Sveitarstjórn

133. fundur 24. apríl 2024 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Sorphirða - 2210004

 

Sævar Freyr Sigurðsson mætir á fundinn og kynnir niðurstöður þarfagreiningar á sorphirðu í Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Sveitarstjórn þakkar Sævari fyrir kynninguna.

 

   

2.

Ársreikningur 2023 - 2404001

 

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2023 - seinni umræða.

 

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2023 tekinn til síðari umræðu og samþykktur samhljóða. Fyrri umræða fór fram 9. apríl.

Rekstur sveitarfélagsins gekk vel á árinu 2023. Staða sveitarfélagsins er sterk og reksturinn er í góðu jafnvægi.
Helstu niðurstöður ársreiknings 2023:
Rekstrartekjur A- og B-hluta voru 694 millj. sem er um 7,5% umfram áætlun ársins.
Laun og launatengd gjöld voru 369 millj. sem er 2,9% umfram áætlun ársins.
Launakostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum er 53,1 % og hækkaði hlutfallið um 3,1 % milli ára.
Annar rekstrarkostnaður var 210 millj. sem er um 4,7% undir áætlun ársins.
Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 87 millj. en áætlun gerði ráð fyrir 28 millj..

Lang stærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins er vegna fræðslumála og var á árinu 2023 393 millj. eða 60,8% af skatttekjum ársins, áætlun ársins gerði ráð fyrir 394 millj.

Langtímaskuldir A og B-hluta eru 14,9 millj. og eru það eingöngu lán vegna leiguíbúða. Skuldaviðmið sveitarfélagsins samkv. reglugerð er 0%, leyfilegt hámark er 150%.
Veltufé frá rekstri var 138,8 millj. eða 19,1 %. Nettó fjárfestingar ársins voru 88,6 millj.
Handbært fé í árslok var 170,6 millj. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 1.056 millj.

 

   

3.

Valsárhverfi - beiðni um breytingu á deiliskipulagi vegna spennistöðvar - 2404009

 

Fyrir fundinum liggur beiðni um deiliskipulagsbreytingu á DSK Valsárshverfis vegna spennustöðvar í Bakkatúni.

 

Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Valsárhverfis þar sem skilgreind er lóð fyrir spennistöð milli lóðanna Bakkatúns 45 og 47. Skipulagstillagan er sett fram á breytingarblaði sem unnið er af Teiknistofu arkitekta dags. 15. Apríl 2024.
Sveitarstjórn samþykkir erindið sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Valsárhverfis skv. 2. Mgr. 43. Gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur að unnt sé að falla frá grenndarkynningu sbr. 2. Mgr. 43. Gr. Skipulagslaga. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulagsbreytingarinnar.

 

   

4.

Sólheimar 10 L225712 - breyting á byggingarreit v.bílskúrsbyggingar - 2404004

 

Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur borist byggingarleyfisumsókn frá Brynjólfi Árnasyni sem fyrir hönd eigenda Sólheima 10 sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 65,5 fm bílskúrs á lóðinni Sólheimar 10. Erindinu fylgja uppdrættir frá BÁ hönnun dags. 12. apríl 2024. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um erindið.

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Brynjólfi Árnasyni þar sem farið er fram á að deiliskipulagi Sólheima verði breytt þannig að heimilt verði að byggja bílskúr á lóðinni norðan íbúðarhússins. Erindinu fylgir uppdráttur frá Brynjólfi Árnasyni dags. 02.04.2024.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. Mgr. 43.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

   

5.

Sólheimar 12 L225713 - breyting á byggingarreit v.bílskúrsbyggingar - 2404011

 

Skipulags- og byggingarfulltrúa hefur borist byggingarleyfisumsókn frá eigenda Sólheima 12 vegna nýbyggingar bílskúrs á lóðinni Sólheimar 12. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um erindið.

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Fannari Viggóssyni þar sem farið er fram á að deiliskipulagi Sólheima verði breytt þannig að heimilt verði að byggja bílskúr á lóðinni norðan íbúðarhúss á lóðinni Sólheimum 12.


Sveitarstjórn kallar eftir ítarlegri teikningum af framkvæmdinni og frestar afgreiðslu erindisins.

 

   

6.

Vaðlabrekka 15 L217717 - stækkun lóðar - 2404003

 

Eiríkur H. Hauksson og Agnes B. Blöndal sækja um stækkun á lóðinni Vaðlabrekka 15 (F2160448).

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Eiríki H. Haukssyni sem fer fram á að lóðarmörkum Vaðlabrekku 15 verði breytt til samræmis við lóðaruppdrátt frá Búgarði dags. 18.03.2024 sem fylgir erindinu.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

   

7.

Viðaukar 2024 - 2404012

 

Lögð fram tillaga að viðauka 01 við fjárhagsáætlun 2024

 

Sveitarstjórn samþykkir viðauka 01 við fjárhagsáætlun ársins 2024 sem gerir ráð fyrir að að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 14.938 þús kr. og handbært fé í árslok verði 51.829 þús.

 

   

8.

Hljóðvist í skólum - 2404005

 

Bréf frá umboðsmanni barna, hljóðvist í skólum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

Ársskýrsla 2023 - 2404006

 

Ársskýrsla Skógræktarfélags Eyfirðinga lögð fram til umsagnar.

 

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skýrsluna.

 

   

10.

Eridni Bjarmahlíð - 2404007

 

Erindi frá lögreglustjóra, v. Bjarmahlíðar, styrkbeiðni.

 

Gestur Jensson, oddviti Svalbarðsstrandarhrepps , leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Bjarmahlíð í tilefni af 5. ára afmæli þess að upphæð kr. 750.000,- upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.

 

   

11.

Barnaverndarmál - Akureyrarbær - 2103013

 

Erindi frá Velferðarsviði Akureyrar, stækkun barnaverndarsvæðis.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stækkun núverandi barnaverndarsvæðis til samræmis við erindið.

 

   

12.

Safnasafnið Lækjarbrekka - 2106001

 

Erindi frá stjórn Safnasafnsins.

 

Sveitarstjórn lýsir yfir stuðningi við að starfsemi Safnasafnsins haldi áfram í Svalbarðsstrandarhreppi og telur mikilvægt að efla það enn frekar.



 

   

13.

Erindi til sveitarstjórnar - 2404008

 

Erindi frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar.

 

Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og mun eiga samtal við skólastjóra Tónlistarskóla Eyjafjarðar í hönnunarferlinu.

 

   

14.

Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - 2404010

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar sveitarstjórnar um veitingu á tækifærisleyfi 3.-5. maí 2024 í Valsárskóla vegna árshátíðar RT 15.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt tækifærisleyfi verði veitt.

 

   

15.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr.62 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

16.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 297 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

17.

Flokkun Eyjafjarðar ehf - 2209007

 

Fundargerð stjórnar Flokkunar Eyjafjarðar ehf., dags. 12.mars 2024 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

18.

Flokkun Eyjafjarðar ehf - 2209007

 

Fundargerð aðalfundar Flokkunar Eyjafjarðar ehf., dags 12. mars 2024 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.