Umhverfis & Atvinnumálanefnd

4. fundur 21. maí 2007

Fundargerð 4. fundar Umhverfisnefndar

Mánudagskvöldið 21. maí 2007 klukkan 21:00 í Valsárskóla

 

Mættir eru Starri, Leifur og Helga.

 

1. Jarðgerðartunnur og upplýsingar til íbúa sveitarfélagsins.

Starri hefur hafið vinnu við dreifibréf með upplýsingum.

Bæklingar um jarðgerðartunnur frá UST, sem munu fylgja dreifibréfinu, eru komnir (um 200 stk).

 

2. Hreinsunardagur laugardaginn 16. júní 2007

Breyting á dagsetningu af óviðráðanlegum orsökum.

Framkvæmd dagsins:

Vinnuskóli verði búinn að hreinsa meðfram þjóðvegi.

Dagurinn verði auglýstur í dreifibréfi með kynningu á jargerðartunnum þar sem komi fram að tilkynna skuli um stóra hluti sem flurfi að sækja með fyrirvara. Fenginn verði vörubíll með krana sem muni fara um sveitarfélagið. Annar minni bíll muni fara um sveitarfélagið til a› sækja smærri hluti;

Minni bíllinn byrji klukkan 10 og vörubíllinn um kl 13, sá minni geti þá verið búinn að sjá út þá staði þar sem þörf er á stórum bíl og krana.

Þessir bílar munu ekki sækja rusl til fyrirtækja, skorað verði á fyrirtæki að gera hreint í kringum sig og taka þannig þátt í hreinsunarátakinu.

Gámar verði tómir í byrjun dagsins, tómir gámar komnir á föstudeginum. Haft verði samband við gámaþjónustu til að þeir viti af því að gæti þurft að skipta út fullum gámum.

Til að auðvelda flokkun verði boðiv upp á litaða ruslapoka fyrir garðaúrgang, sem íbúar geti sótt á skrifstofu.

 

Nefndin leggur til að í kjölfar hreinsunardags verði beitt svipuðum aðferðum og Akureyrarbær hefur notað í hreinsunarátaki sínu.

 

3. Eyðing kerfils og njóla

Nefndin vonar að eyðingarstarf hefjist sem fyrst og bendir á að gott sé að taka kerfil um leið og njólann.

 

4. Pappírsgámar

Hólmfríður skólastýra hafði komið að máli við formann nefndarinnar og óskað eftir að pappagámur verði staðsettur við skóla, til að auðvelda endurvinnslu og innleiðingu grænfánastarfs í skólanum.

Nefndin leggur til að gámar undir bæði bylgjupappa og eins dagblöð/pappír verði staðsettir ofan við bílaplan grunnskólans. Einnig verði gámur skólans fyrir almennt rusl færður á sama stað.

Þessi staðsetning verður að teljast ásættanlegur kostur þar sem að aðgengi að gámunum er fjarri skólabyggingunum og umferð mun því ekki aukast um bílaplanið sjálft.

 

5. Brekka fyrir neðan Smáratún

Íbúi í Smáratúni kom á framfæri ósk um að brekkan neðan Smáratúns verði snyrt. Lagt er til að athugað verði hvort að vinnuskólinn hafi tök á að sinna því.

 

6. Endurvinnslutunnur

Gámafljónustan býður ekki upp á endurvinnslutunnu þjónustu fyrir einstaklinga í sveitarfélaginu, þrátt fyrir áður útsendan bækling.

Rætt var um ýmsar leiðir sem hægt væri að fara í staðinn.

 

Fundi slitið kl 22:45

 

Fundargerð ritaði Helga Kvam