Dagskrá:
1. |
Endurskoðun á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2022 - 2210006 |
|
Umsagnarfresti um skipulagslýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps lauk 6. mars 2024. |
||
Sveitarstjórn fjallar um innkomin erindi. Jafnframt felur hún skipulagshönnuði að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð aðalskipulagstillögu. |
||
|
||
2. |
Bakkatún 3 - 2402014 |
|
M11 byggir ehf kt:440613-0550, sækir um lóðina nr. 3 við Bakkatún til byggingar á 4 íbúða raðhúsi. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatún 3 til M11 ehf. kt. 440613-0550. |
||
|
||
Bjarni Þór Guðmundsson vék af fundi undir lið. 3 |
||
3. |
Ósk um að taka spildu úr landbúnaðarlandi - 2403001 |
|
Erindi frá Guðmundi Bjarnasyni og Önnu Sólveigu Jónsdóttur, ósk um heimild til að taka landspildu úr landi Svalbarð landnúmer 152941 úr landbúnaðarnotkun. |
||
Sveitarstjórn telur að svæðið sem um ræðir samræmist viðmiðum sem tilgreind eru í 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004 og samþykkir að spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum skv. ofangreindri lagagrein. |
||
|
||
4. |
Lóðir á Svalbarðseyri, hafnarsvæði - 2110005 |
|
Úthlutun lóðar við Svalbarðseyrarveg 17, L152945 og fastanúmer F2160389 til Sigríðar S. Jónsdóttur og Stefáns Sveinbjörnssonar. |
||
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Sigríði S. Jónsdóttur og Stefán Sveinbjörnsson um úthlutun á lóð L152945, F2160389. |
||
|
||
5. |
Kjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps - 2204008 |
|
Breyting á kjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps. Vegna lögheimilisbreytinga aðalmanns í kjörstjórn, Starra Heiðmarssonar tekur fyrsti varamaður, Vignir Sveinsson sæti aðalmanns í kjörstjórn. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að Vignir Sveinsson taki stöðu aðalmanns í kjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps. |
||
|
||
6. |
Skólanefnd - 28 - 2402004F |
|
Fungerð lögð fram til kynningar. |
||
6.1 |
2004013 - Skóladagatal allra deilda Valsárskóla og Álfaborgar |
|
Niðurstaða: Skólanefnd - 28 |
||
Skóladagatöl Valsárskóla og Álfaborgar samþykkt. |
||
6.2 |
2104002 - Innra mat - Valsárskóli |
|
Niðurstaða: Skólanefnd - 28 |
||
Skólapúls lagður fram til kynningar og helstu niðurstöður tíundaðar. Skólastjóri fór yfir hvernig unnið er með eineltismál í skólanum. Enn og aftur fær mötuneytið hæstu einkunn hjá nemendum og eru allir mjög ánægðir með það. |
||
6.3 |
2109015 - Réttur á skólavistun - staðfesting |
|
Niðurstaða: Skólanefnd - 28 |
||
Skólanefnd staðfestir að öll börn með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi eru með skólavist í Valsárskóla. |
||
6.4 |
1902017 - Skólaakstur |
|
Niðurstaða: Skólanefnd - 28 |
||
Skólanefnd hafnar erindi er varðar skólaakstur. Ekki verður bætt við núverandi akstursleið skólabíls Valsárskóla. |
||
|
||
7. |
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013 |
|
Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 944 lögð fram til kynningar |
||
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006 |
|
Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 68 lögð fram til kynningar. |
||
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.