Umhverfis & Atvinnumálanefnd

13. fundur 04. nóvember 2009

Fundargerð 13. fundar Umhverfisnefndar

Miðvikudag 4. nóvember 2009 klukkan 21 í Ráðhúsinu

Mættar voru Helga Kvam, Svala Einarsdóttir og Anna Fr. Blöndal ásamt sveitarstjóra. Fyrir lágu bréf frá Starra Heiðmarssyni og Leifi Jónssyni þar sem þeir óska eftir lausn frá störfum í umhverfisnefnd vegna flutninga. Nefndin þakkar þeim vel unnin störf.

 

  1. Nefndin skiptir með sér verkum.

Helga Kvam var kosin formaður, Anna Fr. Blöndal mun rita fundargerðir nefndarinnar.

 

  1. Framtíðar fyrirkomulag sorphirðu og flokkunar. Næstu skref.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Umhverfisnefnd leggur til að stefna markvisst að því að endurvinnslutunnan verði tekin í notkun í sveitarfélaginu eigi síðar en 1. apríl. Árna falið að leggja upp ramma og fá tilboð í hann frá Einari. Þegar liggur fyrir hvaða leið verður farin þarf að útbúa kynningarefni og halda fundi m. íbúum um sorphirðu og flokkun. Nauðsynlegt er að þetta verði kynnt ýtarlega öllum heimilum í sveitarfélaginu, hver er ávinningurinn og hver er kostnaðurinn.

 

Önnur mál

  1. Jarðgerðartunnurnar.

Nú liggur fyrir að einhverjir hafa skilað inn tunnum og aðrir hafa óskað eftir að fá aðra tunnu. Ákveðið að gefa þeim sem hafa óskað eftir annarri kost á að fá þær tunnur sem skilað er inn.

 

  1. Ruslatunnur.

Helga kom með tillögu um að settar yrðu ruslatunnur við sparkvöllinn og etv. víðar á almenningssvæðum á Svalbarðsseyrinni. Umhverfisnefnd leggur til að þaðverði gert. Árna falið að fylgja málinu eftir.

 

 

Ekki fleira fært til bókar.

Fundi slitið kl 23:30

Fundargerð ritaði Anna Fr. Blöndal.