Umhverfis & Atvinnumálanefnd

2. fundur 08. apríl 2015

Fundurinn var haldinn í fundarsal sveitarfélagsins 08.04.2015 kl.20:00

Mættir eru Starri Heiðmarsson aðalmaður, Hólmfríður Freysdóttir aðalmaður, Þorgils Guðmundsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Haraldur Ævarsson varamaður.

 

Dagskrá:

  1. 1407110 Svæðisáætlun um frágang sorps

Lögð fram til kynningar og lýsir nefndin ánægju með drögin.


2. 1407111 Móttaka og meðhöndlun dýrahræja og annars lífræns úrgangs sem ekki

er jarðgerður

Ákveðið að skoða reynslu Eyjafjarðarsveitar með dýrahrægámana hjá þeim,

sveitarstjóri og Hólmfríður skoða það.


3. 1407112 Staðan í frárennslismálum sbr. lið 3 úr fundargerð 1. fundar

Umhverfisnefnd mælir með að kannaðir séu möguleikar á að Norðurorka taki

fráveitumál yfir á næstu árum.


4. Staðan í sorpmálum sbr. lið 4 úr fundargerð 1. Fundar

Umhverfisnefnd ræddi um að bæta merkingar á sorpgámunum á eyrinni og umgengni þar í kring.

Talað um hvað mætti betur fara í þjónustunni hjá gámafélaginu og að farið yrði yfir það hvernig árið hafi komið út í heild 15 apríl. 2015.

Nefndin leggur til að snyrt sé í kringum gámasvæðin.


5. Fjallgirðing

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála en skortur á fjármagni hamlar framkvæmdum. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að halda áfram að fylgja þessu máli eftir.

6. Fjallskilastjóri

Nefndin varpaði fram nokkrum nöfnum og var ákveðið að Eiríkur og Hólmfríður ræddu við viðkomandi.

7. Hreinsun strandlengju Svalbarðsstrandarhrepps

Ákveðið að skoða boð frá Veraldarvinum um hjálp með árið 2016 í huga. Eiríkur og Starri fylgja málinu eftir.


8. Hreinsunardagur 2015

Nefndin leggur til að hreinsunardagur verði 16 mai. Grillaðar pylsur á eftir hreinsun.

9. 1407113 Nefndinni hafði borist bréf frá Aðalsteini Árnasyni, Sólheimum 5 þar sem hann fyrir hönd íbúa í Sólheimum kvartaði yfir umgengni lóðar að Sólheimum 1. Nefndin tekur undir kvartanir Aðalsteins og óskar eftir að sveitarstjóri hafi samband við eiganda hússins og fari fram á úrbætur.

10. Njóli, kerfill og bjarnarkló. Nefndin hvetur til aðgerða gegn tegundunum tveimur til að bæta ásýnd sveitarfélagsins, helst með ráðningu á verktaka sem eitrar líkt og gert hefur verið áður.

Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 28. maí kl. 20:00

 

Fundi slitið. Kl. 22:09