Sveitarstjórn

135. fundur 21. maí 2024 kl. 14:00 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jónmundur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Leifshús sælureitur - 2306004

 

kynningu aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi fyrir Leifshús frístundabyggð er lokið. Sveitarstjórn fer yfir innsendar athugasemdir.

 

Sveitarstjórn samþykkir að skipulagshönnuði verði falið að hafa hliðsjón af innkomnum athugasemdum við gerð skipulagstillaganna. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að afla undanþágu frá grein 5.3.2.5.d í skipulagsreglugerð um fjarlægð íbúðar- og frístundahúsa frá stofn- og tengivegum, samanber umsögn Vegagerðarinnar, enda uppfylla byggingarreitir smáhýsa á deiliskipulagsuppdrætti ekki kröfuna um 100 metra fjarlægð frá stofn- og tengivegum.

 

   

2.

Kotabyggð 49 - beiðni um breytingu á byggingarreit - 2405004

 

Rögnvaldur Snorrason sækir um fyrir hönd lóðarhafa Kotabyggðar 49, Svetlönu Beliaevu, um stækkun á byggingarreit lóðarinnar til norðurs og að þar verði heimilt að reisa 39,7 fermetra vinnustofu/gestahús norðan við núverandi íbúðarhús á lóðinni.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.


 

   

3.

Hallland 7 - 2311003

 

Fyrir fundinum liggur svarbréf frá Iðnaðarráðuneytinu vegna frekari rökstuðnings sveitarfélagsins fyrir veitingu undanþágu frá ákvæði d-liðar gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um fjarlægð byggingar frá stofn- og tengivegi, vegna byggingarreitar fyrir íbúðarhús á lóðinni Halllandi 7 í u.þ.b. 50 m fjarlægð frá Veigastaðavegi. Ráðuneytið fellst á undanþágu frá ákvæði d-liðar greinar 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

 

Lagt fram og kynnt. Fyrir liggur samþykki eiganda aðliggjandi lóðar vegna aðkomu að lóðinni og þar með er landeiganda heimilt að vinna deiliskipulag fyrir eitt íbúðarhús á lóðinni skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

4.

Bakkatún 3 - 2402014

 

Erindi vegna Bakkatún 3.

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá M11 byggir ehf. þar sem óskað er eftir að deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar Bakkatúns 3 er breytt á þá leið að heimilt verði að byggja fjögurra íbúða raðhús á lóðinni í stað þriggja íbúða raðhús eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Einnig er gert ráð fyrir tæknirými utan byggingarreits í erindinu. Erindinu fylgir breytingarblað deiliskipulags sem unnið er af Teiknistofu arkitekta, dags. 15.05.2024.
Sveitarstjórn samþykkir óverulega deiliskipulagsbtreytingu skv 2. Mgr 43. Gr skipulagslaga nr 123/2010. Sveitaratjórn samþykkir að fallið skuli frá grenndarkynningu skv. 3 mgr 44. Gr.. skipulagslaga.

 

   

5.

Hallland 1 L217890 - lagning ljósleiðara, framkvæmdaleyfi - 2405005

 

Fyrir fundinum liggur tillaga að legu ljósleiðara sem liggur í gegnum Hallland 1.

 

Sveitarstjórn samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis vegna lagningu ljósleiðara.

 

   

6.

Deiliskipulag Svalbarðseyri, Eyrin - 2006001

 

Farið yfir tillögur að breyttu deiliskipulagi sem nær yfir athafnasvæði norðan Svalbarðseyrarvegar.

 

Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi fyrir Eyrina á Svalbarðseyri. Sveitarstjórn samþykkir að vísa kynningunni í lögformlegt kynningarferli skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 

   

7.

Kosning oddvita og varaoddvita - 2203012

 

2024 Kosning oddvita og varaoddvita skal samkvæmt samþykktum um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps fara fram árlega. Skulu þeir kjörnir til eins árs í senn, að öðrum kosti skal kjörtímabil þeirra vera hið sama og sveitarstjórnar.

 

Gestur Jónmundur Jensson var kjörinn oddviti til eins árs.
Anna Karen Úlfarsdóttir var kjörin varaoddviti til eins árs.

 

   

8.

Norðurorka - lántaka vegna framkvæmda og einföld ábyrgð eigenda - 1908007

 

Norðurorka, beiðni um ábyrgð vegna lántöku.

 

Lagt fram erindi frá Norðurorku þar sem óskað er eftir að veitt verði ábyrgð vegna lántöku til framkvæmda.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum og framkvæmdum við fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku hf. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Svalbarsstrandarhreppur selji eignarhlut í Norðurorku hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Svalbarðsstrandarhreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Þórunni Sif Harðardóttur sveitarstjóra kt. 191265-5809 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Svalbarðsstrandarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 

   

9.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 70 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir tengd Svalbarðsstrandarhreppi.

Kotabyggð 48 - Einbýlishús 2024 - 2403008
BB Byggingar ehf. kt. 550501-2280, Jaðarstúni 13, 600 Akureyri sækir um byggingarleyfi
vegna nýbyggingar 226,5 fm einbýlishúss á lóðinni Kotabyggð 48,
Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni hjá
M2 hús dags. 2024-03-11.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Vaðlabrekka 7 - einbýlishús 2024 - 2404001
B39 ehf kt. 611220-1380, Skógartröð 5, 605 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna
byggingar 74,3fm einbýlishúss á lóðinni Vaðlabrekka 7 í Svalbarðsstrandarhreppi.
Erindinu fylgja uppdrættir frá Kristjáni Bjarnasyni hjá Arkitektarstofan Austurvöllur dags.
2024-03-24
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

10.

Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð aðalfundur Hafnarsamlags Norðurlands lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til samþykktar.

 

   

11.

Ársþing SSNE - 2405006

 

Þinggerð ársþings SSNE lögð fram til kynningar.

 

Þinggerð lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.