Umhverfis & Atvinnumálanefnd

4. fundur 10. september 2015

Mættir eru Starri Heiðmarsson aðalmaður, Hólmfríður Freysdóttir aðalmaður, Þorgils Guðmundsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Haraldur Ævarsson varamaður.

Dagskrá:

1. 1407172 - Móttaka og meðhöndlun dýrahræja og annars lífræns úrgangs sem ekki er jarðgerður Uppfærð staða frá 3. fundi nefndarinnar.

Umhverfisnefnd mælir með að gengið verði til samninga við Gámaþjónustuna um gám fyrir dýrahræ. Enn fremur mælir nefndin með að gjaldskrá verði svipuð og hjá nágrannasveitarfélögum með sambærilega þjónustu.Sveitarstjóra falið að skoða staðsetningu fyrir gám í samráði við nefndina.

 

2. Umsjón og eftirlit með gámasvæðum.

a. Tilboð í sjálfvirkar eftirlitsmyndavélar kynnt.

b. Athugun á að semja við Björgunarsveitina Týr um að líta eftir gámaplani.

a.Umhverfisnefndin mælir með að tilboði Öryggismiðstöðvarinnar verði tekið.

b.Umhverfisnefnd mælir með að gengið verði til samninga við Björgunarsveitina Tý.

3. Fjallskilamál, kynning á viðhaldi og endurbótum á réttum sveitarinnar.

Farið var yfir stöðu mála.

4. Hugmyndir að útivistarsvæði á Svalbarðseyri – kynning á skissu.

Lagt fram til kynningar.

 

5. Önnur mál

Sveitarstjóri kynnti stöðuna um fráveitumál hreppsins.

 

Fundi slitið. kl. 21.50.