Dagskrá:
|
1. |
Vaðlabyggð 2 - beiðni um breytingu á deiliskipulagi - 2310004 |
|
|
Fyrir fundinum liggur beiðni um óverulega breytingu á deiliskipulagi Vaðlabyggðar í landi Veigastaða I. Fyrir hönd lóðarhafa Lúðvíks Þorsteinssonar og Ingu Maríu Árnadóttur óska M2 hús hönnun og ráð eftir leyfi skipulagsyfirvalda til að fullhanna og reis sérstæða bílageymslu á einni hæð með milli lofti. |
||
|
Sveitastjórn telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verður að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu. |
||
|
|
||
|
2. |
Deiliskipulag Svalbarðseyri, Eyrin - 2006001 |
|
|
Farið yfir tillögur að breyttu deiliskipulagi sem nær yfir nýtt athafnasvæði norðan Svalbarðseyrarvegar. |
||
|
Oddvita og sveitarstjóra falið að ganga til samninga við eigendur Svalbarðs um kaup á spildu úr |
||
|
|
||
|
Ólafur Rúnar Ólafsson vék af fundi undir þessum lið. |
||
|
3. |
Erindi til sveitarstjórnar - 2310007 |
|
|
Erindi frá Kjarnafæði Norðlenska hf. |
||
|
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að boða fulltrúa Kjarnafæði-Norðlenska til fundar og jafnframt að fá ráðgjafa til að vinna úttekt á fráveitumálum á Svalbarðseyri. |
||
|
|
||
|
4. |
Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - 1809014 |
|
|
Erindi frá Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar. Umræður um tilgang og endurskoðun svæðisskipulagsins. |
||
|
Oddvita falið að koma sjónarmiðum sveitarstjórnar til nefndarinnar. |
||
|
|
||
|
5. |
Málefni landbúnaðar á Íslandi - 2310008 |
|
|
Bókun sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps vegna alvarlegrar stöðu bænda og íslensk landbúnaðar, atvinnugreinar sem ætlað er að stuðla að fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggi með framleiðslu á heilnæmum matvælum. |
||
|
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps lýsir þungum áhyggjum af stöðu bænda og íslensks landbúnaðar vegna mikilla kostnaðarhækkana á aðföngum og vegna íþyngjandi vaxtakostnaðar á skuldsettum búum. |
||
|
|
||
|
6. |
Fjárhagsáætlun 2024-2027 - 2309003 |
|
|
Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2024, auk 4ra ára áætlun fyrir árin 2023-2026. |
||
|
Sveitarstjórn vísar fjárhagsáætlun 2024 og 4ra ára áætlun 2024-2027 til seinni umræðu sem verður þriðjudaginn 28. nóvember nk. |
||
|
|
||
|
7. |
Flugklasinn 66N - 1407092 |
|
|
Skýrsla Flugklasans Air 66N lögð fram til kynningar. |
||
|
Skýrsla lögð fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
8. |
Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008 |
|
|
Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðulands nr. 282 lögð fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
9. |
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013 |
|
|
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 935 lögð fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
10. |
Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007 |
|
|
Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr 290 og 291 lagðar fram til kynningar. |
||
|
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
11. |
Beiðni um styrk vegna viðburðar - 2310009 |
|
|
Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna. |
||
|
Skipuleggjendur konukvölds sem halda á 3.nóvember næstkomandi í Valsárskóla óska eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna viðburðarins. |
||
|
|
||
|
12. |
Fastanefndir Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 - 2310010 |
|
|
Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna. |
||
|
Sveitarstjórn hefur ákveðið að fara í endurskoðun á fastanefndum sveitarfélagsins. Í því felst endurskoðun á erindisbréfum, samþykktum og hlutverkum hverrar nefndar. |
||
|
|
||
|
13. |
Sveitarstjórn - leyfi frá störfum - 2310011 |
|
|
Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna. |
||
|
Gestur Jónmundur Jensson oddviti Svalbarðsstrandarhrepps óskar eftir leyfi frá störfum af persónulegum ástæðum tímabundið frá 01.11.2023 - 31.01.2023. |
||
|
|
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15.