Umhverfis & Atvinnumálanefnd

10. fundur 11. desember 2008

Fundargerð 10. fundar Umhverfisnefndar

Fimmtudaginn 11. desember 2008 klukkan 18:00 í Ráðhúsinu

Mættir eru Starri, Leifur og Helga ásamt sveitarstjóra.

  1. Flokkun Eyjafjörður ehf

Fréttir frá Flokkun kynntar ásamt fundargerð Flokkunar og fulltrúa Svalbarðsstrandarhrepps um Framtíðarlausnir í förgun óendurvinnanlegs úrgangs.

  1. Endurvinnslutunnan

Nefndin er mjög jákvæð gagnvart því að verði tekið upp svipað fyrirkomulag og í Grýtubakkahreppi varðandi endurvinnslutunnur óháð þjónustuaðila. Óskað er eftir að möguleikar verði kannaðir á hvort núverandi sorphirðuaðili hafi möguleika á að taka verkefnið að sér á sambærilegum kjörum.

  1. Fyrirkomulag sorphirðu og gjaldskrá

Nefndin gerir ekki tillögu um breytingar á nýsamþykktri gjaldskrá. Rætt var um hvort leggja beri auka sorpgjald á lögbýli þar sem búskapur er stundaður, en niðurstaðan var að útfærsla á slíku sé erfið og þarfnist frekari yfirlegu.

Einnig var rætt um sorpmagn í sveitarfélaginu og gjaldskrá frá Flokkun 2009 kynnt.

4. Gjaldskrá rotþróargjalds og losun rotþróa

Gjaldskráin kynnt og útreikningar sem liggja að baki henni. Nefndin samþykkir drögin og leggur til að þau verði samþykkt af sveitarstjórn. Jafnframt tekur nefndin undir þá tillögu að leiðréttum útreikningi eftir að gjaldskráin hefur verið samræmd við gjaldflokka Gámaþjónustunnar.

Fjallað var um lögmæti þess að dreifa greiðslum á þrjú ár vegna losunar og telur nefndin að gjaldskrá Svalbarðsstrandarhrepps heimili slíkt.

Ekki fleira fært til bókar.

 

Fundi slitið kl 20:30

Fundargerð ritaði Helga Kvam