Atvinnu- og umhverfisnefnd

8. fundur 08. maí 2008

Fundargerð 8. fundar Umhverfisnefndar

Fimmtudagskvöldið 8. maí 2008 klukkan 20:00 í Ráðhúsinu

 

Mættir eru Starri, Leifur og Helga ásamt sveitarstjóra.

 

  1. Bréf frá Úrvinnslusjóði vegna breytts fyrirkomulags varðandi greiðslu fyrir meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöðvum

Umhverfisnefnd hvetur til að kannaðir verði möguleikar á að sveitarfélagið gerist þjónustuaðili fyrir vissa flokka. t.d. pappa og pappír.

 

  1. Jarðgerðartunnur

Stefnt að því að halda spjallfund og kynningu fyrir íbúa um notkun tunnanna á næstu vikum.

 

  1. Hreinsunardagur/Hreinsunarvika

Haldin verði hreinsunarvika, vikuna 7.-14. júní. Íbúar verði hvattir til að losa sig við sem mest sjálfir í gáma en boðið verði upp á aðstoð við förgun stærri hluta.

 

  1. Önnur mál

  1. Samningur um úrgangsstjórnun við Flokkun Eyjafjörður ehf

Kynnt

  1. Endurmerkingar opinna gáma á Svalbarðseyri

Gámar hafa verið endurmerktir til að auðvelda flokkun. Gott væri að hafa merkingu sem vísaði á svæði fyrir garðaúrgang.

  1. Bréf frá UMÍS vegna upplýsinga um Staðardagskrá 21 áwww.samband.is

Farið var fram á í bréfinu að upplýsingar fyrir sveitarfélagið verði uppfærðar á síðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umhverfisnefnd ákvað að leysa málið rafrænt og Starra falið að annast málið.

 

 

Ekki fleira fært til bókar.

 

Fundi slitið kl 22:00

Fundargerð ritaði Helga Kvam