirhuguð íbúðarhús á íbúðarsvæði ÍB26 í landi Sólbergs standi nær þjóðvegi en 100 m eins og aðalskipulag sveitarfélagsins og skipulagsreglugerð gera ráð fyrir, enda samræmast áformin byggðarmynstri sem fyrir er í nágrenninu. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að afla undanþágu ráðherra vegna málsins.

 

   

6.

Erindi til sveitarstjórnar - 2302004

 

Erindi frá Stefáni Tryggvasyni.

 

Fyrir er tekið erindi Stefáns Tryggvasonar á Þórisstöðum þar sem m.a. þess er farið á leit við sveitarfélagið að sveitarstjórn gefi út almenn fyrirmæli um að heimila ekki sumarbeit í Vaðlaheiði frá og með sumrinu 2024 og geri sauðfjáreigendum og landeigendum grein fyrir þeirri ákvörðun nú þegar svo tími gefist til að aðlagast breyttum aðstæðum. Í erindinu er vísað til álits umboðsmanns Alþingis um beitarmál, úrskurðar Dómsmálaráðuneytis og minnisblaðs Sambands Íslenskra sveitarfélaga þar sem vikið hefur verið að fyrirkomulagi búfjárhalds og sauðfjárbeitar.

Eins og erindið liggur fyrir sveitarstjórn felst í því beiðni um að breyta fyrirkomulagi sumarbeitar sauðfjár í sveitarfélaginu og um leið að breyta í verulegum atriðum starfsskilyrðum í landbúnaði. Landbúnaðarsvæði ofan ræktarlanda og óbyggð svæði, þar með talið eignarlönd, hafa verið nýtt sem sameiginleg beitarlönd í sveitarfélaginu. Með gildandi aðalskipulagi, sem er frá árinu 2008 að stofni til, er „lögð [...] áhersla á að ekki verði skertir möguleikar á því að nýta gott landbúnaðarland til landbúnaðar og matvælaframleiðslu.“ Jafnframt kemur fram að gagnvart landnotkun sé landbúnaður mikilvægasta atvinnugreinin í sveitarfélaginu, en tiltekið að sauðfjárbúskapur hafi dregist saman.

Ekki er augljóst að þau álit og úrskurðir sem vísað er til í erindinu eigi fyrirvaralaust við í sveitarfélaginu og um einstaka jarðir. Þá hefur engin stefna verið mörkuð um breytingu á áherslum aðalskipulags sveitarfélagsins um þessi mál. Eru því ekki fyrir hendi forsendur til að verða við óskum um grundvallarbreytingu á fyrirkomulagi sumarbeitar sauðfjár með þeim hætti sem farið er fram á og erindinu því hafnað.

Sveitarstjóra er falið í samstarfi við lögmann sveitarfélagsins að afla gagna og upplýsinga um beitarréttindi og beitarafnot í Vaðlaheiði og kynna úrvinnslu þeirra þegar það liggur fyrir. Sveitarstjóra einnig falið að fylgjast með framvindu mála um afréttarmálefni og fjallskil m.a. hjá Sambandi sveitarfélaga og halda sveitarstjórn upplýstri.

 

   

7.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

8.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerðir SSNE nr. 48 og 49 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

9.

Fundargerðir HNE - 2208016

 

228. Fundargerð stjórnar HNE lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerðir embættis Skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 50 og 51 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir sem tengjast Svalbarðsstrandarhreppi:

2. Litli-Hvammur - breytingar á húsi, tilkynningarskyld framkvæmd 2023 - 2302005
Katrín Regína Frímannsdóttir kt. 080959-5249, Kvisthaga 21 107 Reykjavík, tilkynnir um einangrun, múrhúðun og smávægilegar breytingar á íbúðarhúsi að Litla-Hvammi í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valþóri Bryjnarssyni hjá Kollgátu dags. 2022-01-29.
Lagt fram til kynningar.

3. Litli-Hvammur - byggingarheimild 2023 - 2302006
Katrín Regína Frímannsdóttir kt. 090859-5249, Kvisthaga 21 107 Reykjavík, sækir um byggingarheimild vegna breytinga á burðarvirki eldra íbúðarhúss í Litla-Hvammi Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valþóri Brynjarssyni dags. 2023-02-14.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindi.

4. Vaðlabrekka 1 - íbúðarhús 2021 - 2112007
S2 fjárfestingar ehf. kt. 531005-1120, Búlandi 28 108 Reykjavík, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 246,0 fm einbýlishúss á lóðinni Vaðlabrekku 1 í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Margréti Harðardóttur hjá Studio Granda.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindi.

 

   

11.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

282. fundargerð stjórnar Norðurorku lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

12.

Minjasafnið á Akureyri, fundargerð - 2110002

 

Fundargerðir stjórnar Minjasafns nr. 1-5 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.