Sveitarstjórn

125. fundur 12. desember 2023 kl. 13:00 - 15:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir oddviti
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Inga Margrét Árnadóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Bakkatún 10 - 2312001

 

Umsókn um lóðina Bakkatún 10,
Davíð Jón Stefánsson kt:070691-3379 og Dóróthea Gylfadóttir kt:110998-2369 sækja um lóðina Bakkatún 10.

 

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatúni 10 (F2500641) til Davíðs Jóns Stefánssonar kt:070691-3379 og Dórótheu Gylfadóttur kt:110998-2369.

 

   

2.

Rammahluti aðalskipulags - 2211008

 

Fyrir fundinum liggur skipulagstillaga fyrir Heiðina - rammahluta aðalskipulags, unnin af Önnu Kristínu Guðmundsdóttir hjá Landslagi dags. 1 desember 2023.

 

Sveitarstjórn fer yfir breytingar sem sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 7. desember 2023 að gerðar yrðu á fyrirliggjandi skipualgstillögu. Sveitarstjórn samþykkir að svo breyttri skipulagstillögu verði vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

3.

Íb17 - erindi vegna kvaða framkvæmdaraðila - 2311009

 

Fyrir fundinum liggur erindi varðandi kvaðir á framkvæmdaleyfishafa Íb 17 (Sólheimar - norðurhluti)

 

Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið málshefjanda og vísar til ákvæða í 12. kafla Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 um skyldu til stofnunar húsfélags í íbúðargötum í einkaeigu. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að funda með landeiganda til að koma því til leiðar að húsfélag verði stofnað í Sólheimum.

 

   

4.

Erindi frá Vetraríþróttamiðstöð Íslands - 2311001

 

Erindi er frestað var 123. fundi sveitarstjórnar frá SSNE, um Vetraríþróttamiðstöð Íslands.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið í kjölfar upplýsingarfundar er fram fór 8. desember sl., og styður verkefnið.

 

   

5.

Erindi frá SSNE - 2311008

 

Erindi frá SSNE.

 

Sveitarstjórn samþykkir þátttöku þriggja fulltrúa sveitarfélagsins í kynnisferð á vegum SSNE til Danmerkur 4. - 7. mars 2024. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra s.s. íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu.

 

   

6.

SSNE - 2311008

 

Samgöngu- og innviðastefna Norðurlands eystra 2023-2033 lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 33 - 2311003F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

7.1

2210004 - Sorphirða

 

Niðurstaða: Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 33

 

Skrifstofustjóri fór yfir gjaldskrá sorphirðu 2024. Gjaldskráin mun breytast á þann hátt að hún tekur mið af "borgað þegar hent er" kerfinu sem er verið að innleiða í sorphirðu sveitarfélaga landsins. Umræður um umgengni á gámasvæðinu sem hefur batnað til muna með tilkomu starfsmanns á svæðinu. Nefndin vill þó mælast til að hætt verði með fatagáminn á svæðinu og beina fólki til Akureyrar í staðinn þar sem umgengni við gáminn hefur ekki verið góð.

   
 

7.2

1804011 - Íbúafundur

 

Niðurstaða: Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 33

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd stefnir á að halda íbúafund/fræðslufund 2024. Hugmyndir ræddar um hvaða erindi verði kynnt fyrir íbúum á árinu.

   
 

7.3

2309007 - Öryggismál við Grenivíkurveg

 

Niðurstaða: Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 33

 

Farið yfir reglugerð um baðstaði í nátturunni og ábyrgð tengda því. Nefndin aðhefst ekki frekar í þessu máli.

   
 

7.4

2209006 - Atvinnumál í sveitarfélaginu.

 

Niðurstaða: Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 33

 

Farið yfir töluleg gögn tengda atvinnudreifingu og þáttöku í Svalbarðsstrandarhreppi. Vinnandi einstaklingar með lögheimili í sveitinni hafa ekki verið fleiri síðan gangnamenn voru flestir sumarið 2018.

   

 

   

8.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 64 lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál var tekið fyrir er tengist Svalbarðsstrandarhreppi.
Bakkatún 15 - einbýlishús 2023 - 2310009
Börkur Guðmundsson kt. 130592-3339, Steinagerði 4 640 Húsavík, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 356 fm einbýlishúss á lóðinni Bakkatúni 15 í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni dags. 2023-11-15.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

9.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 938 og 939 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

10.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 57 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

11.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir 2023 - 2204002

 

Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar nr. 144 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

12.

Erindi til sveitarstjórnar sem varðar skipulagsmál í Sunnhlíð 3 - 2306014

 

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir Sunnuhlíð í Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna áforma um frístundabyggð í landi Sunnuhlíðar 3. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dags. 8. desember 2023.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa skipulagstillögunni í auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.