Sveitarstjórn

131. fundur 12. mars 2024 kl. 14:00 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Endurskoðun á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2022 - 2210006

 

Umsagnarfresti um skipulagslýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps lauk 6. mars 2024.

 

Sveitarstjórn fjallar um innkomin erindi. Jafnframt felur hún skipulagshönnuði að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð aðalskipulagstillögu.

 

   

2.

Bakkatún 3 - 2402014

 

M11 byggir ehf kt:440613-0550, sækir um lóðina nr. 3 við Bakkatún til byggingar á 4 íbúða raðhúsi.

 

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatún 3 til M11 ehf. kt. 440613-0550.

 

   

Bjarni Þór Guðmundsson vék af fundi undir lið. 3

3.

Ósk um að taka spildu úr landbúnaðarlandi - 2403001

 

Erindi frá Guðmundi Bjarnasyni og Önnu Sólveigu Jónsdóttur, ósk um heimild til að taka landspildu úr landi Svalbarð landnúmer 152941 úr landbúnaðarnotkun.

 

Sveitarstjórn telur að svæðið sem um ræðir samræmist viðmiðum sem tilgreind eru í 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004 og samþykkir að spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum skv. ofangreindri lagagrein.

 

   

4.

Lóðir á Svalbarðseyri, hafnarsvæði - 2110005

 

Úthlutun lóðar við Svalbarðseyrarveg 17, L152945 og fastanúmer F2160389 til Sigríðar S. Jónsdóttur og Stefáns Sveinbjörnssonar.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Sigríði S. Jónsdóttur og Stefán Sveinbjörnsson um úthlutun á lóð L152945, F2160389.

 

   

5.

Kjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps - 2204008

 

Breyting á kjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps. Vegna lögheimilisbreytinga aðalmanns í kjörstjórn, Starra Heiðmarssonar tekur fyrsti varamaður, Vignir Sveinsson sæti aðalmanns í kjörstjórn.

 

Sveitarstjórn samþykkir að Vignir Sveinsson taki stöðu aðalmanns í kjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps.

 

   

6.

Skólanefnd - 28 - 2402004F

 

Fungerð lögð fram til kynningar.

 

6.1

2004013 - Skóladagatal allra deilda Valsárskóla og Álfaborgar

 

Niðurstaða: Skólanefnd - 28

 

Skóladagatöl Valsárskóla og Álfaborgar samþykkt.

   
 

6.2

2104002 - Innra mat - Valsárskóli

 

Niðurstaða: Skólanefnd - 28

 

Skólapúls lagður fram til kynningar og helstu niðurstöður tíundaðar. Skólastjóri fór yfir hvernig unnið er með eineltismál í skólanum. Enn og aftur fær mötuneytið hæstu einkunn hjá nemendum og eru allir mjög ánægðir með það.

   
 

6.3

2109015 - Réttur á skólavistun - staðfesting

 

Niðurstaða: Skólanefnd - 28

 

Skólanefnd staðfestir að öll börn með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi eru með skólavist í Valsárskóla.

   
 

6.4

1902017 - Skólaakstur

 

Niðurstaða: Skólanefnd - 28

 

Skólanefnd hafnar erindi er varðar skólaakstur. Ekki verður bætt við núverandi akstursleið skólabíls Valsárskóla.

   

 

   

7.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 944 lögð fram til kynningar

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

8.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 68 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál var tekið fyrir tengt Svalbarðsstrandarhreppi.

3. Geldingsá lóð - ferðaþjónustuhús 2024 - 2402001

Árni Valur Vilhjálmsson kt. 260881-4189, Tjarnarlundi 14 600 Akureyri, sækir um
byggingarleyfi vegna endurbyggingar frístundahúss á lóðinni Geldingsá lóð L172656.
Húsið er á steyptum kjallara og verður alls 100,1 fm. Erindinu fylgja uppdrættir frá Jónasi
Vigfússyni dags. 2023-08-24.

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.