Umhverfis & Atvinnumálanefnd

3. fundur 28. maí 2015

3. fundur umhverfis- og atvinnumálanefndar 2014-2018

Fundurinn var haldinn í fundarsal sveitarfélagsins 28.05.2015 kl.20:00

Mættir eru Starri Heiðmarsson aðalmaður, Hólmfríður Freysdóttir aðalmaður, Þorgils Guðmundsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Aðalsteinn Bjarkason varamaður.

Dagskrá:

1. 1407111 - Móttaka og meðhöndlun dýrahræja og annars lífræns úrgangs sem ekki er jarðgerður. Uppfærð staða frá 2. fundi nefndarinnar.
Umhverfisnefnd leggur til að skoðaðir verði og bornir saman þrír kostir: 1 Samstarf við Grýtubakkahepp, 2. setja gám í sveitarfélaginu og 3. dýrahræ verði sótt heim á bæina. Sveitarstjóra falið að skoða þessi mál.

Nefndin telur eðlilegt að lagt verði gjald á býli sem standi undir a.m.k. helmingi kostnaðar.

 

2. 1407032 - Staðan í sorpmálum, sérstaklega með tilliti til breyttra reglna varðandi gámastöð Akureyrar.

Nefndin felur sveitastjóra að kanna kostnað við vírnetsgirðingu kringum gámasvæðin og aðgangsstýringu.

3. Fjallskilastjóri, framhald 6. liðar, 2. fundar nefndarinnar.
Máni Guðmundsson verður áfram fjallskilastjóri.

 

4. 1407147 - Bréf frá Aðalsteini Árnasyni varðandi notkun húsdýraáburðar innan sveitarfélagsins.
Nefndin ítrekar mikilvægi þess að fylgt sé reglum um dreifingu húsdýraáburðar og tillit tekið til íbúa í nágrenninu og telur nefndin að það sé gert.

 

5. Ágengar tegundir innan sveitarfélagsins, aðgerðaáætlun sumarsins - sbr. 10. lið 2.

fundar

Nefndin lagði til að sveitarstjórn semji við Gretti um að fara um sveitina og úða fyrir kerfli fyrst og fremst meðfram þjóðveginum og völdum stöðum í sveitinni.

6. Upprekstrardagur. Nefndin leggur til að ekki verði sleppt sauðfé í heiðina fyrir 20 júni og stórgripum fyrir 4 júlí.

 

7. Hreinsunardagur 2015
Nefndin fór yfir dagskrá hreinsunardagsins sem var frestað með sameiginlegri ákvörðun nefndarinnar til 30. maí vegna veðurs.

 

8. Önnur mál

a. Sveitarstjóri fór yfir og kynnti vatnsveitumál í sveitinni og fyrirhugaðar lagfæringar á vatnsveitunni í Garðsvík.

b. Nefndin mælist til að settur verði úrgangsolíutankur á gámasvæðið og spilliefnakar.

 

Fundi slitið. Kl. 22.00