Sveitarstjórn

132. fundur 09. apríl 2024 kl. 14:00 - 17:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Ársreikningur 2023 - 2404001

 

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2023 - fyrri umræða. Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mætir á fundinn og fer yfir reikninginn.

 

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2023 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG og fór yfir reikninginn. Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.

 

   

2.

Skipulagsmál í Valsárskóla - 2404002

 

Erindi frá skólastjóra Valsárskóla.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindi skólastjóra og felur skrifstofustjóra að taka saman kostnað við þær breytingar sem óskað er eftir og leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2024 á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

   

3.

Molta - Ársreikningur - 2403008

 

Molta - Ársreikningur árið 2023.

 

Ársreikningur lagður fram til kynningar

 

   

4.

Kotabyggð 48 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi - 2403004

 

Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur borist byggingarleyfisumsókn frá BB byggingum ehf. vegna nýbyggingar 226,5 fm einbýlishúss á lóðinni Kotabyggð 48. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni dags. 11. mars 2024. Byggingaráformin gera ráð fyrir að þakhæð hússins verði 6,75 m yfir gólfkóta neðri hæðar en skv. skilmálum gildandi deiliskipulags má heildarhæð húsa vera 6,0 m að hámarki. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um erindið.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við byggingaráformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

   

5.

Hallland 1 - umsókn um viðbyggingu - 2403002

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Mána Guðmundssyni sem óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við byggingarreit fyrir geymslu ásamt bílskýli með þaksvölum alls 173,1 fm á lóðinni Hallland 1. Erindinu fylgir uppdráttur frá Guðmundi Gunnarssyni dags. 13. febrúar 2024.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við byggingaráformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

   

6.

Þórsmörk 3 - umsókn um byggingu gestahúss - 2403003

 

Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur borist byggingarleyfisumsókn frá Þóri Guðmundssyni sem fyrir hönd eigenda Þórsmerkur 3 sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 37,7 fm gestahúss á lóðinni Þórsmörk 3. Erindinu fylgja uppdrættir frá Þóri Guðmundssyni dags. 2. mars 2024. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um erindið.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við byggingaráformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

   

7.

Hulduheimar 17 - 2211001

 

Erindi vegna Hulduheimar 17,beiðni um aukið byggingarmagn.

 

Þar sem erindið sem hér um ræðir felur ekki í sér að ytri mál hússins breytist telur sveitarstjórn að byggingaráformin hafi ekki áhrif á grenndarhagsmuni umfram það sem heimilt er skv. gildandi deiliskipulagi. Sveitarstjórn samþykkir því að falla frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

   

8.

Hallland 7 - 2311003

 

Fyrir fundinum liggur umsögn Skipulagsstofnunar vegna beiðni um undanþágu frá kröfu skipulagsreglugerðar um fjarlægð íbúðarhúsa frá tengivegi vegna byggingaráforma á lóðinni Hallland 7. Stofnunin leggst gegn veitingu undanþágunnar og hefur ráðherra veitt sveitarfélaginu frest til 12. apríl til að koma athugasemdum sínum vegna málsins á framfæri.

 

Sveitarstjórn bendir á að á undanförnum misserum hafi nokkrar sambærilegar undanþágubeiðnir verið samþykktar og fer, með vísan í jafnræðisregluna, fram á að ráðherra veiti undanþágu.

 

   

9.

Rammahluti aðalskipulags - 2211008

 

Kynningartímabili vinnslutillögu fyrir rammahluta skipulags (Heiðin) lauk 14. febrúar sl. og fyrir fundinum liggja 26 umsagnir sem bárust vegna málsins auk minnispunkta af kynningarfundi sem haldinn var 1. febrúar 2024.

 

Sveitarstjórn fjallar um innkomin erindi. Tekið er saman minnisblað um viðbrögð við innsemdum athugasemdum.

Sveitarstjórn felur starfshópi skipulagsverkefnisins að uppfæra tillöguna í samræmi við ofangreint minnisblað og að leggja að því búnu fullgerða skipulagstillögu fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

 

   

10.

Afmælisnefnd - 2403006

 

Lýðveldi Íslands 80. ára, erindi frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og afmælisnefnd.

 

Erindi lagt fram.

 

   

11.

Samband íslenskra sveitarfélaga - 2001012

 

Samband ísl. sveitarfélaga, erindi vegna kjarasamninga.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps fagnar því að aðilar á vinnumarkaði hafi sameinast um skynsamlega langtíma kjarasamninga með áherslu á minni verðbólgu, lægri vexti, aukinn fyrirsjáanleika og þar með að skapa skilyrði fyrir stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Sveitarstjórn samþykkti að í tengslum við kjarasamninga verði gjaldskrárhækkanir er varða leikskóla og grunnskóla hafa verið endurskoðaðar og færðar niður í 3,5% hækkun. Þessi breyting tók gildi 1. apríl 2024. Svalbarðsstrandarhreppur býður nú sem áður uppá gjaldfrjálsar skólamáltíðir.

 

   

12.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2201013

 

Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 945 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

13.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr. 295 og 296 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

14.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr.61 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

15.

Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 286 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

16.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir - 2204002

 

Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar nr. 145 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.