Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Bakkatún 10 - 2312001  | 
|
| 
 Umsókn um lóðina Bakkatún 10,   | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatúni 10 (F2500641) til Davíðs Jóns Stefánssonar kt:070691-3379 og Dórótheu Gylfadóttur kt:110998-2369.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Rammahluti aðalskipulags - 2211008  | 
|
| 
 Fyrir fundinum liggur skipulagstillaga fyrir Heiðina - rammahluta aðalskipulags, unnin af Önnu Kristínu Guðmundsdóttir hjá Landslagi dags. 1 desember 2023.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn fer yfir breytingar sem sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 7. desember 2023 að gerðar yrðu á fyrirliggjandi skipualgstillögu. Sveitarstjórn samþykkir að svo breyttri skipulagstillögu verði vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Íb17 - erindi vegna kvaða framkvæmdaraðila - 2311009  | 
|
| 
 Fyrir fundinum liggur erindi varðandi kvaðir á framkvæmdaleyfishafa Íb 17 (Sólheimar - norðurhluti)  | 
||
| 
 Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið málshefjanda og vísar til ákvæða í 12. kafla Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 um skyldu til stofnunar húsfélags í íbúðargötum í einkaeigu. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að funda með landeiganda til að koma því til leiðar að húsfélag verði stofnað í Sólheimum.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Erindi frá Vetraríþróttamiðstöð Íslands - 2311001  | 
|
| 
 Erindi er frestað var 123. fundi sveitarstjórnar frá SSNE, um Vetraríþróttamiðstöð Íslands.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið í kjölfar upplýsingarfundar er fram fór 8. desember sl., og styður verkefnið.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Erindi frá SSNE - 2311008  | 
|
| 
 Erindi frá SSNE.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir þátttöku þriggja fulltrúa sveitarfélagsins í kynnisferð á vegum SSNE til Danmerkur 4. - 7. mars 2024. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra s.s. íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 SSNE - 2311008  | 
|
| 
 Samgöngu- og innviðastefna Norðurlands eystra 2023-2033 lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 33 - 2311003F  | 
|
| 
 Fundargerð lögð fram til kynningar  | 
||
| 
 7.1  | 
 2210004 - Sorphirða  | 
|
| 
 Niðurstaða: Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 33  | 
||
| 
 Skrifstofustjóri fór yfir gjaldskrá sorphirðu 2024. Gjaldskráin mun breytast á þann hátt að hún tekur mið af "borgað þegar hent er" kerfinu sem er verið að innleiða í sorphirðu sveitarfélaga landsins. Umræður um umgengni á gámasvæðinu sem hefur batnað til muna með tilkomu starfsmanns á svæðinu. Nefndin vill þó mælast til að hætt verði með fatagáminn á svæðinu og beina fólki til Akureyrar í staðinn þar sem umgengni við gáminn hefur ekki verið góð.  | 
||
| 
 7.2  | 
 1804011 - Íbúafundur  | 
|
| 
 Niðurstaða: Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 33  | 
||
| 
 Umhverfis- og atvinnumálanefnd stefnir á að halda íbúafund/fræðslufund 2024. Hugmyndir ræddar um hvaða erindi verði kynnt fyrir íbúum á árinu.  | 
||
| 
 7.3  | 
 2309007 - Öryggismál við Grenivíkurveg  | 
|
| 
 Niðurstaða: Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 33  | 
||
| 
 Farið yfir reglugerð um baðstaði í nátturunni og ábyrgð tengda því. Nefndin aðhefst ekki frekar í þessu máli.  | 
||
| 
 7.4  | 
 2209006 - Atvinnumál í sveitarfélaginu.  | 
|
| 
 Niðurstaða: Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 33  | 
||
| 
 Farið yfir töluleg gögn tengda atvinnudreifingu og þáttöku í Svalbarðsstrandarhreppi. Vinnandi einstaklingar með lögheimili í sveitinni hafa ekki verið fleiri síðan gangnamenn voru flestir sumarið 2018.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006  | 
|
| 
 Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 64 lögð fram til kynningar.   | 
||
| 
 Fundargerð lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013  | 
|
| 
 Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 938 og 939 lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 Fundargerðir lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013  | 
|
| 
 Fundargerð stjórnar SSNE nr. 57 lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Fundargerð lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 11.  | 
 Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir 2023 - 2204002  | 
|
| 
 Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar nr. 144 lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Fundargerð lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.  | 
||
| 
 12.  | 
 Erindi til sveitarstjórnar sem varðar skipulagsmál í Sunnhlíð 3 - 2306014  | 
|
| 
 Tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir Sunnuhlíð í Svalbarðsstrandarhreppi.  | 
||
| 
 Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna áforma um frístundabyggð í landi Sunnuhlíðar 3. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dags. 8. desember 2023.   | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.