1.
|
Heiðarsól 3 L232247 og 5 L232248- umsókn um sameiningu lóða - 2503009
|
|
Erindi frá lóðarhafa að Heiðarsól 3 og 5, sem frestað var á 150. fundi sveitarstjórnar þann 8. apríl liggur að nýju fyrir fundinum. Óskað er eftir að sameina lóðirnar. Erindinu fylgir breytingarblað sem lýsir umbeðinni sameiningu, unnið af Jódísi Ástu Gísladóttur hjá Larsen, hönnun og ráðgjöf dags. 05.06. 2025, ásamt staðfestingu eiganda upprunalands, dags. 18.06.2025
|
|
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Gerður er fyrirvari á að samþykki frá lóðarhafa Heiðarsól 1 liggi fyrir. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
|
|
|
|
2.
|
Hallland, Íbsv-31 - umsókn um nýja vegtengingu - 2506003
|
|
Erindi frá Guðmundi H Gunnarssyni f.h. landeiganda um heimild til veglagningar að fyrirhuguðu íbúðarsvæði, ÍB31, samkvæmt rammahluta aðalskipulags fyrir Vaðlaheiði sem er í vinnslu. Fyrir liggur afstöðumynd frá Búgarði dags. 9. maí 2025.
|
|
Sveitarstjórn telur fyrirliggjandi gögn ekki fullnægjandi og beinir því til framkvæmdaraðila að leggja fram tillögu að deiliskipulagi þar sem fyrirkomulagi byggðar er lýst með uppdrætti sem sýnir afstöðu vegarins til lóða á svæðinu með frekari upplýsingum m.a. um langhalla vegar, lengd og breidd.
|
|
|
|
3.
|
Bakkatún 44 og 46 - breyting á deiliskipulagi - 2503005
|
|
Erindi frá lóðarhafa í Bakkatúni 44 og 46, óskað er eftir fjölgun íbúða á lóð í Bakkatúni 46 og breyting á skipulagi lóðar í Bakkatúni 44.
|
|
Málinu frestað. Skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir frekari gögnum.
|
|
|
|
4.
|
Rammahluti aðalskipulags 1082/2023 - 2211008
|
|
Tillaga að rammahluta aðalskipulags var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var auglýsingatímabilið frá 27.janúar til 23. apríl sl. Þrettán umsagnir bárust á auglýsingatímabilinu og eru þær til umfjöllunar sveitarstjórnar.
|
|
1. erindi:, sendandi Guðmundur H. Gunnarsson 06.03.2025 Athugasemd: Kafli 3.2.1 - Frístundabyggðir a) Bent á að skylda til stofnunar húsfélaga og ábyrgð þeirra á gatnagerð og innviðum er óraunhæf, sérstaklega í upphafi þegar fáir lóðarhafar eru til staðar. Landeigandi eða framkvæmdaraðili ætti að sjá um upphaflega innviðauppbyggingu og húsfélög taki við síðar. b) Krafan um 30 m bil milli landnotkunarreita og 100 m milli byggingarreita frístundar- og íbúðarsvæða getur haft takmarkandi áhrif á nýtingu lands og jafnvel gengið á eignarrétt fólks. Bent á að viðmið ætti frekar að vera 50-60 metrar. Sem dæmi eru nefnd svæði í Svalbarðsstrandarhreppi (ÍB30 og F13). Afgreiðsla sveitarstjórnar: a) Vel þekkt er að félag lóðarhafa standi að umsjón þjónustukerfa. Í upphafi mun landeigandi taka þátt í uppbyggingu innviða og minnka sinn hlut í félaginu eftir því sem landeigendum fjölgar. Í greinargerð er fjallað um húsfélög en því verður breytt í félög lóðarhafa. b) Viðmið um a.m.k. 30 metra bil milli lóðarmarka á mörkum landnotkunarreita er til að tryggja ákveðið yfirbragð svæðisins og viðmið um 100 metra bil milli byggingarreita þar sem frístundabyggð og íbúðarbyggð liggja saman er til að tryggja næði vegna ólíkra hópa sem nýta svæðin. Sú breyting er gerð að í stað þess að þess að a.m.k. 30 m bil verði á milli landnotkunarreita er orðalagi breytt þannig að a.m.k. 15 m verða frá lóðarmörkum að mörkum hvors landnotkunarreits. Athugasemd: Kafli 3.2.2 - Íbúðarbyggðir a) Sama ábending varðandi húsfélög og í nr. 1a) b) Krafa um 2000 m2 lágmarksstærð lóða og 20 m