Umhverfis & Atvinnumálanefnd

6. fundur 05. desember 2007

Fundargerð 6. fundar Umhverfisnefndar

Miðvikudagskvöldið 5. desember 2007 klukkan 20:30 í Ráðhúsinu

 

Mættir eru Starri, Leifur og Helga ásamt sveitarstjóra.

 

1. Skilti í Vaðlaheiði-bann við utanvegaakstri.

Texti og staðsetning. Tillaga nefndar er að textinn hljóði svo: “Allur akstur vélknúinna ökutækja er bannaður utan vega” og að skiltin verði 3; eitt við ristarhlið sunnan við Geldingsárrétt, annað í fyrstu beygju (norðan við “ranann”) og það þriðja efst á heiðinni í námunda við veginn upp að mastrinu.

 

2. Grænfánastarf Valsárskóla

Nefndin leggur til að útbúin verði upplýsingaspjöld um þá endurvinnsluflokka sem að sveitarfélagið tekur við og því dreift á öll heimili í sveitarfélaginu.

 

3. Staðardagskrá 21

Rennt var yfir Staðardagskránna.

Könnuð verði notkun á jarðgerðartunnum hjá þeim sem að hafa fengið þær.

Lagt er til að í næsta fréttabréfi sveitarstjórnar verði verkefnið “Vistvernd í verki” kynnt og áhugi á þátttöku athugaður og framhaldið ákvarðað út frá því.

 

4. Önnur mál

a) Gjaldskrá Flokkunnar ehf kynnt og upplýsingar um sorpmagn

 

Fundi slitið kl 22:45

Fundargerð ritaði Helga Kvam