Sveitarstjórn

115. fundur 06. júní 2023 kl. 12:50 - 16:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson formaður
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Anna Karen Úlfarsdóttir
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Háskólinn á Akureyri - 2304002

 

Kynning á fagháskólanámi í leikskólafræðum fyrir starfsfólk leikskóla.

 

Alda Stefánsdóttir verkefnastjóri fagháskólanáms við Háskólann á Akureyri mætti á fundinn og kynnti verkefnið.

Sveitarstjórn þakkar fyrir kynninguna.

 

   

2.

Verkaskipting sveitarstjórnar - 1806007

 

Kjör oddvita og varaoddvita.

 

Gestur Jónmundur Jensson var kjörinn oddviti til eins árs.
Anna Karen Úlfarsdóttir var kjörin varaoddviti til eins árs.

 

   

3.

Gatnagerð - 2306001

 

Malbikun og viðhald á niðurföllum við Svalbarðseyrarveg 6.

 

Sveitarstjórn samþykkir að malbikað verði plan við nýtt áhaldahús og löguð niðurföll.

 

   

Stefán Tryggvason landeigandi og Ólafur Rúnar Ólafsson lögfræðingur mættu á fundinn undir málinu.

4.

Erindi til sveitarstjórnar - 2302004

 

Lausaganga búfjár í sveitarfélaginu. Stefán Tryggvason mætir á fundinn.

 

Stefán Tryggvason mætti á fundinn og gerði grein fyrir sínum sjónarmiðum.

 

   

5.

Leifshús sælureitur - 2306004

 

Erindi frá Stefáni Tryggvasyni um nýtt deiliskipulag í landi Leifshúsa.

 

Fyrir fundinum liggur deiliskipualgstillaga fyrir landeignina Leifshús land (L204345) dags. 30. maí 2023. Tillagan gerir ráð fyrir 12 smáhýsum og ræktunarreitum, ásamt gróðurhúsi og aðstöðuhúsi.
Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagstillögunni skuli vísað í kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir ennfremur að útbúin verði aðalskipulagstillaga til samræmis við áformin og að henni skuli vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

6.

Meyjarhóll nýjar lóðir - 2306005

 

Erindi frá Mána Guðmundssyni sem óskar eftir skráningu fjögurra lóða úr landi Meyjarhóls.

 

Sveitarstjórn bendir á að við umfjöllun um byggingaráform í landi Meyjarhóls á fundi þann 21.02.2023 hafi verið kallað eftir skipulagslýsingu vegna verkefnisins. Sú lýsing hefur ekki borist og sveitarstjórn telur ekki tímabært að skrá íbúðarlóðir á svæðinu að svo komnu máli.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir skipulagslýsingu vegna verkefnisins.

 

   

7.

Lóðir á Svalbarðseyri, hafnarsvæði - 2110005

 

Lóðarleigusamningur vegna Svalbarðseyrarvegur 17.

 

Mál varðandi Svalbarðseyrarveg 17 (lóð 110) var tekið fyrir á 91. fundi sveitarstjórnar þann 23. maí 2022 um að úthluta lóðinni til umsækjendanna Stefáns Sveinbjörnssonar, kt. 050850-2189 og Sigríðar S. Jónsdóttur, kt. 190853-2419 og að gera lóðarleigusamning við þau um lóðina. Lóðin var sameinuð úr lóðunum Svalbarðseyrarvegur 17a og 17b, sbr. deiliskipulagsbreyting sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda þann 2. júní 2022 nr. 648/2022. Svalbarðseyrarvegur 17 er nú með fastanúmer 216-0389 og landnúmer er 152-945.

Í ljós hefur komið að á lóðinni stendur mannvirki í eigu Önnu Sólveigar Jónsdóttur og Guðmundar Stefáns Bjarnasonar. Þau eru tilgreindir þinglýstir eigendur í þinglýsingabókum. Af þeim sökum er ljóst að ómögulegt er að úthluta lóðinni og ekki er unnt að gera um hana lóðarleigusamning. Ákvörðun um að úthluta lóðinni hefur því byggst á rangri forsendu og ljóst að ómöguleiki er fyrir úthlutun hennar og ákvörðun ógildanleg og nauðsynlegt er að afturkalla hana, sbr. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Með vísan til ofangreinds samþykkir sveitarstjórn að afturkalla úthlutun á lóðinni til Stefáns Sveinbjörnssonar og Sigríðar S. Jónsdóttur og að ekki skuli gerður við þau lóðarleigusamningur um lóðina.

 

   

8.

Frágangur á göngu- og hjólastíg - 2111010

 

Tvö tilboð bárust í verkið malbikun göngu- og hjólastígs í Vaðlareit.

 

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðenda, Malbikun Akureyrar kt. 690598-2059, sveitarstjóra er falið að ganga frá samningi við verktaka.

 

   

9.

Upprekstur á afrétt - 2105003

 

Upprekstur á afrétt.

 

Heimilt verður að sleppa sauðfé í Vaðlaheiði frá og með 13. júní 2023 og stórgripum frá og með 1. júlí 2023. Tilkynning verður sett á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

   

10.

Viðaukar 2023 - 2306003

 

Lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2023.

 

Lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023. Viðaukinn er hækkun á áætluðum tekjum um kr. 10.290 þús. og hækkun á gjöldum, samtals 8.200 þús. Rekstraniðurstaða áætlunar hækkar því um 2.090 þús. og er áætluð 13.274 þús.

Fyrirliggandi tillaga um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023 er samþykkt samhljóða.

 

   

11.

Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands - 1407044

 

Erindi frá stjórn Skógræktarfélags íslands.

 

Erindi lagt fram.

 

   

12.

Stytting vinnuvikunnar - 2011012

 

Greinagerð um framkvæmd styttingar vinnuvikunnar hjá kennurum í Valsárskóla.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - fjárfestingar og skuldbindingar - 1903009

 

Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, áhersluatriði nefndarinnar 2023.

 

Upplýsingabréf sent til allra sveitarfélaga lagt fram til kynningar.

 

   

14.

Skólanefnd - 25 - 2302004F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

14.1

2004013 - Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar

   
 

14.2

2104002 - Innra mat - Valsárskóli

   
 

14.3

1204004 - Inntaka barna í Álfaborg

   
 

14.4

2303008 - Sérfræðiþjónusta í Valsárskóla

   

 

   

15.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis Skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 55 lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir er tengjast Svalbarðsstrandarhreppi.
1. Hulduheimar 17 - Einbýlishús 2022 - 2210003
Þorvaldur Konráðsson kt. 120573-4039, Bandaríkjunum, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 398,0 fm einbýlishúss á lóðinni Hulduheimum 17 í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Andra G. Andréssyni hjá Trípólí arkitektum dags. 2023-05-05.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2. Geldingsárhlíð 3 - tvö íbúðarhús og gestahús 2023 - 2301010
Gunnar Björn Þórhallsson kt. 170163-3899, Steinahlíð 7C 603 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 161,9 fm einbýlishúss, 696,6 fm einbýlishúss og 43,1 fm gestahúss á lóðinni Geldingsárhlíð 3 í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Árna Gunnari Kristjánssyni hjá Eflu verkfræðistofu dags. 2023-05-15.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

Fundargerð lögð fram til kynnigar.

 

   

16.

Fundargerðir HNE - 2208016

 

Fundargerð stjórnar HNE NR.229 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

17.

Almannavarnarnefnd - 2001007

 

Fundargerð almannavarnarnefndar Norðurl. eystra lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

18.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerðir nr. 922,923 og 924 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.