bil milli byggingarreita hentar ekki alltaf vegna landslags. c) Óljóst hvað er átt við með að ein hlið lóða snúi að náttúrulegu umhverfi og bent á að svæði eins og deiliskipulag Kotru ÍB13 þar sem lóðir liggja saman. d) Krafa um að fjórðungur lands sé opið svæði er vel í lagt þar sem lóðirnar eru stórar og henta sem dvalarsvæði og til útivistar. e) Krafa um að byggingarreitir séu 10 m frá lóðarmörkum þýðir að hús verði 12 m frá götukanti m.v. 2 m gróðurbelti meðfram götu. Í bröttu landi getur þurft að staðsetja hús nær lóðarmörkum. Lagt er til að heimila minni fjarlægð t.d. 6 m til að auðvelda aðkomu eftir aðstæðum. Bent er á lóðir neðan Meyjarhólsvegar en þar eru klapparbrúnir og myndi hluti húsa lenda fram af þeim ef fjarlægð frá götukanti væri 12 m. f) Skilmálar segja að hús megi vera tvær hæðir frá inngangshæð en þar sem landhalli er mikill má auk þess vera hálfniðurgrafinn kjallari. Bent er á áhættu af vatnsleka í kjöllurum í landhalla og að í einhverjum tilvikum verði hús þrjár hæðir. Afgreiðsla sveitarsjórnar: a) Sjá svar við lið nr. 1a) b) Skilmálar um lágmarksstærð lóða og fjarlægðir milli húsa eru í samræmi við meginmarkið skipulagsins sem er að skipuleggja aðlaðandi og búsetuvæna byggð með dreifbýlisyfirbragði sem falli vel að náttúrulegu umhverfi svæðisins. Lögð er áhersla á að umhverfi byggðar styrki lífsgæði íbúa og tryggi að íbúar geti notið gæða svæðisins sem einkennast af friðsæld, rými og náttúru. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum. c) Skilmálar skipulagsins um að minnsta kosti ein hlið frístunda- og íbúðarlóða snúi að náttúru og hafi grænan jaðar er til að styrkja náttúrulegt yfirbragð byggðarinnar sem byggð í sveit og tryggja aðgengi að náttúru. Í skipulaginu eru ekki settar fram kröfur um stærð þessara svæða. Deiliskipulag íbúðarbyggðar ÍB13 í Kotru er í samræmi við gildandi aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar þar sem ekki er krafa um að ein hlið lóða snúi að náttúrulegu umhverfi. d) Skilmálar skipulagsins eru að um fjórðungur lands innan landnotkunarreita frístunda- og íbúðarbyggða verði nýttur fyrir opin svæði sem styrki útivistarmöguleika íbúa. Gróðurbelti meðfram vegum, vegir, stígar, náttúruleg svæði, grænir jaðrar lóða, grænir geislar og sameiginleg leik- og dvalarsvæði falla undir þetta ákvæði. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum. e) 7. Fjarlægð á milli byggingarreita íbúðarlóða á við þar sem lóðir liggja saman sbr. skilmála á bls. 26 í greinargerð. Því gefur skipulagið svigrúm fyrir minni fjarlægð byggingarreits frá götu þar sem landfræðilegar aðstæður gefa tilefni til. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum. f) Skilmálum er breytt þannig að hús mega vera tvær hæðir en ekki er gert ráð fyrir kjallara og ekki fjallað um inngangshæð. Athugasemd: Kafli 4.2.1 - Vegakerfi-stígar a) Sama ábending varðandi húsfélög og í nr. 1a). b) 10. Gróðurbelti geta ekki tekið við vatni þegar jörð er frosin og þarf að vera farvegur fyrir leysingavatn brekkumegin við götur eða aðkomu sem leiða þarf frá svæðum út í farvegi. Gróðurbelti með trjám meðfram götum geta valdið snjósöfnun. c) 11. Í umfjöllun um uppbyggingu vega á bls. 32 er talað um langhalla aðkomuvega og í húsagötum. Bent er á að erfitt er að greina á milli og að erfitt getur verið að uppfylla kröfur í veghönnunarreglum og ætti að sleppa því í textanum að vitna í þessar reglur. d) 12. Kveðið er á um að ekki megi byggja innan 