Umhverfis & Atvinnumálanefnd

1. fundur 05. september 2006

Umhverfisnefnd Svalbarðsstrandarhrepps

 

1. fundur

 

Árið 2006, miðvikudagur 5. sept. kl. 20:00 kom umhverfisnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Helga Kvam, Leifur Jónsson og Starri Heiðmarsson. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

 

Starri Heiðmarsson, aldursforseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Nefndin skiptir með sér verkum.

Starri Heiðmarsson formaður

Leifur Jónsson varaformaður

Helga Kvam ritari.

 

2. Fundur 13.sept kl. 16 í Ársskógarskóla með fulltrúum aðildarsveitarfélaga Sorpeyðingarinnar um fyrirkomulag á förgun úrgangs í héraðinu.

Leifur Jónsson og Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri, munu sækja fundinn.

 

3. Önnur mál

Úrgangsmál – framtíðin

Velt upp hugmyndum varðandi fyrirkomulag endurvinnslu og sorphirðingar, rætt um ýmis atriði úr Staðardagskrá 21.

Ásýnd sveitarfélagsins

Þörf er á að bæta ásýnd sveitarfélagsins sbr verkefnalista í Staðardagskrá

Og væri æskilegt að hreinsunarátakið hæfist á gömlu eyrinni.

Stefnt er að fastir fundatímar nefndarinnar verði fyrsta mánudag í hverjum

mánuði kl 21:00. Næsti fundur mánudaginn 2. október nk.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 23:00