Umhverfis & Atvinnumálanefnd

11. fundur 05. mars 2009
Fundargerð 11. fundar Umhverfisnefndar
Fimmtudaginn 5. mars 2009 klukkan 21:00 í Ráðhúsinu


Mættir eru Starri, Leifur og Helga ásamt sveitarstjóra.

Birgir Kristjánsson frá íslenska gámafélaginu hélt kynningu kl 20:30 á þjónustu þeirra fyrir Starra og sveitarstjóra. Kynnti fyrirtækið og lausnir sem það hefur boðið sveitarfélögum víða um land m.a. Eyjafjarðarsveit. Fór sérstaklega yfir sorphirðu í Stykkishólmi þar sem 2020 markmiðinu hefur þegar verið náð hvað varðar flokkun og endurvinnslu úrgangs.

1. Sorphirðumál, útfærsla á söfnun endurvinnanlegra umbúða
Birgir Kristjánsson frá íslenska gámafélaginu var tilbúinn að gera tilboð í hluta eða á alla þjónustu er varðar sorp/úrgang í Svalbarðsstrandarhreppi. Umhverfisnefnd ákvað að skoða málið betur, kalla núverandi aðila sorphirðu til fundar og koma í framhaldinu með tillögur um áframhaldið.

2. Átaksverkefni í atvinnumálum, umhverfisverkefni
Upptekt á ónýtum girðingum í Vaðlaheiði.
Aðkoma að fjallgirðingu.
Gróðursetningarverkefni, t.d. kringum íþróttavöll, skjólbelti fyrir neðan reitinn og víðar.
Fegrun umhverfis og frágangur í kringum skóla og leikskóla.
Verkefni samhliða stækkun kirkjugarðsins.
Eyðing á kerfli.

3. Árétting á 4. dagskrárlið 10. fundar, þann 11.desember 2008
Þar var tekið fyrir bréf frá Sveinberg Laxdal dags. 7. desember 2008 sem sveitarstjórn vísaði til umhverfisnefndarinnar. Gerði umhverfisnefnd ekki athugasemdir við gjaldskrá og innheimtu sorphirðu- og rótþróargjalds en láðist að bóka sérstaklega að með því teldi nefndin sig hafa svarað erindi Sveinbergs.

4. Landsráðstefna um Staðardagskrá 21
Kynnt




Ekki fleira fært til bókar.

Fundi slitið kl 22:50
Fundargerð ritaði Helga Kvam