50 metra frá tengivegum en nú þegar eru eignarlóðir meðfram vegunum sem skilgreindar eru í gildandi aðalskipulagi. Ef þetta ákvæði verður óbreytt í skipulaginu er útilokað fyrir eigendur að byggja á þessum lóðum sem gerir þær verðlausar. Bent er á að Knarrarbergsvegur og Veigastaðavegur eru meira eins og húsagötur í sveit en sambærilegir þjóðvegi. Bent er á frístundasvæði í Leifsstaðabrúnum sem á að breyta í íbúðarbyggð og hvort eigendur óbyggðra lóða njóti sömu réttinda og á þeim lóðum sem þegar er búið að byggja innan við 50 metra frá vegunum.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: a) Sjá svar við lið nr. 1a). b) Gróðurbelti meðfram götum eru ætluð sem ofanvatnslausnir sem geta tekið við leysingarvatni. Á skýringarmyndum 4 og 5 á bls. 33 er sýnd möguleg útfærsla og merkt inn „gróðurbelti ? skurður“ til skýringar. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum. c) Í texta á bls. 32 er vitnað í veghönnunarreglur Vegagerðarinnar og viðmið um hönnun gatna í íbúðar- og frístundahverfum í Svalbarðsstrandarhreppi skv. samþykkt Svalbarðsstrandarhrepps frá 2014. Ætlast er til að viðmiðum sé fylgt eftir m.a. til að tryggja aðgengi og aðkomu neyðarbifreiða um svæðið. d) Ávallt þarf að sækja um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar í hverju tilfelli fyrir sig sbr. skilmála í kafla 4.2.1 um fjarlægð milli bygginga og vega á bls. 30-31 í greinargerð. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum.
2. erindi: Guðmundur H. Gunnarsson fyrir hönd landeigenda Meyjarhóls 10.02.2025
Athugasemd: a) Það vantar inná uppdátt afmörkun á íbúðarsvæði í landi Meyjarhóls, Svalbarðsstrandarhreppi þ.e. smá reit 0,4 ha inn í skógræktarspildu beint fyrir neðan íbúðarhúsið Heiði.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: a) Landnotkunarreitur ÍB35 er stækkaður um 0,4 ha yfir svæði sbr. athugasemd. Landnotkunartöflur, kort í greinargerð og skipulagsuppdráttur uppfærður til samræmis.
3. erindi: Minjastofnun Íslands / Sædís Gunnarsdóttir 31.03.2025
Athugasemd: a) Lögð er áhersla á að framkvæmdaaðilar kanni stöðu skráningar á sínu svæði áður en deiliskipulagsvinnan fer af stað til að hægt verði að hlífa minjum eins og kostur er. b) Í kafla 5.2. er umfjöllun um minjasvæði og eru þar taldar upp jarðir sem eru aldursfriðaðar fornleifar skv. vefsjá MÍ. Lagt er til að sleppa þeirri upptalningu þar sem vefsjá MÍ er ekki tæmandi. Líklegt er að fjöldi aldursfriðaðra fornleifa sé að finna á hverri jörð innan skipulagssvæðis. Í upptalningu um aldursfriðuð hús vantar Eyrarland (1901) og Syðri-Varðgjá (1920).
Afgreiðsla sveitarstjórnar: a) Lögin kveða á um skráningu fornleifa á vettvangi við gerð deiliskipulags. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum. b) Upptalning um aldursfriðaðar fornminjar í Eyjafjarðarsveit er felld út í kafla um minjasvæði 5.2.1 á bls. 39. Upptalning um aldursfriðuð hús uppfærð.
4. erindi: Þingeyjarsveit / Anna Bragadóttir 01.04.2025 Engar athugasemdir Afgreiðsla sveitarstjórnar: Athugasemd krefst ekki svars.
5. erindi: Akureyrarbær / Rebekka Rut Þórhallsdóttir 10.04.2025 Engar athugasemdir Afgreiðsla sveitarstjórnar: Athugasemd krefst ekki svars.
6. erindi: Heiðrún Guðmundsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, landeigendur Meyjarhóls 2 20.04.2025 Vísað er í bréf með athugasemdum sem sent var um tillögu á vinnslustigi frá 11. febrúar 2024. Bréfið er aftur sent sem athugasemd varðandi Meyjarhól 2.
