Umhverfis & Atvinnumálanefnd

3. fundur 21. mars 2007

Umhverfisnefnd Svalbarðsstrandarhrepps

 

3. fundur

 

Árið 2007, miðvikudagur 21. mars. kl. 19.30 kom umhverfisnefnd saman til 3. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Helga Kvam, Leifur Jónsson og Starri Heiðmarsson. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

 

Starri Heiðmarsson, formaður setti fundinn.

 

Staðardagskrá 21

Verkefnalisti forgangsröðun

 

Jarðgerðartunnur

Lagt er til að gengið verði til samninga við Flutningatækni um kaup á jarðgerðartunnum fyrir þá ísbúa sveitarfélagsins sem þess óska. Til prufu verði 4 tunnur keyptar nú þegar sem nefndarmenn taka að sér að reka og verði öðrum íbúum sveitarfélagsins til kynningar. Almenn kynning verði á jarðgerð og í framhaldi af því bjóðist þeim íbúum sveitarfélagsins, sem það kjósa, upp á að fá jarðgerðartunnu með sumrinu.

 

Hreinsunarátak

Nefndin leggur til að verði farið í hreinsunarátak og að fólk verði aðstoðað við að koma stærra brotajárni frá sér.

 

Trjáreitur

Hvatt er til að bæta aðkomu að trjáreitnum að neðan og lagað til í kringum hitaveituskúr. Nefnd með fulltrúum ungmennafélags, kvenfélags og sveitarfélags verði endurvakin.

 

Eyðing á njóla og kerfli

Minnt á herferð gegn njóla og kerfli

 

 

Nefndin vill minna á verkefnalista í Staðardagskrá og skoða áætluð verklok.

 

Fundi slitið 20:50