Sveitarstjórn

118. fundur 29. ágúst 2023 kl. 13:00 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • HannaSigurjónsdóttir
  • Inga Margrét Árnadóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Vigfús Björnsson byggingarfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Deiliskipulag Svalbarðseyri, Eyrin - 2006001

 

Farið yfir tillögur að breyttu deiliskipulagi sem nær yfir nýtt athafnasvæði norðan Svalbarðseyrarvegar.

 

Ómar Ívarsson frá Landslagi mætti á fundinn til að ræða skipulag nýs athafnasvæðis á Svalbarðseyri. Ómari falið að fullvinna skipulagið í takt við umræður fundarins.

 

   

2.

Hulduheimar 17 - 2211001

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Ellert Birni Ómarssyni hjá Trípólí arkitektum sem fyrir hönd eigenda lóðarinnar Hulduheima 17 óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að byggingarreitur yrði stækkaður um 10 m til vesturs og 5 m til norðurs. Erindinu fylgir uppdráttur frá Trípólí arkitektum dags. 18. ágúst 2023.

 

Sveitastjórn telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verður að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

   

3.

Framkvæmdaleyfi - 2308006

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Elíasi Hákonarsyni fh. DJE ehf, umsókn á framkvæmdaleyfi til veglagningar í landi Sólbergs að frístundabyggð.

 

Sveitarstjórn minnir á skilmála um uppbyggingu vatnsveitu, gatnagerðar, fráveitu og annarra innviða sem fram koma í gildandi deiliskipulagi svæðisins, sem og ákvæði yfirlýsingar um uppbyggingu innviða á svæðinu dags. 6. maí 2011 og áréttar að staðfesting á því að þessum skilmálum hafi verið mætt skuli liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast á svæðinu. Að þessu uppfylltu, sem og að fengnu leyfi Vegagerðarinnar vegna nýrrar vegtengingar við Vaðlaheiðarveg, samþykkir sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði gefið út.

 

   

4.

Bakkatún 12-14 - 2308004

 

Sigurgeir Svavarsson ehf, kt:680303-3630, sækir um lóðirnar nr. 12 og 14 við Bakkatún til byggingar á 4 íbúða raðhúsi.

 

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðunum Bakkatún 12 og 14 til Sigurgeirs Svavarssonar ehf, kt. 680303-3630.

Ennfremur samþykkir sveitarstjórn að deiliskipulagi sé breytt á þá leið að lóðirnar Bakkatún 12 og 14 séu sameinaðar og að gert verði ráð fyrir fjögurra íbúða raðhúsi á lóðinni. Sveitarstjórn telur að breytingin teljist óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Sveitarstjórn samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu skipulagsbreytingarinnar enda varðar málið ekki hagsmuni annarra en sveitarsfélagsins og málshefjanda sjálfs. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulagsbreytingarinnar.

 

   

5.

Erindi til sveitarstjórnar sem varðar skipulagsmál í Sunnhlíð 3 - 2306014

 

Beiðni um breytingu á landnotkun.

 

Valtýr Hreiðarsson óskar eftir að skipulagssvæði sem samþykkt var á 116. fundi verði stækkað að mörkum landbúnaðarsvæðis L3. Sveitarstjórn samþykkir að ofangreind breyting verði gerð á áður samþykktu erindi og að unnið sé skipulagslýsing vegna verkefnisins.

 

   

6.

Lán Norðurorku vegna framkvæmda - 1908013

 

Lagt fram erindi frá Norðurorku þar sem óskað er eftir að eigendur Norðurorku taki ábyrgð á láni sem Norðurorka hyggst taka til fjárfestinga hjá Lánasjóði Sveitarfélaga.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Eignarhlutur Svalbarðsstrandarhrepps í Norðurorku hf. er 0,45% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því nú að upphæð kr. 3.600.000,-.
Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku hf. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Svalbarðsstrandarhreppur selji eignarhlut í Norðurorku hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Svalbarðsstrandarhreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.Jafnframt er Þórunni Sif Harðardóttur kt. 191265-5809 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Svalbarðsstrandarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Skilyrði þessarar samþykktar er að allir eigendur Norðurorku veiti ábyrgðina með þessum hætti.
Sveitarstjórn samþykkir ennfremur að innheimta hjá Norðurorku ábyrgðargjald í samræmi við ábyrgðargjaldagreiðslur Norðurorku til annarra eigenda. Ábyrgðargjaldið skal vera vegna ofangreinds láns sem og vegna annarra lána sem Svalbarðsstrandarhreppur er í ábyrgð fyrir miðað við stöðu þeirra í ágúst 2023.

 

   

7.

Erindi til sveitarstjórnar - 2308005

 

Erindi frá ADHD samtökunum.

 

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið en hafnar beiðninni.

 

   

8.

Staða fjármála 2023 - 2103010

 

Staða fjármála annar ársfjórðungur.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.