Athugasemd: a) Ítrekað er að allt landsvæði á Meyjarhóli 2 verði skilgreint sem landnotkunarreitir fyrir íbúðarbyggð og frístundabyggð eftir því sem landgerð gefur möguleika á. b) Gerð er athugasemd um að ekki er gert ráð fyrir fjöleignarhúsum þ.e. fjölbýlis-, rað- og parhúsum. Farið fram á að þessar íbúðagerðir verði leyfðar með sjónarmið um fjölbreytni í íbúðarhúsnæði og íbúasamsetningu. c) Á skýringarkorti 2 Núverandi og nýir landnotkunarreitir fyrir frístundabyggðir vantar allmörg núverandi frístundahús sem byggð hafa verið í landi Meyjarhóls og Halllands. Varla er það ætlun yfirvalda að þau víki. d) Vantar inn landnotkunarreit fyrir íbúðarbyggð við Heiði og landnotkunarreiti sem hafa verið gerðir og byggingar sem eru að fara af stað.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: a) Sveitarfélögum ber skv. skipulagslögum að ráðstafa landi með skynsömum og hagkvæmum hætti og leggur í aðalskipulagi fram stefnu um landnotkun, byggðaþróun og byggðamynstur. Skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004 Skal sveitarstjórn meta hvort land sem skilgreint er sem landbúnaðarland sé stærra en þörf krefur að teknu tilliti til þeirra nýtingaráforma sem skipulagstillaga felur í sér. Jafnframt hvort aðrir valkostir um staðsetningu komi til greina fyrir fyrirhugaða nýtingu á landi. Landeigendur hafa ekki kynnt fyrir sveitarstjórn áform sín um uppbyggingu með þeim hætti að hægt sé að taka afstöðu til þeirra. Þegar áformin hafa verið kynnt er mögulegt að óska eftir breytingu á aðalskipulagi þar sem óskað er eftir breytingu á landnotkun. b) Í skipulaginu er gert ráð fyrir að á skipulagssvæðinu verði einungis heimiluð einbýlishús sem er markmið sveitarstjórna og í samræmi við Húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna og gildandi aðalskipulagsáætlanir. Uppbygging lóða með öðrum íbúðargerðum verði á þéttbýlissvæðum sveitarfélaganna. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum. c) Á hverju lögbýli er heimilt að reisa 2 frístundahús og 3 íbúðarhús innan landnotkunarflokksins landbúnaðarland í gildandi aðalskipulagi. Ekki er talin þörf á því að skilgreina frístundasvæði fyrir núverandi stök frístundahús sem byggð eru skv. þágildandi ákvæðum í aðalskipulags, enda ekki um þétta frístundabyggð að ræða eða áform um frekari uppbyggingu. d) Skipulagsuppdráttur verður yfirfarinn og uppfærður íbúðarbyggð við Heiði. Landeigendur hafa ekki kynnt fyrir sveitarstjórn önnur áform sín um uppbyggingu með þeim hætti að hægt sé að taka afstöðu til þeirra. Þegar áformin hafa verið kynnt er mögulegt að óska eftir breytingu á aðalskipulagi þar sem óskað er eftir breytingu á landnotkun.
7. erindi: Halldór Jóhannsson fyrir hönd Bjarnargerðis ehf Halldórs Jóh. Ingibjargar Jóhannesdóttur, Eigenda Veigastaða 1 og Vaðlareits Veigastaðalands Bjarnargerðis ehf Eigenda Veigastaða 2 og Vaðlabrekku. Veigastaða ehf. Eigenda Veigastaða 1M, Vaðlabyggðar og Kotabyggðar 22.04.2025 .
Athugasemd: a) Lagt er til að horfið verði frá núverandi áformum og allt svæðið skilgreint sem þróunarsvæði þéttbýlis. Horft verði til næstu 30-50 ára við uppbyggingu innviða í samstarfi við veitufyrirtæki og Vegagerðina. b) Óskað eftir að Veigastaðaland, nærliggjandi svæði og mögulega önnur svæði verði skilgreind sem þéttbýli. c) Leyfa ætti fjölbýli, raðhús og parhús þar sem við á.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: a) Stefna sveitarstjórnar er að í Svalbarðsstrandarhreppi byggist aðeins upp eitt þéttbýli þar sem er að finna stjórnsýslu og þjónustustofnanir sveitarfélagsins. Er þessi stefna í samræmi við Svæðisskipulag Eyjafjarðar og Landsskipulagsstefnu. Byggð í suðurhluta sveitarfélagsins einkennist af dreifbýlli byggð með góðu aðgengi að náttúru og grænum svæðum milli þyrpinga. b) Stefna sveitarstjórnar er að í Svalbarðsstrandarhreppi byggist aðeins upp eitt þéttbýli þar sem er að finna stjórnsýslu og þjónustustofnanir sveitarfélagsins. Er þessi stefna í samræmi við Svæðisskipulag Eyjafjarðar og Landsskipulagsstefnu. c) Í skipulaginu er gert ráð fyrir að einungis verði heimiluð einbýlishús í dreifbýli sveitarfélagsins í samræmi við markmið sveitarstjórna, Húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna og gildandi aðalskipulagsáætlanir. Uppbygging lóða með öðrum íbúðargerðum verði á þéttbýlissvæðum sveitarfélaganna. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum.
