Sveitarstjórn

110. fundur 21. mars 2023 kl. 13:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra HNE - eftirlitsaðili með dýrahaldi og frumframleiðslu - 2010002

 

Heimsókn sem frestað var á 109. fundi sveitarstjórnar 07.03.2023. Leifur Þorkelsson Heilbrigðisfulltrúi/framkvæmdastjóri HNE, kynnir starfsemi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

 

Sveitarstjórn þakkar Heilbrigðisfulltrúa fyrir heimsóknina.

 

   

2.

Vaðlabrekka 1 - beiðni um frávik frá deiliskipulagi - 2112008

 

Lögð fyrir sveitastjórn deiluskipulagstillaga á breytingu á stærðum lóða Vaðlabrekku 1 og Vaðlabrekku 2.

 

Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.

 

   

3.

Geldingsárhlíð 1 - framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu - 2303005

 

Umsókn um framkvæmdaleyfi í Geldingsárhlíð 1

 

Regína Ingunn Fossdal sækir um framkvæmdaleyfi til að fara í landmótun á lóðinni Geldingsárhlíð 1.
Framkvæmdin felst í því að jarðvegur verður fluttur til innan lóðar vegna undirbúnings fyrir byggingu íbúðarhúsa á lóðinni.

Sveitarstjórn samþykkir erindið, enda liggi fyrir samkomulag við Norðurorku.

 

   

4.

Gjaldskrá - Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjarfjarðar - 1902019

 

Gjaldskrá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar (SBE) lögð fram til samþykktar.

 

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar (SBE) sem sett er með heimild í 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og tekur gildi við auglýsingu í B-deild Stjórnar­tíðinda. Við gildistöku nýrrar gjaldskrár falla úr gildi núverandi gjaldskrár vegna byggingar- og skipulagsmála.

 

   

5.

Samningur um barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar - 2303001

 

Seinni umræða um samning Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

 

   

6.

Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007

 

Sveitarstjórn tekur til seinni umræðu samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps vegna breytinga á lagaumhverfi barnaverndar.

 

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.

 

   

7.

Umsókn um leyfi til reksturs Gististaðir í Flokkur II-C Minna gistiheimili - 2303006

 

Umsagnarbeiðnir vegna veitingu rekstrarleyfis á Geldingsá lóð nr. 20, 606 Akureyri.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn EyS Ráðgjöf og ferðaþjónusta ehf, kt. 540223-1140 um gistileyfi en vekur athygli á að fasteignaskattur á eigninni verði færður úr flokk A í C vegna úthlutunar leyfisins.

 

   

8.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 29 - 2303001F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

8.1

2303004 - Atvinnuhúsnæði

   
 

8.2

2303002 - Vinnuskóli 2023

   
 

8.3

2303003 - Umhverfisdagur 2023

   
 

8.4

2302002 - Boð um þátttöku í Grænum skrefum SSNE

   
 

8.5

2210004 - Sorphirða

   

 

   

9.

Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 277 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerð SSNE nr. 50 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

11.

Aðal- og stjórnarfundir SBE - 2004009

 

Fundargerðir stjórnar SBE dagsettar 7.12.2022 og 9.03.2023.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

12.

Rammahluti aðalskipulags - 2211008

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmenna.
Á 103. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandahrepps þann 29. nóvember 2022 var stefna um mótun og þróun byggðar í suðurhluta Svalbarðsstrandarhrepps rædd. Í framhaldinu var fundað með skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar þann 6. febrúar sl. Ákváðu sveitarfélögin að fara í samstarf og vinna rammahluta aðalskipulags fyrir syðri hluta Svalbarðstrandahrepps og nyrsta hluta Kaupangsveitar. Skipaður var 4 manna vinnuhópur, tveir frá hvoru sveitarfélagi ásamt skipulagsfulltrúa og starfsmanni Landlags munu halda utan um vinnuna.
Fyrir fundinum liggja drög að skipulagslýsing fyrir Rammahluta aðalskipulags, en það er sennilega nýmæli að rammhluti nái yfir samliggjandi svæði tveggja sveitarfélaga.

 

Sveitarstjórn samþykkir að skipulagslýsing rammahluta aðalskipulags, Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sé vísað í kynningarferli.

 

   

13.

Huldheimar - 2303007

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna. Ósk um lóðir við Hulduheima.

 

Málshefjendum er gert að leggja fram skipulagslýsingu vegna verkefnisins skv. 1. málsgrein 30. gr. og 1. málsgrein 40. gr. skipulagslaga 123/2010.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.