Sveitarstjórn

119. fundur 12. september 2023 kl. 13:00 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson formaður
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Anna Karen Úlfarsdóttir
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Húsnæðismál skóla Svalbarðsstrandarhrepps. - 2306011

 

Umræður um framtíðar skólahúsnæði Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Sveitarstjórn samþykkir að hefja hönnun vegna mögulegrar stækkunar á leik- og grunnskóla Svalbarðsstrandarhrepps. Arkitektar frá VA vinnustofu arkitekta mættu á fundinn undir þessum lið er þeim falið að vinna hönnunartillögur.

 

   

2.

Geldingsá lóð - umsókn um byggingu ferðaþjónustuhúss - 2308007

 

Umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhús í landi Geldingsár.

 

Sveitarstjórn bendir á að nú standi yfir gerð rammahluta aðalskipulags vegna þróunar byggðar í Vaðlaheiði og ofangreindar lóðir séu innan þess svæðis sem sú vinna tekur til. Erindinu er vísað til vinnuhópssins sem sér um rammahluta aðalskipulags.

 

   

3.

Vaðlaborgir 1-6 - umsókn um framkvæmdaleyfi til að jafna vegstæði - 2309001

 

Vaðlaborgir umsókn um framkvæmdaleyfi til að jafna vegstæði.

 

Sveitarstjórn samþykkir umsókn um framkvæmdarleyfi með fyrirvara um skriflegt samþykki frá landeiganda.

 

   

4.

Kotabyggð 15 - beiðni um að breyta lóð úr frístundalóð í íbúðarhúsalóð - 2309002

 

Kotabyggð 15, beiðni um að breyta lóð úr frístundalóð í íbúðahúsalóð.

 

Með vísan til markmiðs um þróun Kotabyggðar úr frístundabyggð í íbúðarbyggð í kafla 4.4.2. greinargerðar gildandi aðalskipulags samþykkir sveitarstjórn að fram fari breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að fallið verði frá grenndarkynningu á grundvelli 3. mgr. 44. gr. sömu laga.

 

   

5.

Fjárhagsáætlun 2024-2027 - 2309003

 

Tekjuáætlun 2024 og forsendur launaáætlunar 2024 kynnt fyrir sveitarstjórn.

 

Tekjuáætlun og launaáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2024 lagt fram til kynningar.

 

   

6.

Viðaukar 2023 - 2306003

 

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2023-24 lagður fram til samþykktar sveitarstjórnar.

 

Lögð fram tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins 2023.

Viðaukinn er hækkun á áætluðum tekjum um kr. 10.000 þús. Jafnframt er framkvæmdaráætlun 2023 hækkuð um kr. 1.500 þús.

Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 23.274 þús.

Fyrirliggandi tillaga um viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins 2023 er samþykkt samhljóða.

 

   

7.

Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps - 2009005

 

Umræður um rekstur bókasafns Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Sveitarstjórn frestar málinu til næsta fundar.

 

   

8.

Breytt fyrirkomulag forvarna vegna niðurskurðar - 2309004

 

Erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, breytt fyrirkomulag forvarna vegna niðurskurðar.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps mótmælir niðurskurði á svo mikilvægri þjónustu sem löggæslumál og forvarnir eru.

 

   

9.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr 288 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr 59 lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál var tekið fyrir er tengjast Svalbarðsstrandarhreppi.
Vaðlabrekka 8 - vinnustofa 2023 - 2308007
Rebekka Küehnis kt. 160776-3319, Vaðlabrekku 8 606 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 33,7 fm vinnustofu á lóðinni Vaðlabrekku 8 í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Ágústi Hafsteinssyni hjá Form teiknistofu dags. 2023-07-25.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Heiðarbyggð 35 - sumarhús 2023 - 2308003
Gísli Guðlaugsson kt. 221160-2239, Gnípuheiði 6 200 Kópavogi, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 150 fm frístundahúss á lóðinni Heiðarbyggð 35 í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Sigurði Hallgrímssyni hjá Arkþing dags. 2023-08.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.