8. erindi: Landsnet / Rut Kristinsdóttir 22.04.2025 Engar athugasemdir Afgreiðsla sveitarstjórnar: Athugasemd krefst ekki svars.
9. erindi: Norðurorka / Bjarni Jósep Steindórsson 31.03.2025. Athugasemd: a) Þjónustusvæði hitaveitu takmarkast af 125 m.y.s hæðarlínu og vatnsveitu af 140 m.y.s hæðarlínu. b) Marka þarf núverandi sem og framtíðar stofnlögnum hita og vatnsveitu stað í aðalskipulagi. Framsetning verður að vera í samstarfi við Norðurorku.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: a) Í kafla 6.2.1. Veitukerfi, bls. 45, kemur eftirfarandi fram um vatnsveitu: Framkvæmdaraðilar skulu gera grein fyrir vatnsöflun og tengingum við vatnsveitu í deiliskipulagi. Norðurorka rekur hitaveitu í sveitarfélögunum og vatnsveitu að hluta til. Hafa skal samráð við Norðurorku um mögulega aðkomu að öflun á heitu og köldu vatni. Þar sem byggð er utan þjónustusvæðis Norðurorku skal gera grein fyrir hvernig vatnsöflun er háttað og skilgreina tengingar í deiliskipulagi. Afmörkun landnotkunarreita helst óbreytt. Bætt er við skilmála í texta um vatnsveitu á bls. 45 í greinargerð þar sem vísað er í afhendingargetu Norðurorku varðandi heitt vatn og neysluvatn og að landeigandi beri kostnað af því að unnt sé að veita vatni hærra í land ef þess er þörf. b) Vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
10. erindi: HNE / Leifur Þorkelsson 23.04.2025
Athugasemd: a) HNE hvetur sveitarfélagið til að nýta yfirstandandi skipulagsvinnu til að endurskoða landnotkun á reit A3, á svæði Setbergs í landi Sólbergs.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: a) Vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
11. erindi: Vegagerðin / Magnús Björnsson 23.04.2025
Athugasemd - Vegagerðin óskar eftir að texta verði bætt við skipulagsgögn: a) Viðbótartexti fyrir breytingarblað: Skipulag vega í íbúðabyggðum er ekki í samræmi við Veghönnunarreglur og uppfylla þeir því ekki þær kröfur sem gerðar eru til héraðsvega, m.a. hvað varðar breidd, fjarlægðir á milli tenginga og fjarlægðir húsa frá vegi. b) Viðbótartexti í kafla 4.2.1 um vegakerfi í greinargerð: "Óheimilt að tengja vegi þjóðvegum nema í samræmi við skipulag og að fenginni heimild Vegagerðarinnar." Skipulag vega í íbúðabyggðum er ekki í samræmi við Veghönnunarreglur og uppfylla þeir því ekki þær kröfur sem gerðar eru til héraðsvega, m.a. hvað varðar breidd, fjarlægðir á milli tenginga og fjarlægðir húsa frá vegi. c) Fjallað er um tengingar milli jarða í kafla 3.2.1. og 3.2.2. Bent er á að óheimilt er að tengja vegi þjóðvegum nema í samræmi við skipulag og að fenginni heimild Vegagerðarinnar. d) Í kafla 4 kemur fram að Knarrarbergsvegur sé tengivegur en hann er héraðsvegur líkt og Leifsstaðavegur og einnig eru héraðsvegir að lögbýlum og reitum á svæðinu. e) Bent er á að Vegagerðin ákvarðar hámarkshraða á þjóðvegum og að hraðatakmarkandi aðgerðir henta misvel eftir aðstæðum. Aðgerðir og útfærsla þar að vera í samráði við Vegagerðina. f) Lagt til að í kafla 4.2 verði bætt við texta um að gert verði deiliskipulag fyrir megin vegi innan rammaskipulagsins þar sem hægt sé að staðsetja tengingar við íbúðasvæði þannig að þær uppfylli kröfur í veghönnunarreglum, ákvarða stíga og þveranir þeirra auk annarra þátta sem hafa áhrif á umferðaröryggi og upplifun íbúa af svæðinu. g) Ábending um að veghelgunarsvæði héraðsvega er 15 m út frá miðlínu. h) Ábending um orðalag um tengingar á bls. 31. i) Í kafla 4.2.1 er fjallað um deiliskipulag og