Sveitarstjórn

121. fundur 17. október 2023 kl. 14:00 - 15:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson formaður
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Anna Karen Úlfarsdóttir
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Kotabyggð 26 - deiliskipulagsbreytingu - 2310002

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Smára Björnssyni sem fyrir hönd lóðarhafa Kotabyggðar 26 óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina. Í breytingunni fælist að heimilt yrði að byggja þrjú 150 fm hús á lóðinni til viðbótar við hús sem fyrir stendur. Erindinu fylgir tillaga að breytingarblaði deiliskipulags, unnin af Smára Björnssyni dags. sept. 2022.

 

Sveitarstjórn telur að byggingaráformin samrýmist ekki byggðarmynstri svæðisins og að í ákvörðun sveitarstjórnar myndi felast óæskilegt fordæmisgildi ef erindið væri samþykkt. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

   

2.

Bakkatún 2 - breytt aðkoma - 1811005

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Arnari Björnssyni lóðarhafa Bakkatúns 2 sem fer fram á samþykki sveitarstjórnar við að lóð sé stækkuð til norðurs svo útbúa megi aðkomuleið og bílastæði við neðri hæð íbúðarhúss á lóðinni.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið. Sveitarstjórn telur að erindið kalli á breytingu á gildandi deiliskipulagi Valsárhverfis, breytta skráningu lóðarinnar í fasteignagrunn HMS og að lóðarleigusamningur sé uppfærður. Sveitarstjórn telur að deiliskipulagsbreyting sem í erindinu felst teljist vera óveruleg skv. gr. 4.8.3. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og að vegna þess að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins skuli fallið frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar. Sveitarstjórn felur ennfremur sveitarstjóra að ganga frá uppfærðum lóðarleigusamningi við lóðarhafa og byggingarfulltrúa að breyta skráningu lóðarinnar í fasteignagrunni HMS.

 

   

3.

Erindi til sveitarstjórnar - 2308003

 

Erindi er frestað var á 117. fundi sveitarstjórnar frá Hárinu 1908.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra ásamt varaoddvita að vinna að nýjum leigusamning við Hárið 1908 ehf.

 

   

4.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 61 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

5.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 934 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

6.

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Fundargerðir - 2105001

 

Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar nr. 12 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

7.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 55 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Mál tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

8.

Áramótabrenna og sala - 2211009

 

Björgunarsveitin Týr óskar eftir leyfi til flugeldasölu í Valsárskóla og áramótabrennu.

 

Umsókn Björgunarsveitar samþykkt og leyfi veitt.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.