Sveitarstjórn

154. fundur 07. júlí 2025 kl. 13:00 - 15:00
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir oddviti
  • Gestur J. Jensson varaoddviti
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson.
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórunn Sif Harðardóttir

Dagskrá:

1. 

Erindi til sveitarstjórnar vegna úthlutunar lóða - 2505015

 

Erindi sem frestað var á 152. fundi sveitarstjórnar þann 3. júní 2025.
Erindi frá Helga Viðari Tryggvasyni og Önja Müller, vegna úthlutunar lóða Bakkatúns 23 og Lækjatúns 10.

 

Fyrir er tekið að nýju erindi Önju Elisabethar Müller og Helga Viðars Tryggvasonar dags. 26.5.2025 vegna úthlutunar lóðanna við Bakkatún 23 og Lækjartún 10, en málið var á dagskrá sveitarstjórnar á 152. fundi fundi 3.6.2025. Í kjölfar fundarins var óskað afstöðu og umsagnar lóðarhafa sem hlaut lóðirnar við úthlutun. Sjónarmið og afstaða lóðarhafa barst sveitarstjóra í tölvubréfi dags. 26.7.2025. Þar lýsir lóðarhafi áformum sínum um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í einkaeigu.

Ekki liggja fyrir önnur gögn eða upplýsingar sem gefa til kynna eða staðfesta að úthlutun lóðanna hafi byggt á röngum forsendum eða skilyrðum. Ábendingar málshefjenda og fyrirliggjandi gögn og upplýsingar gefa ekki efni til, að framkomnum sjónarmiðum og skýringum lóðarhafa, til að endurupptaka eða ákvarða með öðrum hætti úthlutun lóðanna nr. 23 við Bakkatún og 10 við Lækjartún. Sveitarstjórn telur ekki fyrir hendi heimild til endurupptöku lóðarúthlutunar eða ógildingu ákvörðunar, enda eru lagaskilyrði þess skv. VI. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ekki uppfyllt. Sveitarstjóra falið að kynna málshefjendum niðurstöðu sveitarstjórnar.

 

   

2.

Beiðni um endurskoðun á þjónustu og aðkomu sveitarfélagsins að Heiðarbyggð - 2506007

 

Erindi sem frestað var á 153. fundi sveitarstjórnar þann 24. júní 2025. Félagi frístundahúsaeigenda í Heiðarbyggð, formlegt erindi vegna málefna sem varða þjónustu, innviði og samspil sveitarfélagsins við fasteignaeigendur á svæðinu.

 

Sveitarstjórn þakkar FFH fyrir erindið. Í erindinu eru tillögur eða beiðnir um bein eða óbein fjárframlög sveitarfélagsins til tiltekinna verkefna í þágu FFH og eigendur frístundahúsa á svæðinu. Þó eru tillögurnar nokkuð almennar, en ekki skýrt afmarkaðar t.d. með fjárhags- eða kostnaðaráætlunum eða gögnum um umfang verkefna og kostnað. Engu að síður telur sveitarstjórn að fært sé að taka afstöðu til erindis FFH.

Réttarstaða lóðareigenda og lóðarhafa á frístundasvæðum í einkaeigu eru í veigamiklum atriðum mjög frábrugðin réttarstöðu þar sem notkun lands og fasteigna er önnur samkvæmt skipulagsáætlunum og lögum. Almennt er það svo að eigendur og umsjónaraðilar frístundahúsa bera sjálfir kostnað af vegagerð og snjómokstri eins og uppsetningu og viðhaldi annarra innviða innan landa í einkaeigu, t.d. kaldavatns veitu. Sorphirðumál og önnur úrgangsmál eins og þjónusta við hreinsum og losun rotþróa er sama marki brennd. Þá er mikilvægt að gera greinarmun á álagningu skatta, sem byggja á lögum og innheimtu þjónustugjalda, en með þjónustugjöldum er kostnaði við afmarkaða þjónustuþætti jafnað niður á notendur þjónustu, eftir atvikum yfir lengri tímabil.

Samandregið er tillögum og beiðnum í ódags. bréfi FFH til sveitarfélagins um sérstök framlög, beint eða óbeint til FFH eða félagsmanna þeirra hafnað.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu samkvæmt umræðum á fundinum.

 

   

3.

Lántaka til að fjármagna framkvæmdir hitaveitu - 2506010

 

Erindi frá Norðurorku hf, óskað er eftir að sveitarfélögin, eigendur Norðurorku, taki ábyrgð á lánum Norðurorku, er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir hitaveitu.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 300.000.000-, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að sveitarfélag selji eignarhlut í félaginu til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Þórunni Sif Harðardíttur nafn umboðshafa, kt.191265-5809, sveitartjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 

   

4.

Vaðlaklif - umsókn um breytingu á DSK - 2505011

 

Eigandi frá lóðarhafa í Vaðlaklifi, ósk um breytingu á deiliskipulagi Vaðlaklifs í landi Veigastaða dags. 19. maí 2025 frá Lilium teiknistofa. Breytingin felur í sér að aukinn sveigjanleika lóðarhafa um byggingarefni, útlit og legu húsa auk þess sem gert er ráð fyrir sameiginlegri fráveitu allra húsa syðst á svæðinu.

 

Sveitarstjórn frestar erindinu.

 

   

5.

Kaup á króksheysibíl og 10.000 lítra vatnstank - 2507003

 

Erindi frá Slökkviliði Akureyrar, vegna kaupa á krókheysibíl og 10.000 lítra vatnstanks fyrir slökkvilið Akureyrar.

 

Sveitarstjórn samþykkir kaup á krókheysisbíl og 10.000 lítra vatnstanks og felur sveitarstjóra að klára málið samkvæmt umræðum á fundinum.

 

   

6.

Eyrargata 2 (Borgarhóll) - 2507002

 

Erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, lóðarleigusamningur Eyrargata 2. F2160531.

 

Sveitarstjórn telur að sveitarfélagið eigi forkaupsrétt að mannvirkjum á lóðinni en ákveður að nýta hann ekki að þessu sinni.

 

   

7.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 311 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.