húsfélög. Ekki kemur fram hver ber ábyrgð á viðhaldi veganna og einnig er óljóst hvað á að verða um þá vegi sem nú þegar eru héraðsvegir, eins og t.d. Árholtsvegur, Varðgjárvegur, Brúarlandsvegur o.fl. j) Ábending fyrir kort nr. 4 um að ekki sé sýnt hvernig allir reitir tengjast þjóðvegum. k) Ábending um að stofnstígur liggi meðfram Eyjafjarðarbraut eystri en æskilegra væri, m.t.t. umferðaröryggis, að hann fylgi sömu legu og útivistarstígurinn. l) Ábending um að í texta um götumynd (bls. 32-33) eru breiddir gatna ekki í samræmi við veghönnunarreglur og uppfylla göturnar því ekki kröfur til héraðsvega. m) Bent á að gæta þarf að gróðurbelti meðfram akbrautum valdi ekki snjósöfnun og hindri vegsýn. n) Ábending um fjarlægðir stíga frá vegum skv. Veghönnunarreglum og ef staðsetja þarf stíga nær vegum þarf undanþágu frá Vegagerðinni. Einnig bent á að huga þarf að öruggum þverunum.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: a) Fram kemur í kafla 4.2.1 um vegakerfi að nýir vegir skuli vera í samræmi við veghönnunarreglur Vegagerðarinnar. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum. b) Fram kemur í kafla 4.2.1 um vegakerfi að nýir vegir skuli vera í samræmi við veghönnunarreglur Vegagerðarinnar. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum. c) Fram kemur í kafla 4.2.1 um vegakerfi að fjarlægðir milli vegtenginga séu háðar gildandi viðmiðum og leyfi Vegagerðarinnar. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum. d) Knarrarbergsvegur er skilgreindur sem tengivegur í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Skilgreining verður skoðuð nánar í yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags. e) Fram kemur í kafla 4.2.1 um vegakerfi að breytingar á hámarkshraða verði í samstarfi við Vegagerðina. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum. f) Á skipulagsuppdrætti eru sýndar vegtengingar inn á núverandi og nýja landnotkunarreiti. Í deiliskipulagi hvers svæðis skal gera grein fyrir vegtengingum í samræmi við veghönnunarreglur. g) Texta um veghelgunarsvæði héraðsvega er bætt við í kafla um helgunarsvæði á bls. 30. h) Texta í kafla um tengingar á bls. 31 breytt. Fyrir breytingu: Fjarlægðir milli vegtenginga eru háðar gildandi viðmiðum og leyfi Vegagerðarinnar. Eftir breytingu: Fjarlægðir milli vegtenginga eru háðar reglum nr. 180/2015 um hönnun þjóðvega sem opnir eru almenningi til frjálsrar umferðar. Óheimilt er að tengja vegi þjóðvegum nema í samræmi við skipulag og að fenginni heimild Vegagerðarinnar. i) Fordæmi eru fyrir stofnun félags lóðarhafa sem sjá um viðhald og rekstur einkavega. Héraðsvegir verða á forræði Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna eftir sem áður. j) Í kafla 4.2.1 um vegkerfi kemur fram að sýndar eru mögulegar tengingar inn á nýja landnotkunarreiti. Stofn- og tengivegir eru skilgreindir í aðalskipulagi en aðrir vegir aðeins sýndir til skýringar. Sýndar eru mögulegar tengingar inn á nýja landnotkunarreiti til skýringar en staðsetning er ekki bindandi. Fram kemur í greinargerð að fjarlægðir milli vegteninga skuli vera eftir viðmiðum Vegagerðarinnar og skv. veghönnunarreglum 150m. Þá kemur fram að kvaðir séu um að vegteningar skuli samnýttar ef Vegagerðin telur að takmarka þurfi fjölda tenginga. Nánari útfærsla tengingu er vísað til vinnslu deiliskipulags. