Umhverfis & Atvinnumálanefnd

1. fundur 07. september 2010

Fundargerð
1. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014 þriðjudaginn
7. september kl. 20:00 í ráðhúsinu Svalbarðseyri.

Fundarmenn: Guðmundur Stefán Bjarnason, Helga Kvam, Ragna Erlingsdóttir, Þorgils Guðmundsson og Jón Hrói Finnsson.

1. Verkaskipting nefndar.
Helga Kvam var kjörin varaformaður, Þorgils Guðmundsson var kjörinn varaformaður og Ragna Erlingsdóttir var kjörin ritari. Helga tók við fundarstjórninni.

2. Kynning á úrgangsmálum í sveitarfélaginu og umræður.
Farið yfir stöðu úrgangsmála, reynslu og árangur af flokkun. Fram kom að flokkun gæti verið meiri. Nefndarmenn álíta að meira megi gera til að upplýsa íbúa um flokkunina. Ákveðið að kanna notkun tunnanna og leita leiða til að kvetja til aukinnar notkunar.
Flokkun í gámum fer batnandi en þó kemur fyrir að almennt sorp sé sett í pappagáminn. Fyrirtækjasorpið er fyrirferðarmikið. Skoða þarf reglur um sorphirðu og skyldur sveitarfélagsins gagnvart fyrirtækjum.
Nefndin leggur tilað settir verði flokkunargámar á gámasvæðið við Kotabyggð. Þorgils upplýsti að Ungmennafélagið og Björgunarsveitin ætli að setja upp dósakúlu þar í fjáröflunarskyni.
Rusl við þjóðveginn og við útsýnispallinn er vandamál. Sveitarstjóra falið að ræða við Vegagerðina um úrræði.

3. Sorpförgun í Eyjafirði.
Kynnt staða förgunarmála í Eyjafirði, helstu úrlausnarefni og valkostir. Nefndin leggur til að möguleikar á samstarfi sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu um lausnir verði kannaðir áfram. Nefndin óskar eftir kynningu á samningi sveitarfélagsins við Flokkun ehf.

4. Rusladallar á Svalbarðsströnd.
Staða uppsetningar á rusladöllum kynnt. Nefndin leggur til að einn dallur verði settur við bátaskýlið sunnan við Valsá og annar við malarplanið neðan við skógarreit Æskunnar og Kvenfélagsins.

5. Efnislosun í Svalbarðsstrandarhreppi
Umræður um losun jarðvegs í Svalbarðsstrandarhreppi. Sá efnislosunarstaður sem nú er notaður er eini valkosturinn eins og er. Gera þarf ráðstafanir varðandi ræsi og skurði til að gera áframhaldandi efnislosun mögulega. Góðan jarðveg mætti nota til að fylla í hornið milli nýja og gamla vegarins sunnan við Smáratúnið. Tengja þarf ræsi á milli veganna áður en það er gert.

6. Til kynningar.
a. Framkvæmdaáætlun Norðurlandaráðs í umhverfismálum 2009-2012.
b. Leiðbeiningar um rotþrær og siturlagnir.
c. Nýtt hreinsivirki við Lónsbakka.
d. Náttúrustofa Vesturlands: Umhverfisvottað Ísland.

7. Önnur mál

a. Ragna leggur til að haldinn verði fundur með forvígismönnum UMF Æskunnar, Kvenfélags Svalbarðsstrandar, reitarnefnd, Helga Þórssyni og Níels Hafstein hjá Safnasafninu um málefni skógarreitsins. Sveitarstjóra falið að boða fund og finna teikningar af reitnum.

b. Nefndin leggur til að skoðaðir verði möguleikar á öðrum áningarstað í sveitarfélaginu, til dæmis við Sigluvíkurklöppina, við keðjuplanið við Garðsvík eða við við Grenivíkurafleggjarann neðan við Víkurskarð.

c. Samningur um tæmingu rotþróa rennur út um áramót. Undirbúa þarf útboð á þjónustunni og fara yfir rotþróargjöld.

Fundi slitið