Fundargerð 7. fundar Umhverfisnefndar
Mánudagskvöldið 17. mars 2008 klukkan 21:00 í Ráðhúsinu
Mættir eru Starri og Helga ásamt sveitarstjóra.
1. Vegna gjafa hrossa í landi Ásgarðs og Tungu
Umhverfisnefnd barst ábending um laust rúllubaggaplast vegna umgengni við rúllubagga við gjöf hrossa í Ásgarði. Nefndin áréttar að þegar gefið er úr rúlluböggum skuli fjarlægja plast og bönd, halda því til haga og koma í endurvinnsluferli. Ekki einungis vegna umhverfissjónarmiða heldur einnig vegna þeirrar hættu sem skepnum getur stafað af vegna bæði plasts og banda. Nefndin óskar eftir að sveitarstjóri beiti sér í málinu.
2. Grænfánastarf Valsárskóla
Skýrsla varðandi umsókn Valsárskóla um Grænfánann.
Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju varðandi Grænfánavinnu Valsárskóla og Álfaborgar.
3. Tölvupóstur frá Ragnhildi H Jónsdóttur v. eftirfylgni Staðardagskrár 21
Umhverfisnefnd tekur erindið til sín og frestar til næsta fundar hvort og þá hvaða þætti á að skoða.
4. Bréf frá Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 á Íslandi dags. 25. febrúar 2008
Kynnt
5. Drög að samningi um úrgangsstjórnun frá Flokkun ehf dags 14. janúar 2008
Umhverfisnefnd álítur eðlilegt að semja við Flokkun ehf um liði
1. Förgun úrgangs, urðun úrgangs sem ekki er endurvinnanlegur
2. Endurvinnslu, móttöku úrgangs til endurvinnslu í samvinnu við endurvinnslustöðvar
3. Móttöku spilliefna
Skoðaðir verði frekar liðir 4 (Rekstur móttökustöðva fyrir úrgang) og 5 (Sorphirða).
6. Bréf frá Norðurlandsskógum dags 23. janúar 2008
Kynnt
Fundi slitið kl 22:25
Fundargerð ritaði Helga Kvam