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum. k) Lega stofnstígs á svæðinu við Eyjafjarðarbraut eystri er í samræmi við gildandi aðalskipulag og stefnu sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar. Stofnstígnum hefur verið hliðrað og hann látinn fylgja ströndinni neðan íbúðarsvæðis ÍB14 í landi Eyrarlands. Útivistarstígur er framlengdur meðfram strandlínu að Skógarböðum. Mismunandi kröfur eru gerðar til uppbyggingu stofn- og útivistarstíga í skipulaginu m.a. varðandi yfirborðsefni, breidd og lýsingu. Fjallað erum stofnstíga og útivistarstíga á bls. 33 og 34 í greinargerð. Þar sem umferð um stofnstíga er mikil er gert ráð fyrir að hægt sé að aðskilja gönguhluta frá hjólahluta. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsgögnum. l) Bætt er við þeim upplýsingum í köflum á bls. 32-33 um götumynd að ef um er að ræða héraðsvegi þá skuli fylgja veghönnunarreglum Vegagerðarinnar. m) Texta bætt við í umfjöllun um götumynd íbúðar- og frístundabyggðar á bls. 32 þar sem lögð er áhersla á að gróðurbelti valdi ekki snjósöfnun og hindri vegsýn. n) Texta bætt við í kafla 4.2.2. um stígakerfi um undanþágur frá veghönnunarreglum og öruggar þveranir. Fram kemur í texta á bls. 30 að sækja þurfi um leyfi Vegagerðarinnar fyrir öll mannvirki og framkvæmdir innan veghelgunarsvæðis.
12. erindi: Náttúrufræðistofnun / María Harðardóttir 23.04.2025
Athugasemd: a) NÍ áréttar umsögn um vinnslutillögu frá 14. febrúar 2024. Bent er á að á skipulagssvæðinu hafa fundist fjölmargar válista- og friðaðar plöntutegundir. Lögð er áhersla á að farið verði í kortlagningu á útbreiðslu válistategunda á svæðinu og sérstakrar athugunar á fuglalífi. Bent er á að vistgerðarkort NÍ var unnið með fjarkönnun sem undirstrikar mikilvægi vettvangskannana. b) Vakin er athygli á að graslendi á svæðinu er samsett úr vistgerðum með hátt verndargildi sem eru á lista Bernarsamnings sem þarfnast sérstakar verndar. Jafnframt er bent er á að þótt votlendi á svæðinu nái ekki 2 ha og falli undir vernd skv. 61. gr. laga nr. 60/2013 þá séu verðmætar og viðkvæmar vistgerðir á svæðinu sem æskilegt væri að halda í eins og kostur er.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: a) Skipulagssvæðið er um 1090 hektarar að stærð en tekur einungis til afmarkaðra landnotkunarreita frístunda- og íbúðarbyggða innan þess svæðis. Markmið skipulagsins er að byggð falli vel að náttúrulegu umhverfi svæðisins og stuðla skuli að hagkvæmri nýtingu lands og tryggja varðveislu náttúru- og menningarverðmæta. Meirihluti landnotkunarreita innan skipulagssvæðis eru skilgreindir í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Ekki er talið tilefni til þess að kortleggja útbreiðslu válistategunda og athugun á fuglalífi fyrir allt skipulagssvæðið. b) Í kafla 5 í greinargerðinni er fjallað um áhrif og skilmála uppbyggingar á umhverfi. Við uppbyggingu frístunda- og íbúðarbyggðar innan afmarkaðra landnotkunarreita eru settir skilmálar um að fjórðungur lands verði opið svæði. Á milli þyrpinga lóða og landnotkunarreita skulu vera skil með gróðri og náttúrulegu umhverfi sem mynda græna geisla og tengingar við náttúru. Staðsetning grænna geisla verður ekki nákvæmlega skilgreind í aðalskipulagi heldur skal taka mið af landfræðilegum aðstæðum svo sem giljum, lækjarfarvegum, skógi og fleira. Fjallað er jafnframt um hönnun lóðar og gróðurfar en lögð er áhersla á náttúrulegt yfirbragð og að gróðurframvinda verði að mestu leyti með náttúrulegum hætti. Bætt er við texta í kafla 5.2.1. um náttúru þar sem vakin er athygli á að innan skipulagssvæðis séu vistgerðir með hátt verndargildi.
