Atvinnu- og umhverfisnefnd

5. fundur 04. júlí 2007

Fundargerð 5. fundar Umhverfisnefndar

Miðvikudagskvöldið 4. júlí 2007 klukkan 21:00 í Ráðhúsinu

 

Mættir eru Starri, Leifur og Helga ásamt sveitarstjóra.

 

1. Tiltektardagurinn 16. júní - framhald

Umhverfisnefnd telur í ljósi reynslunnar að ekki sé þörf á að bjóða upp á almennan hreinsunardag en frekar að hvetja til ruslatínslu/hreinsunnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sendi ábendingu í lok maí á íbúa sveitarfélagsins og að boðið verði árlega upp á brotajárnssöfnun.

Nefndin leggur til að fylgt verði eftir ábendingum heilbrigðisfulltrúa og gripið til aðgerða. Einnig er æskilegt að sveitarfélagið móti stefnu er varðar stöðuleyfi gáma.

 

2. Utanvegaakstur í Vaðlaheiði

Nefndin lýsir yfir áhyggjum vegan aukins utanvegaaksturs vélhjóla í Vaðlaheiði og leggur til að komið verði upp skiltum er greini frá lausagöngu búfjár sem og að akstur utanvega sé ólöglegur. Staðsetning skilta gæti verið við ristarhlið sunnan Geldingsárbrúar á Vaðlaheiðarvegi.

 

3. Eyðing njóla og kerfils

Farið yfir stöðu mála.

 

Önnur mál voru engin.

 

Fundi slitið 22:40

 

Fundargerð ritaði Helga Kvam.