Umhverfis & Atvinnumálanefnd

2. fundur 30. október 2006

Umhverfisnefnd Svalbarðsstrandarhrepps

 

2. fundur

 

Árið 2006, mánudagur 30. okt. kl. 21:00 kom umhverfisnefnd saman til 2. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Helga Kvam, Leifur Jónsson og Starri Heiðmarsson. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

 

Starri Heiðmarsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

Rætt var um Staðardagskrá 21 og mælist umhverfisnefnd til að sveitarstjórn taki til athugunar eftirfarandi:

*Útvegun á jarðgerðartunnum til þeirra íbúa sem þess óska

*Imprað verði á við íbúa að bæta ásýnd sveitarfélagsins

*Átak í bættri ásýnd aðkomu að Svalbarðseyri; Reiturinn á stór-afmæli á næsta ári og væri æskilegt að nefnd færi aftur í gang til að vinna að því að bæta og fegra reitinn.

*Skilti á sveitamörk

 

Í athugun að útbúa segul í A5 stærð með leiðbeiningum um sorpflokkun, sem yrði dreift á hvert heimili í sveitarfélaginu.

 

 

Kynnt: Kynningarfundur um jarðgerð á Hótel KEA 2. nóv. nk kl. 20:00.

Fundargerðir Sorpsamlagsins 80. og 81.

 

 

Fundi slitið 22:50