13. erindi: Land og Skógur / Páll Sigurðsson 28.04.2025
Athugasemd: a) Vísað er í fyrri umsögn um vinnslutillögu frá 14. febrúar 2024. Víða eru skipulagðir landnotkunarreitir fyrir íbúðabyggð eða frístundabyggð á landi þar sem skógur er fyrir. Bent er atriði sem varðar útgáfu framkvæmdaleyfa og 19. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019 um varanlega eyðingu skóga.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: b) Vísað til vinnu við deiliskipulag fyrir hvert svæði.
- Reitur í Vaðlaborgum A (ÍB36) á ekki að verða íbúðarbyggð heldur áfram frístund samkvæmt samskiptum við landeiganda. Verður hluti af frístundasvæði F2 sem er efri hluti Vaðlaborga A. Gögn verða lagfærð í samræmi við þetta. - Geldingsá (lóð 198602) verður skilgreind sem íbúðarbyggð í stað þess að vera landbúnaðarland og stækkar því íbúðarsvæði ÍB23.
Sveitarstjórn leggur til að auglýstri skipulagstillögu verði breytt eins og fram kemur í afgreiðslu á athugasemdum þann 24.06.2025 og að svo breytt aðalskipulagstillaga verði samþykkt skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
|
|
|
|
5.
|
Bakkatún 16 - 2503013
|
|
Erindi frá lóðarhafa að Bakkatúni 16, lóðarhafi óskar eftir að skila lóð.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu.
|
|
|
|
6.
|
Leikskólinn Álfaborg - beiðni um breytingu á deiliskipulagi - 2506009
|
|
Fyrir fundinum liggur beiðni frá Svalbarðsstrandarhreppi um breytingu á deiliskipulagi vegna breytingar á byggingarreit/skipulagssvæði.
|
|
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
|
|
|
|
7.
|
Skipulag skógræktar - 2506006
|
|
Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru. Skipulag skógræktar - leiðbeiningar um val á landi til skógræktar.
|
|
Erindi lagt fram til kynningar.
|
|
|
|
8.
|
Tónlistarskólinn á Akureyri - 2406007
|
|
Erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar.
|
|
Sveitarstjórn hafnar erindinu. Svalbarðsstrandarhreppur rekur Tónlistarskóla Eyjafjarðar ásamt öðrum sveitarfélögum við Eyjafjörð þar sem er í boði söngnám á grunnstigi.
|
|
|
|
9.
|
Beiðni um endurskoðun á þjónustu og aðkomu sveitarfélagsins að Heiðarbyggð - 2506007
|
|
Erindi frá Félagi frístundahúsaeigenda í Heiðarbyggð, formlegt erindi vegna málefna sem varða þjónustu, innviði og samspil sveitarfélagsins við fasteignaeigendur á svæðinu.
|
|
Málinu frestað.
|
|
|
|
Bjarni Þór Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið.
|
10.
|
Túnið í Meðalheimslandi - 2109001
|
|
Erindi frá sveitarstjóra, framlagður samningur vegna samkomulags um afnot á túni úr landi Meðalheims.
|
|
Sveitastjórn samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að skrifa undir.
|
|
|
|
11.
|
Skólanefnd - 33 - 2505002F
|
|
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Skólanefnd vísaði einu máli til sveitarstjórnar.
4. Gjaldskrá Álfaborgar - 2506004 Endurskoðun á gjaldskrá vegna tíma utan hefðbundins vistunartíma barna á leikskólanum Álfaborg. Skólanefnd leggur til að tímagjald verði endurskoðað frá 7:45-8:00 og frá 16:00-16:15 á Leikskólanum Álfaborg í viðleitni að nýta tíma starfsmanna betur. Málinu er vísað til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir erindi skólanefndar.
|
|
|
|
12.
|
Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006
|
|
Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 96 lögð fram til kynningar.
|
|
Fundargerð lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
13.
|
Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013
|
|
Fundargerð stjórnar SSNE nr. 74 lögð fram til kynningar.
|
|
Fundargerð lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
14.
|
Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir 2023 - 2204002
|
|
Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar nr. 150 lögð fram til kynningar.
|
|
Fundargerð lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
15.
|
Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008
|
|
Fundargerðir stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 298 lögð fram til kynningar.
|
|
Fundargerð lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
16.
|
Fundargerðir HNE - 2208016
|
|
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra nr. 242 lögð fram til kynningar.
|
|
Fundargerð lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
17.
|
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013
|
|
Fundargerðir sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 980, 981 og 982 lagðar fram til kynningar.
|
|
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
|
|
|
|