Umhverfis & Atvinnumálanefnd

14. fundur 05. febrúar 2010

Fundargerð 14. fundar Umhverfisnefndar

Föstudag 5. febrúar 2010 klukkan 16.00 í Ráðhúsinu.

Mætt voru Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal og Jakob Björnsson og var hann boðinn sérstaklega velkominn á sinn fyrsta fund, en hann kemur inn í stað Svölu Einarsdóttur sem hefur sagt sig úr nefndinni. Sveitarstjórn tók úrsagnarbréf hennar fyrir á fundi 18. des. 2009. Svölu eru þökkuð vel unnin störf. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

  1. Drög að samningi um sorphirðu milli Vegbúans ehf og Svalbarðsstrandarhrepps.

Fyrir lágu drög að samningi. Rætt um samninginn og fyrirhugaðar breytingar á sorphirðumálum í sveitarfélaginu.Umhverfisnefnd leggur til að samningurin verði samþykktur.

Önnur mál

  1. Sorpflokkun, framkvæmd og kynning

Lagt er til að sent verði út kynningarefni um sorpflokkunina í síðustu viku mars og boðað til íbúafundar um miðjan apríl. Um miðjan apríl er einnig gert ráð fyrir að tunnurnar verði komnar. Helgu Kvam falið að útbúa kynningarefni í samráði við sveitarstjóra.

Ekki fleira fært til bókar.

Fundi slitið kl 16.50

Fundargerð ritaði Anna Fr. Blöndal.