Umhverfis & Atvinnumálanefnd

3. fundur 05. maí 2011

Fundargerð
3. fundur umhverfisnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 5. maí 2011 kl. 18:00.

Fundarmenn: Helga Kvam, Ragna Erlingsdóttir, Starri Heiðmarsson og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. 1105006 - Sorphirða í Svalbarðsstrandarhreppi
Umhverfisnefnd leggur til að sorphirða, flutningur sorps á urðunarstað og umsjón með gámasvæðum verði boðin út til að fá sem best verð í þjónustuna. Gert verði ráð fyrir söfnun lífræns sorps í útboðinu. Nefndin leggur til að látið verði í hendur bjóðenda að útfæra þjónustuna og bæði horft til verðs og þjónustustigs við mat á tilboðum. Nefndin óskar eftir að möguleikar á samstarfi við Eyjafjarðarsveit varðandi losun dýrahræja verði kannaðir, en sú þjónusta einnig boðin út ef sá möguleiki er ekki fyrir hendi.

2. 1105007 - Umhverfisdagur 2011
Umhverfisnefnd leggur til að hið árlega umhverfisátak í Svalbarðsstrandarhreppi verði helgina 28.-29. maí. Boðið verði upp á söfnun brotamálma og stærri muna laugardaginn 28. maí. Íbúar verði hvattir til að hreinsa í kringum lóðir sínar og jarðir, með áherslu á hreinsun baggaplasts af girðingum og túnum. Einnig verði skipulögð hreinsun meðfram þjóðveginum á sama tíma og vinnudagur foreldra á leikskólalóðinni. Nefndin leggur til að umhverfisátakinu ljúki með grillveislu. Stefnt verði á að umhverfisátakið verði 2.-3. júní 2012 og helgin merkt inn á sorphirðudagatal ársins.

3. 1105009 - Eyðing njóla og kerfils í Svalbarðsstrandarhreppi
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að haldið verði áfram með eyðingu kerfils og njóla í sveitarfélaginu og íbúum boðið upp á eitur eins og undanfarin ár. Eyða þarf njóla í óræktinni neðan Smáratúns.

4. 1105010 - Utanvegarakstur í Vaðlaheiði
Umhverfisnefnd óskar eftir að leitað verði til KKA um samvinnu um auglýsingar með áréttingum um bann við utanvegarakstri. Öðrum sveitarfélögum á svæðinu verði boðið að taka þátt í auglýsingunum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30