Atvinnu- og umhverfisnefnd

1. fundur 01. október 2014

UMHVERFISNEFND 1. FUNDUR, 01.10.2014 BreytaEyða

1. fundur umhverfis- og atvinnumálanefndar 2014-2018
 
Fundurinn var haldinn í fundarsal sveitarfélagsins 01.10.2014 kl.20:00
 
Mættir eru Starri Heiðmarsson aðalmaður, Hólmfríður Freysdóttir aðalmaður, Þorgils Guðmundsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Aðalsteinn Bjarkason varamaður, Hanna Dóra Ingadóttir varamaður og Haraldur Ævarsson varamaður.
 
 
1. Verkaskipting stjórnar
Sveitarstjórn hafði áður skipað Starra Heiðmarsson formann nefndarinnar en eftir var að kjósa varaformann og ritara. Varaformaður er kosinn Þorgils Guðmundsson og ritari Hólmfríður Freysdóttir
 
2. Nefndin óskar eftir erindisbréfi með starfslýsingu fyrir umhverfis- og atvinnumálanefnd.
 
3. 1407031 Frárennslismál. Sveitarstjórn óskaði eftir að umhverfisnefnd skoði frárennslismál og komi með tillögur um úrbætur. Ákveðið var að sveitarstjóri aflaði upplýsinga um lámarksstaðla
um frárennslismál. Starri fylgir þessum málum eftir ásamt sveitarstjóra.
 
4. 1407032 Sorpmál. Sveitarstjóri beðinn að kanna kostnað við gámasvæðin og undir hve stórum hluta kostnaðar sorpgjöld standa. Nefndin óskar eftir að kannað verði hvort sorpverktaki uppfylli öll skilyrði útboðs s.s. bílgerð og mengun, merkingar á gámasvæði og stærð gáma. Skoða leiðir til að bæta umgengni á gámasvæðum hreppsins.
 
5. Sveitarstjóra falið að stofna netfangið umhverfisnefnd@svalbardsstrond.is og að það verði auglýst í næsta ströndungi.
 
Fundi slitið. Kl.22.00
 
Uppfært: 16.10.2014