Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Vaðlaborgir A L198869 - deiliskipulagsbreyting - 2502003  | 
|
| 
 Á 147. fundi sveitarstjórnar þann 25. febrúar 2025 var samþykkt að gerð væri óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi sem vísað var í grenndarkynningu. Átta athugasemdir/samþykki bárust á grenndarkynningartímabili sem liggur nú fyrir fundi sveitarstjórnar.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn þakkar innsendar umsagnir og felur skipulagshönnuði að taka tillit til innkominna umsagna samkvæmt umræðum á fundi. Einnig felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að fullnustu gildistökuna skipulagsins þegar endanlegir uppdrættir berast.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Vaðlaborgir A - frístundabyggð - beiðni um breytingu á deilskipulagi - 2505012  | 
|
| 
 Erindi frá Landslagi, f.h. landeiganda Árvegs ehf, þar sem óskað er eftir heimild Svalbarðsstrandarhrepps til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi sem felst í því að bæta við 5 lóðum fyrir frístundahús inni í skógarlundinum ofan núverandi lóða en fella út 4 óbyggðar lóðir efst á skipulagssvæðinu.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Vaðlaborgir B - íbúðarbyggð - beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag - 2505013  | 
|
| 
 Erindi frá Landslagi, f.h. landeiganda Árvegs ehf, þar sem óskað er eftir heimild Svalbarðsstrandarhrepps til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir svæðið þar sem gert verður ráð fyrir 8-10 íbúðarhúsum, nánari upplýsingar í meðfylgjandi erindi.   | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að umsækjanda verði veitt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnfram samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi skipulagslýsingu og vísar henni í kynningarferli skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Lækjartún 10 L239175 - Umsókn um breytingu á íbúðafjölda - 2504011  | 
|
| 
 Erindi er frestað var á 151. fundi sveitarstjórnar, frá lóðarhafa, sem óskar eftir breytingu á íbúðafjölda í Lækjartúni 10. Sótt er um að breyta einbýlishúsalóð í parhúsalóð.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn hafnar erindinu.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Þórsmörk 3 - Umsögn vegna umsóknar fyrir tjaldsvæði - 2505006  | 
|
| 
 Erindi frá lóðarhafa, um starfsleyfi fyrir tjaldsvæði vegna sölu á gistingu í fjórum húsbílum í landi Þórsmerkur 3 L222405 á Svalbarðsströnd. Bílarnir eru tengdir við vatns- og fráveitu. Aðstaðan uppfyllir þær kröfur sem HNE ber að gera til starfsemi af þessu tagi.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir erindið enda sé umsóknin í samræmi við gildandi ákvæði aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps er varða nýtingu landbúnaðarlands L1 skv. Kafla 4.3.2.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 Heiðarsól - Framkvæmdaleyfi fyrir vegi - 2308006  | 
|
| 
 Erindi frá landeiganda, þar sem óskað er eftir að framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar við Heiðarsól, samkvæmt gildandi deiliskipulagi Sólbergs í Svalbarðsstrandarhreppi. Meðfylgjandi eru uppfærð gögn varðandi erindið.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir sitt leyti og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið þegar endanleg gögn hafa borist.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 Geldingsá lóð L198602 - umsókn um breytta notkun lóðar - 2505014  | 
|
| 
 Erindi frá Gunnhildi Ingólfsdóttur, ósk um að breyta notkun lóðar úr frístundalóð í íbúðarlóð.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta skráninguna.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 Kosning oddvita og varaoddvita - 2203012  | 
|
| 
 2025 Kosning oddvita og varaoddvita skal samkvæmt samþykktum um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps fara fram árlega. Skulu þeir kjörnir til eins árs í senn, að öðrum kosti skal kjörtímabil þeirra vera hið sama og sveitarstjórnar.  | 
||
| 
 Anna Karen Úlfarsdóttir var kjörinn oddviti til eins árs.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 Fyrirspurn til sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps varðandi útilistaverk - 2505008  | 
|
| 
 Erindi frá Þórhalli Ingasyni, ósk um að sveitarfélagið þiggji að gjöf og til varðveislu útilistaverk sem er á teikniborðinu og heitir Vaðlaheiðarvegamálaverkfærageymslulyklakippuhringur. Óska staðsetning er útsýnisplanið við þjóðveg númer 1 gegnt Akureyri neðan Halllands. Verkið og nafngiftin hafa skírskotun í   | 
||
| 
 Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga. Sveitarstjórn bendir á að óskastaðsetning er ekki á forræði sveitarfélagsins.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 Erindi til sveitarstjórnar vegna úthlutunar lóða - 2505015  | 
|
| 
 Erindi frá Helga Viðari Tryggvasyni og Önja Müller, vegna úthlutunar lóða Bakkatúns 23 og Lækjatúns 10.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn frestar málinu og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 11.  | 
 Flugklasinn 66N - 1407092  | 
|
| 
 Erindi frá Flugklasanum Air 66, áskorun til stjórnvalda.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í áskorun/erindi til stjórnvalda vegna framtíðarstefnu og uppbyggingar Akureyrarflugvallar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 12.  | 
 Upprekstur á afrétt - 2105003  | 
|
| 
 Upprekstur á afrétt 2025.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að í sumar verður heimilt að sleppa sauðfé í Vaðlaheiði frá og með 12. júní og stórgripum frá og með 3. júlí. Búfjáreigendur eru beðnir að gæta að ástandi gróðurs í heiðinni áður en þeir sleppa fé sínu og fresta upprekstri ef ástæða er til.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 13.  | 
 80. ára afmælisráðstefna 11. júní 2025. - 2505009  | 
|
| 
 Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, 80. ára afmælisráðstefna, 11. júní 2025.  | 
||
| 
 Erindi lagt fram.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 14.  | 
 Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006  | 
|
| 
 Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 93, 94 og 95 lagðar fram til kynningar.   | 
||
| 
 Fundargerðir lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 15.  | 
 Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013  | 
|
| 
 Fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 978 og 979 lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 Fundargerðir lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 16.  | 
 Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008  | 
|
| 
 Fundargerðir stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 295, 296 og 297 lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 Fundargerðir lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 17.  | 
 Fundargerð fulltrúaráðsfundar 19.03.2025 - 2504007  | 
|
| 
 Fundargerð fulltrúaráðs EBÍ og nýjar samþykktir lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 Fundargerð lögð fram.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 18.  | 
 Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007  | 
|
| 
 Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 310 lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Fundargerð lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 19.  | 
 Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013  | 
|
| 
 Fundargerð stjórnar SSNE nr.73 lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Fundargerð lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 20.  | 
 Þinggerð ársþings SSNE, 2025 - 2505010  | 
|
| 
 Þinggerð ársþings SSNE 2025 lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Þinggerð lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.